„Hver á alla þessa Salem pakka af sígarettum?“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júní 2020 20:30 Konurnar í Kvenfélaginu Einingu í Holtum hafa gengið um 75 kílómetra og týnt allt rusl, sem þær hafa séð við vegina í sveitinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kvenfélagskonur í kvenfélaginu Einingu í Holtum í Rangárvallasýslu hafa sýnt mikinn dugnað síðustu fimm vikur því þær hafa hist einn dag í viku og tínt rusl meðfram vegum í sveitinni, alls um 75 kílómetra leið. Áður en ruslatínslan hefst hafa konurnar alltaf hist á fyrir fram ákveðnum stað þar sem þær fara í vestin sín og ruslapokum er útdeilt til þeirra. Síðasti rusladagurinn var á fimmtudaginn en þá hittust þær við sjoppuna hjá Vegamótum við Suðurlandsveg. Konurnar hafa fundið margt forvitnilegt. „Þetta eru allskonar brúsar, bensínbrúsar, hjólkoppar og alveg fullnýttir bensínbrúsar. Við höfum fundið líka mikið af batteríum og netum af heyrúllum hjá bændum, það er algjör óþverri“, segir Klara Sæland, yfirruslamálaráðherra félagsins. Konurnar segjast líka hafa fundið mikið af brotnum vegastikum, púströrum og marga Salem pakka af sígarettum. „Við erum rosalega forvitnar hver á þá, já, það eru kannski komnir sex til sjö salempakkar“, skýtur ein kvenfélagskonan inn í. Það er engin að reykja Winston lengur, við höfum líka fundið einn og einn Camel-pakka.“ Konurnar sem hafa mætt alla síðustu fimm fimmtudaga til að týna rusl á vegum félagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En af hverju eru konurnar að tína allt þetta rusl? „Þetta er bæði áhugamál hjá mér og fleirum. Við byrjuðum í fyrra, það var svo gaman að við ákváðum að gera þetta aftur. Hreyfing, samvera og vinátta skiptir líka máli, það er númer eitt“, segir Klara. Þórdís Ingólfsdóttir, formaður félagsins segir konurnar líka fá mikla hreyfingu út úr ruslatínslunni, sem sé mikill bónus. „Já, þú þarft að fara ofan í skurði, hoppa út úr bíl, upp í bíl, tína rusl, halda á pokum. Við vorum að reikna lauslega kílómetrana hérna í Holtahreppi, þetta eru um 75 kílómetrar, sem við erum búnar að ganga meðfram vegum, við erum mjög ánægðar með okkur enda erum við eitt af flottustu kvenfélögum landsins,“ segir Þórdís og hlær. Umhverfismál Rangárþing ytra Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Kvenfélagskonur í kvenfélaginu Einingu í Holtum í Rangárvallasýslu hafa sýnt mikinn dugnað síðustu fimm vikur því þær hafa hist einn dag í viku og tínt rusl meðfram vegum í sveitinni, alls um 75 kílómetra leið. Áður en ruslatínslan hefst hafa konurnar alltaf hist á fyrir fram ákveðnum stað þar sem þær fara í vestin sín og ruslapokum er útdeilt til þeirra. Síðasti rusladagurinn var á fimmtudaginn en þá hittust þær við sjoppuna hjá Vegamótum við Suðurlandsveg. Konurnar hafa fundið margt forvitnilegt. „Þetta eru allskonar brúsar, bensínbrúsar, hjólkoppar og alveg fullnýttir bensínbrúsar. Við höfum fundið líka mikið af batteríum og netum af heyrúllum hjá bændum, það er algjör óþverri“, segir Klara Sæland, yfirruslamálaráðherra félagsins. Konurnar segjast líka hafa fundið mikið af brotnum vegastikum, púströrum og marga Salem pakka af sígarettum. „Við erum rosalega forvitnar hver á þá, já, það eru kannski komnir sex til sjö salempakkar“, skýtur ein kvenfélagskonan inn í. Það er engin að reykja Winston lengur, við höfum líka fundið einn og einn Camel-pakka.“ Konurnar sem hafa mætt alla síðustu fimm fimmtudaga til að týna rusl á vegum félagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En af hverju eru konurnar að tína allt þetta rusl? „Þetta er bæði áhugamál hjá mér og fleirum. Við byrjuðum í fyrra, það var svo gaman að við ákváðum að gera þetta aftur. Hreyfing, samvera og vinátta skiptir líka máli, það er númer eitt“, segir Klara. Þórdís Ingólfsdóttir, formaður félagsins segir konurnar líka fá mikla hreyfingu út úr ruslatínslunni, sem sé mikill bónus. „Já, þú þarft að fara ofan í skurði, hoppa út úr bíl, upp í bíl, tína rusl, halda á pokum. Við vorum að reikna lauslega kílómetrana hérna í Holtahreppi, þetta eru um 75 kílómetrar, sem við erum búnar að ganga meðfram vegum, við erum mjög ánægðar með okkur enda erum við eitt af flottustu kvenfélögum landsins,“ segir Þórdís og hlær.
Umhverfismál Rangárþing ytra Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira