Á íslensku í fyrsta sinn í hálfa öld Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2020 20:00 Þar sem engir ferðamenn eru á landinu ákváðu útgefendur tímaritsins Iceland Review í fyrsta sinn í hátt í sextíu ár að gefa blaðið út á íslensku. Svo verður áfram gert í sumar en framhaldið metið eftir það. „Þó við höfum prentað þetta blað sex sinnum á ári, í tuttugu þúsund eintökum í hvert skipti, hafa öll þau tímarit í rauninni farið í hendur ferðamanna, sem koma ekki núna til landsins. Við föttuðum að við sátum í rauninni á gullnámu," segir Kjartan Þorbjörnsson, útgefandi Iceland Review, sem sumir þekkja þó betur sem ljósmyndarann Golla. „Við erum að gefa Íslendingum færi á að lesa um það sem við erum búin að vera segja ferðamönnum síðustu sumur," segir Gréta Sigríður Einarsdóttir, ritstjóri blaðsins. Ákveðið var að endurnýta hluta þess sem þegar hefur verið birt og þýða á íslensku, enda virðast Íslendingar síður hafa lesið efnið. „Það kom í ljós núna þegar ég vann verðlaun fyrir mynd ársins og myndaseríu ársins að það var grein sem fæstir höfðu séð. Þannig það er gaman að geta endurnýtt þetta svolítið á þennan hátt," segir Golli. Tímaritið verður sem fyrr fríblað og í vikunni verður því dreift um land allt; í verslanir, á bensínstöðvar og á fleiri staði. Blaðið hefur verið gefið út frá árinu 1963 og þau segja reksturinn nú haldast á floti vegna samlegðaráhrifa frá öðrum verkefnum útgáfufélagsins sem gefur jafnframt út fleiri upplýsingarit fyrir ferðamenn. Það gangi þó verr nú þegar engir ferðamenn eru til staðar. „Auglýsingatekjur hafa hrunið og þegar það borgar brúsann er það náttúrulega erfitt. Það er þó ekkert erfiðara að búa til efni þar sem Ísland er uppfullt af áhugaverðum stöðum, áhugaverðu fólki og áhugaverðum hlutum. Þannig það er ekki það erfiðara. Það er kannski erfitt að láta enda ná saman en þetta er samt ofboðslega skemmtilegt," segir Golli. Íslenska á tækniöld Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þar sem engir ferðamenn eru á landinu ákváðu útgefendur tímaritsins Iceland Review í fyrsta sinn í hátt í sextíu ár að gefa blaðið út á íslensku. Svo verður áfram gert í sumar en framhaldið metið eftir það. „Þó við höfum prentað þetta blað sex sinnum á ári, í tuttugu þúsund eintökum í hvert skipti, hafa öll þau tímarit í rauninni farið í hendur ferðamanna, sem koma ekki núna til landsins. Við föttuðum að við sátum í rauninni á gullnámu," segir Kjartan Þorbjörnsson, útgefandi Iceland Review, sem sumir þekkja þó betur sem ljósmyndarann Golla. „Við erum að gefa Íslendingum færi á að lesa um það sem við erum búin að vera segja ferðamönnum síðustu sumur," segir Gréta Sigríður Einarsdóttir, ritstjóri blaðsins. Ákveðið var að endurnýta hluta þess sem þegar hefur verið birt og þýða á íslensku, enda virðast Íslendingar síður hafa lesið efnið. „Það kom í ljós núna þegar ég vann verðlaun fyrir mynd ársins og myndaseríu ársins að það var grein sem fæstir höfðu séð. Þannig það er gaman að geta endurnýtt þetta svolítið á þennan hátt," segir Golli. Tímaritið verður sem fyrr fríblað og í vikunni verður því dreift um land allt; í verslanir, á bensínstöðvar og á fleiri staði. Blaðið hefur verið gefið út frá árinu 1963 og þau segja reksturinn nú haldast á floti vegna samlegðaráhrifa frá öðrum verkefnum útgáfufélagsins sem gefur jafnframt út fleiri upplýsingarit fyrir ferðamenn. Það gangi þó verr nú þegar engir ferðamenn eru til staðar. „Auglýsingatekjur hafa hrunið og þegar það borgar brúsann er það náttúrulega erfitt. Það er þó ekkert erfiðara að búa til efni þar sem Ísland er uppfullt af áhugaverðum stöðum, áhugaverðu fólki og áhugaverðum hlutum. Þannig það er ekki það erfiðara. Það er kannski erfitt að láta enda ná saman en þetta er samt ofboðslega skemmtilegt," segir Golli.
Íslenska á tækniöld Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira