Haukur Páll telur að tímabilið í ár verði ólíkt því sem við sáum í fyrra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2020 18:15 Haukur Páll segir Valsliðið klárt í að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Mynd/Stöð 2 Sport Valsmenn ullu miklum vonbrigðum á síðustu leiktíð þegar liðið endaði í sjötta sæti deildarinnar og náðu ekki að tryggja sér Evrópusæti. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, segir félagið stefna á að vera í toppbaráttu í sumar en hann ræddi við Gaupa fyrir Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið við Hauk sem og alla frétt Gaupa má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Það voru vonbrigði, síðasta tímabil. Við erum búnir að æfa vel vel og teljum okkur vera tilbúna. Núna nýtum við þessa daga í að fínpússa hluti sem hafa ekki verið í lagi í leikjunum. Þannig að við ætlum okkur að vera 100 prósent klárir,“ sagði Haukur Páll, fyrirliði Vals, þegar Gaupi ræddi við hann fyrr í dag. „Við erum búnir að æfa vel, höfum svo sem gert það undanfarin ár líka en þetta er búið að vera skrítið undirbúningstímabil. Erum búnir að vera æfa mikið sjálfir og mikið af hlaupum sem tíðkast kannski ekki mikið í dag. Hér áður fyrr var mikið um útihlaup en þau eru svo gott sem horfin í dag,“ sagði Haukur kíminn en útihlaupin hlutu endurnýjun lífdaga á meðan liðin gátu ekki æft sökum kórónufaraldursins. Valur stefnir á að vera í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í haust en nóg af liðum stefna á þann stóra í ár. „Miðað við hvernig menn eru að spá verða mörg lið að berjast um titilinn og við ætlum að vera eitt af þeim. Maður hefur lítið séð af liðunum í vetur en þetta verður vonandi jafnt og skemmtilegt mót. Þetta verður öðruvísi mót en í fyrra þar sem KR stakk af,“ sagði Haukur spakur um mögulega toppbaráttu Valsmanna í sumar. Valur heimsótti Breiðablik í gær þar sem leikar fóru 3-3. Haukur Páll þurfti því miður að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla en hann segir heilsuna góða. „Hún [heilsan] er þokkaleg, þetta var aðallega smá vesen á hælnum á mér en ég verð töluvert meira inn á vellinum þetta sumar vonandi,“ sagði Haukur að lokum en hann hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár. Valur fær erkifjendur sína úr Vesturbæ Reykjavíkur í heimsókn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla þann 13. júní. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Klippa: Haukur Páll er spenntur fyrir komandi tímabili Fótbolti Íslenski boltinn Valur Sportpakkinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin í fjörugu jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli Pepsi Max deildarlið Vals og Breiðabliks gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli í gærkvöld. 1. júní 2020 10:45 Heimir segir leikmannahóp Vals tilbúinn fyrir sumarið Heimir Guðjónsson segir leikmannahóp Vals kláran fyrir sumarið. 31. maí 2020 23:00 Markasúpa er Breiðablik og Valur gerðu jafntefli Breiðablik og Valur gerðu jafntefli í hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld. 31. maí 2020 21:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Valsmenn ullu miklum vonbrigðum á síðustu leiktíð þegar liðið endaði í sjötta sæti deildarinnar og náðu ekki að tryggja sér Evrópusæti. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, segir félagið stefna á að vera í toppbaráttu í sumar en hann ræddi við Gaupa fyrir Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið við Hauk sem og alla frétt Gaupa má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Það voru vonbrigði, síðasta tímabil. Við erum búnir að æfa vel vel og teljum okkur vera tilbúna. Núna nýtum við þessa daga í að fínpússa hluti sem hafa ekki verið í lagi í leikjunum. Þannig að við ætlum okkur að vera 100 prósent klárir,“ sagði Haukur Páll, fyrirliði Vals, þegar Gaupi ræddi við hann fyrr í dag. „Við erum búnir að æfa vel, höfum svo sem gert það undanfarin ár líka en þetta er búið að vera skrítið undirbúningstímabil. Erum búnir að vera æfa mikið sjálfir og mikið af hlaupum sem tíðkast kannski ekki mikið í dag. Hér áður fyrr var mikið um útihlaup en þau eru svo gott sem horfin í dag,“ sagði Haukur kíminn en útihlaupin hlutu endurnýjun lífdaga á meðan liðin gátu ekki æft sökum kórónufaraldursins. Valur stefnir á að vera í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í haust en nóg af liðum stefna á þann stóra í ár. „Miðað við hvernig menn eru að spá verða mörg lið að berjast um titilinn og við ætlum að vera eitt af þeim. Maður hefur lítið séð af liðunum í vetur en þetta verður vonandi jafnt og skemmtilegt mót. Þetta verður öðruvísi mót en í fyrra þar sem KR stakk af,“ sagði Haukur spakur um mögulega toppbaráttu Valsmanna í sumar. Valur heimsótti Breiðablik í gær þar sem leikar fóru 3-3. Haukur Páll þurfti því miður að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla en hann segir heilsuna góða. „Hún [heilsan] er þokkaleg, þetta var aðallega smá vesen á hælnum á mér en ég verð töluvert meira inn á vellinum þetta sumar vonandi,“ sagði Haukur að lokum en hann hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár. Valur fær erkifjendur sína úr Vesturbæ Reykjavíkur í heimsókn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla þann 13. júní. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Klippa: Haukur Páll er spenntur fyrir komandi tímabili
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Sportpakkinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin í fjörugu jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli Pepsi Max deildarlið Vals og Breiðabliks gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli í gærkvöld. 1. júní 2020 10:45 Heimir segir leikmannahóp Vals tilbúinn fyrir sumarið Heimir Guðjónsson segir leikmannahóp Vals kláran fyrir sumarið. 31. maí 2020 23:00 Markasúpa er Breiðablik og Valur gerðu jafntefli Breiðablik og Valur gerðu jafntefli í hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld. 31. maí 2020 21:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Sjáðu mörkin í fjörugu jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli Pepsi Max deildarlið Vals og Breiðabliks gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli í gærkvöld. 1. júní 2020 10:45
Heimir segir leikmannahóp Vals tilbúinn fyrir sumarið Heimir Guðjónsson segir leikmannahóp Vals kláran fyrir sumarið. 31. maí 2020 23:00
Markasúpa er Breiðablik og Valur gerðu jafntefli Breiðablik og Valur gerðu jafntefli í hörkuleik á Kópavogsvelli í kvöld. 31. maí 2020 21:00