Án samninga og réttinda en samt í framlínu Helga Vala Helgadóttir skrifar 6. júní 2020 07:40 Verkfallsrétturinn er einn af grundvallarréttindum launafólks. Þeim rétti er beitt þegar neyðin krefst, þegar samningar milli launafólks og atvinnurekanda þokast ekkert áfram. Því miður þá virðist svo vera sem verkfallsvopnið bíti frekar á einkaaðila en hið opinbera. Samningar á einkamarkaði eru keyrðir áfram vegna þess fjátjóns sem verkfall veldur á meðan vikur og mánuðir líða án samningafunda við hið opinbera. Hér á landi brúka stjórnvöld það að hefja ekki samningaviðræður fyrr en mánuðum eftir að kjarasamningar renna út. Virðist viðmót stjórnvalda oft og tíðum vera að þreyta fólk til samninga ef marka má orð samninganefnda launafólks sem mæta áhugaleysi og þrástögun á sama tilboði mánuðum saman. Ráðherrar segjast svo aðspurðir ekki sitja við samningaborðið og beri því litla ábyrgð á ástandinu. Nú hafa hjúkrunarfræðingar samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall. Heyrist hefur úr þeirra ranni að sá gerðardómur sem stéttin mátti þola eftir síðustu kjarabaráttu 2015 hafi þrátt fyrir allt verið skárri en sá samningur sem hjúkrunarfræðingar náðu eftir árs samningaviðræður við stjórnvöld. Sá samningur var felldur fyrr í vor. Verkfall þessarar framlínustéttar, sem kom okkur til bjargar í Covid áfallinu, blasir við. Framlínustéttar sem mætir til vinnu þrátt fyrir að vera í verkfalli, framlínustéttar sem við hrósum en semjum ekki við. Lögreglumenn, önnur framlínustétt, fá viðlíka móttökur frá stjórnvöldum. Verkfallsréttur þeirra var hins vegar afnuminn með lögum árið 1986 en þeir hafa verið samningslausir í á annað ár! Kauptryggingin sem samið var um í stað verkfallsréttar átti að fela í sér sömu meðalhækkun launa og bandalag annarra opinberra starfsmanna fengju á hverjum tíma og skyldi Hagstofan skila inn nýjustu tölum um launaþróun umræddra. Þetta þótti ríkisvaldinu á endanum of dýrt og var samið um að gerðardómur kæmi í stað kauptryggingar og hafa laun lögreglumanna dregist jafnt og þétt aftur úr viðmiðunarstéttum. Þessi stétt sem sinnir öryggismálum lands og þjóðar hefur þannig dregist verulega aftur úr í kjaramálum undanfarna áratugi og enn þokast ekkert í samningaviðræðum. Ekki má horfa framhjá því að lögreglumönnum hefur fækkað töluvert síðastliðinn áratug þrátt fyrir fólksfjölgun, umtalsverða fjölgun ferðamanna og flóknari verkefni. Álag hefur þannig aukist til muna en stjórnvöld, sem á tyllidögum tala um framlínusveit, draga það mánuðum og nú árum saman að semja við stéttina svo enn kvarnast úr hópnum. Álag, kulnun og vanlíðan er orðin algengari og reyndir lögreglumenn flýja til annarra starfa. Við sem þjóð getum ekki komið fram með þessum hætti við okkar lykilfólk. Nú þarf að bretta upp ermar og semja við þessar framlínustéttir. Á því bera stjórnvöld svo sannarlega ábyrgð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Helga Vala Helgadóttir Verkföll 2020 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Verkfallsrétturinn er einn af grundvallarréttindum launafólks. Þeim rétti er beitt þegar neyðin krefst, þegar samningar milli launafólks og atvinnurekanda þokast ekkert áfram. Því miður þá virðist svo vera sem verkfallsvopnið bíti frekar á einkaaðila en hið opinbera. Samningar á einkamarkaði eru keyrðir áfram vegna þess fjátjóns sem verkfall veldur á meðan vikur og mánuðir líða án samningafunda við hið opinbera. Hér á landi brúka stjórnvöld það að hefja ekki samningaviðræður fyrr en mánuðum eftir að kjarasamningar renna út. Virðist viðmót stjórnvalda oft og tíðum vera að þreyta fólk til samninga ef marka má orð samninganefnda launafólks sem mæta áhugaleysi og þrástögun á sama tilboði mánuðum saman. Ráðherrar segjast svo aðspurðir ekki sitja við samningaborðið og beri því litla ábyrgð á ástandinu. Nú hafa hjúkrunarfræðingar samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall. Heyrist hefur úr þeirra ranni að sá gerðardómur sem stéttin mátti þola eftir síðustu kjarabaráttu 2015 hafi þrátt fyrir allt verið skárri en sá samningur sem hjúkrunarfræðingar náðu eftir árs samningaviðræður við stjórnvöld. Sá samningur var felldur fyrr í vor. Verkfall þessarar framlínustéttar, sem kom okkur til bjargar í Covid áfallinu, blasir við. Framlínustéttar sem mætir til vinnu þrátt fyrir að vera í verkfalli, framlínustéttar sem við hrósum en semjum ekki við. Lögreglumenn, önnur framlínustétt, fá viðlíka móttökur frá stjórnvöldum. Verkfallsréttur þeirra var hins vegar afnuminn með lögum árið 1986 en þeir hafa verið samningslausir í á annað ár! Kauptryggingin sem samið var um í stað verkfallsréttar átti að fela í sér sömu meðalhækkun launa og bandalag annarra opinberra starfsmanna fengju á hverjum tíma og skyldi Hagstofan skila inn nýjustu tölum um launaþróun umræddra. Þetta þótti ríkisvaldinu á endanum of dýrt og var samið um að gerðardómur kæmi í stað kauptryggingar og hafa laun lögreglumanna dregist jafnt og þétt aftur úr viðmiðunarstéttum. Þessi stétt sem sinnir öryggismálum lands og þjóðar hefur þannig dregist verulega aftur úr í kjaramálum undanfarna áratugi og enn þokast ekkert í samningaviðræðum. Ekki má horfa framhjá því að lögreglumönnum hefur fækkað töluvert síðastliðinn áratug þrátt fyrir fólksfjölgun, umtalsverða fjölgun ferðamanna og flóknari verkefni. Álag hefur þannig aukist til muna en stjórnvöld, sem á tyllidögum tala um framlínusveit, draga það mánuðum og nú árum saman að semja við stéttina svo enn kvarnast úr hópnum. Álag, kulnun og vanlíðan er orðin algengari og reyndir lögreglumenn flýja til annarra starfa. Við sem þjóð getum ekki komið fram með þessum hætti við okkar lykilfólk. Nú þarf að bretta upp ermar og semja við þessar framlínustéttir. Á því bera stjórnvöld svo sannarlega ábyrgð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun