Endurmeta heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 12:01 Svandís segir mikla gæfu að sóttvarnalæknir Íslands sé réttsýnn og skynsamur í sínum leiðbeiningum og ráðleggingum. Vísir/Vilhelm „Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum allar að taka til endurskoðunar. Við þurfum að setjast yfir það og hafa beinin í það að horfa á allar þessar ákvarðanir og vega og meta hvort þær hafi verið réttar. Þær eru allar teknar miðað við þær forsendur sem þá liggja til grundvallar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Heimsóknarbann var sett á mörgum hjúkrunarheimilum í byrjun mars vegna kórónuveirufaraldursins. Bannið reyndist mörgum þungbært en heimsóknarbannið stóð yfir í tæplega sextíu daga. Við fyrstu tilslakanir sem tóku gildi þann 4. maí síðastliðinn var einum aðstandanda leyfilegt að koma í heimsókn í einu á hjúkrunarheimilum. „Heimsóknabannið er þannig að um það er tekin ákvörðun af hjúkrunarheimilunum sjálfum á grundvelli leiðbeininga frá landlækni um umgengni við þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru viðkvæmir hópar eins og það var kallað,“ sagði Svandís. Hún fundaði með samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu á fimmtudaginn í síðustu viku og var efni fundarins að ræða það hvernig fyrirtækin myndu nálgast heimsóknarbannið héðan af. „Þar ræddum við það að við myndum nálgast þetta, að fyrirtækin myndu nálgast þetta með öðrum hætti núna og kannski frekar að það yrði gert með mildilegri hætti, þetta heimsóknarbann.“ Hún sagði mögulegt að hægt væri að sjá fyrir sér að beita svokallaðri sóttkví B gagnvart einhverjum ættingjum en það felur í sér að þeir væru heima hjá sér og fengju leyfi til að heimsækja hjúkrunarheimilin að því gefnu að þeir væru ekki innan um aðra að öðru leiti. „Þau tjáðu mér það á þessum fundi að þau hafa nálgast Háskóla Íslands með að fara í einhverja heilsuhagfræðilega úttekt á áhrifum þessa heimsóknarbanns og við vorum sammála um það að þetta væri það sem við myndum endurmeta.“ „Mín afstaða byggir í raun og veru bara á ráðleggingum sóttvarnalæknis, ég held við höfum borið gæfu við það að vera með sóttvarnalækni sem hefur verið réttsýnn og skynsamur í sínum leiðbeiningum til mín og ráðleggingum fyrir utan það að byggja sínar ákvarðanir og sitt mat á bestu þekkingu hverju sinni og eitt af því er þessi þjónusta sem veitt er með líkamlegri snertingu og mikilli nálægð,“ sagði Svandís. „Ef við myndum lenda þar í smiti við slíka þjónustu þá værum við komin með mjög stórt mengi fólks sem að gæti hafa smitast.“ Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimsóknarbann á bráðamóttöku Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma. 22. maí 2020 10:34 Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50 Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
„Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum allar að taka til endurskoðunar. Við þurfum að setjast yfir það og hafa beinin í það að horfa á allar þessar ákvarðanir og vega og meta hvort þær hafi verið réttar. Þær eru allar teknar miðað við þær forsendur sem þá liggja til grundvallar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Heimsóknarbann var sett á mörgum hjúkrunarheimilum í byrjun mars vegna kórónuveirufaraldursins. Bannið reyndist mörgum þungbært en heimsóknarbannið stóð yfir í tæplega sextíu daga. Við fyrstu tilslakanir sem tóku gildi þann 4. maí síðastliðinn var einum aðstandanda leyfilegt að koma í heimsókn í einu á hjúkrunarheimilum. „Heimsóknabannið er þannig að um það er tekin ákvörðun af hjúkrunarheimilunum sjálfum á grundvelli leiðbeininga frá landlækni um umgengni við þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru viðkvæmir hópar eins og það var kallað,“ sagði Svandís. Hún fundaði með samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu á fimmtudaginn í síðustu viku og var efni fundarins að ræða það hvernig fyrirtækin myndu nálgast heimsóknarbannið héðan af. „Þar ræddum við það að við myndum nálgast þetta, að fyrirtækin myndu nálgast þetta með öðrum hætti núna og kannski frekar að það yrði gert með mildilegri hætti, þetta heimsóknarbann.“ Hún sagði mögulegt að hægt væri að sjá fyrir sér að beita svokallaðri sóttkví B gagnvart einhverjum ættingjum en það felur í sér að þeir væru heima hjá sér og fengju leyfi til að heimsækja hjúkrunarheimilin að því gefnu að þeir væru ekki innan um aðra að öðru leiti. „Þau tjáðu mér það á þessum fundi að þau hafa nálgast Háskóla Íslands með að fara í einhverja heilsuhagfræðilega úttekt á áhrifum þessa heimsóknarbanns og við vorum sammála um það að þetta væri það sem við myndum endurmeta.“ „Mín afstaða byggir í raun og veru bara á ráðleggingum sóttvarnalæknis, ég held við höfum borið gæfu við það að vera með sóttvarnalækni sem hefur verið réttsýnn og skynsamur í sínum leiðbeiningum til mín og ráðleggingum fyrir utan það að byggja sínar ákvarðanir og sitt mat á bestu þekkingu hverju sinni og eitt af því er þessi þjónusta sem veitt er með líkamlegri snertingu og mikilli nálægð,“ sagði Svandís. „Ef við myndum lenda þar í smiti við slíka þjónustu þá værum við komin með mjög stórt mengi fólks sem að gæti hafa smitast.“
Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimsóknarbann á bráðamóttöku Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma. 22. maí 2020 10:34 Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50 Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Heimsóknarbann á bráðamóttöku Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma. 22. maí 2020 10:34
Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50
Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00