Rúnar: Fengum bikar, héldum hreinu og hlupum meira en í síðustu tveimur leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2020 22:00 Rúnar var sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Rúnar var mjög sáttur með leik kvöldsins en KR sýndi svo sannarlega að þeir eru til alls líklegir í Pepsi Max deildinni í sumar með flottum 1-0 sigri á spræku liði Víkinga í uppgjöri Íslands- og bikarmeistaranna frá síðustu leiktíð. „Mér líður vel, við fengum bikar, unnum leikinn, héldum hreinu og hlupum meira en við vorum búnir að hlaupa í hinum leikjunum tveimur. Það var léttara yfir okkur, léttara yfir okkar leik og það er svona margt jákvætt í þessu,“ sagði Rúnar sigurreifur að leiks lokum. „Það er stígandi í liðinu síðan við gátum byrjað að æfa allir saman, þetta er búið að vera þungt. Eins og ég hef sagt áður erum við með eldra lið og við yngdum aðeins liðið núna, settum léttari fætur inn á og menn hlupu mikið og þeir sem eru eldri og hafa verið hægir í síðustu leikjum voru mun hraðari í dag og reikna með að þeir verði enn hraðari á laugardaginn næsta þegar Pepsi Max deildin fer af stað. Það er góður stígandi í þessu og þetta var jákvætt, gefur okkur sjálfstraust og trú. Við skorum eitt mark sem dugar okkur oft til að vinna leiki,“ sagði Rúnar um þá umræðu að KR-liðið væri að ströggla eftir tvo slaka æfingaleiki að undanförnu. „Við viljum skora fleiri mörk og vera með öruggari sigur en Víkingar áttu ekki mörg færi í þessum leik, þeir voru betri en við í síðari hálfleik og héldu boltanum mun meira en mér fannst við miklu betri fyrstu 30-35 mínúturnar þangað til við skorum 1-0. Síðan gáfum við aðeins eftir og þeir tóku sénsa í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar um sigurinn en þetta er þriðji leikurinn í röð sem KR vinnur Víking 1-0. „Þetta er gott lið, þeir spila góðan fótbolta og þetta eru ungir og ferskir strákar með góða boltameðferð, mikinn hraða og þú verður að virða það og ef við getum ekki farið hátt upp og pressað þá allan leikinn þá þurfum við að falla niður og verja það sem við höfum. Við þurfum kannski bara að bæta skyndisóknirnar því það var fullt af möguleikum að sækja hratt á þá þegar við unnum boltann í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar að lokum. KR-ingar fagna að leik loknum.Vísir/Haraldur Guðjónsson Fótbolti KR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það Arnar Gunnlaugsson var sáttur með frammistöðu Víkinga þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. 7. júní 2020 21:30 Kristján Flóki enn frá en Óskar Örn og Sölvi Geir einfaldlega gamlir KR mætir Víkingum í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en nokkrar af stærstu stjörnum liðanna eru fjarverandi. 7. júní 2020 19:12 Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Rúnar var mjög sáttur með leik kvöldsins en KR sýndi svo sannarlega að þeir eru til alls líklegir í Pepsi Max deildinni í sumar með flottum 1-0 sigri á spræku liði Víkinga í uppgjöri Íslands- og bikarmeistaranna frá síðustu leiktíð. „Mér líður vel, við fengum bikar, unnum leikinn, héldum hreinu og hlupum meira en við vorum búnir að hlaupa í hinum leikjunum tveimur. Það var léttara yfir okkur, léttara yfir okkar leik og það er svona margt jákvætt í þessu,“ sagði Rúnar sigurreifur að leiks lokum. „Það er stígandi í liðinu síðan við gátum byrjað að æfa allir saman, þetta er búið að vera þungt. Eins og ég hef sagt áður erum við með eldra lið og við yngdum aðeins liðið núna, settum léttari fætur inn á og menn hlupu mikið og þeir sem eru eldri og hafa verið hægir í síðustu leikjum voru mun hraðari í dag og reikna með að þeir verði enn hraðari á laugardaginn næsta þegar Pepsi Max deildin fer af stað. Það er góður stígandi í þessu og þetta var jákvætt, gefur okkur sjálfstraust og trú. Við skorum eitt mark sem dugar okkur oft til að vinna leiki,“ sagði Rúnar um þá umræðu að KR-liðið væri að ströggla eftir tvo slaka æfingaleiki að undanförnu. „Við viljum skora fleiri mörk og vera með öruggari sigur en Víkingar áttu ekki mörg færi í þessum leik, þeir voru betri en við í síðari hálfleik og héldu boltanum mun meira en mér fannst við miklu betri fyrstu 30-35 mínúturnar þangað til við skorum 1-0. Síðan gáfum við aðeins eftir og þeir tóku sénsa í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar um sigurinn en þetta er þriðji leikurinn í röð sem KR vinnur Víking 1-0. „Þetta er gott lið, þeir spila góðan fótbolta og þetta eru ungir og ferskir strákar með góða boltameðferð, mikinn hraða og þú verður að virða það og ef við getum ekki farið hátt upp og pressað þá allan leikinn þá þurfum við að falla niður og verja það sem við höfum. Við þurfum kannski bara að bæta skyndisóknirnar því það var fullt af möguleikum að sækja hratt á þá þegar við unnum boltann í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar að lokum. KR-ingar fagna að leik loknum.Vísir/Haraldur Guðjónsson
Fótbolti KR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það Arnar Gunnlaugsson var sáttur með frammistöðu Víkinga þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. 7. júní 2020 21:30 Kristján Flóki enn frá en Óskar Örn og Sölvi Geir einfaldlega gamlir KR mætir Víkingum í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en nokkrar af stærstu stjörnum liðanna eru fjarverandi. 7. júní 2020 19:12 Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það Arnar Gunnlaugsson var sáttur með frammistöðu Víkinga þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. 7. júní 2020 21:30
Kristján Flóki enn frá en Óskar Örn og Sölvi Geir einfaldlega gamlir KR mætir Víkingum í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en nokkrar af stærstu stjörnum liðanna eru fjarverandi. 7. júní 2020 19:12
Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti