Gylfi og félagar gefa eftir laun - Lækka um allt að helming Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2020 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar leggja sitt að mörkum til að Everton-samfélagið komi betur út úr kórónuveirukrísunni. VÍSIR/GETTY Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, hópur af leikmönnum liðsins sem og stjórnendur hafa tekið á sig mikla launaskerðingu til að hjálpa félaginu í gegnum fjárhagslega erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Gylfi Þór Sigurðsson og Grétar Rafn Steinsson, sem gegnir yfirnjósnarastöðu hjá Everton, eru sjálfsagt í þessum hópi. Samkvæmt The Guardian og Sky Sports hafa sumir leikmanna liðsins samþykkt að fá aðeins 50% launa sinna í þrjá mánuði. Mismunandi er hvort menn gefa eftir laun eða hvort launagreiðslum er frestað. Í bréfi sem framkvæmdastjórinn Denise Barrett-Baxendale, framkvæmdastjóri Everton, sendi stuðningsmönnum liðsins lýsir hún yfir gríðarmiklu þakklæti yfir þeim samtakamætti sem einkenni starfsfólk félagsins nú þegar verið sé að koma því í gegnum krefjandi tíma. Þar með hafi tekist að greiða öllum laun, þar á meðal þeim sem starfi á leikdögum og hafi því ekki haft neitt að gera frá því 13. mars. Hluti þeirra peninga sem leikmenn og starfsfólk hafa gefið frá sér hefur verið settur í „Blue Family“-sjóðinn sem notaður er til að styðja við þá sem eru hjálpar þurfi í Liverpool-borg. Í sjóðinn hefur einnig safnast fé frá ársmiðahöfum sem höfnuðu endurgreiðslu vegna þeirra leikja sem þeir urðu af vegna kórónuveirufaraldursins. Everton hefur keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni þann 21. júní með stórleik við Liverpool. Fari svo að Manchester City tapi gegn Arsenal 17. júní gæti Liverpool tryggt sér Englandsmeistaratitilinn með sigri á Everton. Hugsanlegt er að leikurinn fari því ekki fram á Goodison Park eins og til stóð heldur á hlutlausum velli þar sem minni líkur eru á að stuðningsmenn hópist saman fyrir utan völlinn, með tilheyrandi smithættu því Bretar glíma enn við kórónuveirufaraldurinn. Engir áhorfendur verða leyfðir á leikjum í ensku úrvalsdeildinni þegar keppni hefst að nýju. Enski boltinn Tengdar fréttir Borgarstjóri Liverpool skipti um skoðun og vonar að grannaslagurinn fari fram á Goodison Joe Anderson, borgarstjórinn í Liverpool, vonast nú eftir því að leikur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðar í mánuðinum fari fram á Goodison Park en ekki á hlutlausum velli. 8. júní 2020 08:30 Gylfi segist vera betur á sig kominn en þegar hann var tvítugur Gylfi Þór Sigurðsson mætir aftur til æfinga hjá Everton í frábæru formi ef marka má viðtal hans við heimasíðu Everton. Hann hefur eytt tímanum meðal annars í að æfa sig á píanóið sitt. 26. maí 2020 09:30 Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, hópur af leikmönnum liðsins sem og stjórnendur hafa tekið á sig mikla launaskerðingu til að hjálpa félaginu í gegnum fjárhagslega erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Gylfi Þór Sigurðsson og Grétar Rafn Steinsson, sem gegnir yfirnjósnarastöðu hjá Everton, eru sjálfsagt í þessum hópi. Samkvæmt The Guardian og Sky Sports hafa sumir leikmanna liðsins samþykkt að fá aðeins 50% launa sinna í þrjá mánuði. Mismunandi er hvort menn gefa eftir laun eða hvort launagreiðslum er frestað. Í bréfi sem framkvæmdastjórinn Denise Barrett-Baxendale, framkvæmdastjóri Everton, sendi stuðningsmönnum liðsins lýsir hún yfir gríðarmiklu þakklæti yfir þeim samtakamætti sem einkenni starfsfólk félagsins nú þegar verið sé að koma því í gegnum krefjandi tíma. Þar með hafi tekist að greiða öllum laun, þar á meðal þeim sem starfi á leikdögum og hafi því ekki haft neitt að gera frá því 13. mars. Hluti þeirra peninga sem leikmenn og starfsfólk hafa gefið frá sér hefur verið settur í „Blue Family“-sjóðinn sem notaður er til að styðja við þá sem eru hjálpar þurfi í Liverpool-borg. Í sjóðinn hefur einnig safnast fé frá ársmiðahöfum sem höfnuðu endurgreiðslu vegna þeirra leikja sem þeir urðu af vegna kórónuveirufaraldursins. Everton hefur keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni þann 21. júní með stórleik við Liverpool. Fari svo að Manchester City tapi gegn Arsenal 17. júní gæti Liverpool tryggt sér Englandsmeistaratitilinn með sigri á Everton. Hugsanlegt er að leikurinn fari því ekki fram á Goodison Park eins og til stóð heldur á hlutlausum velli þar sem minni líkur eru á að stuðningsmenn hópist saman fyrir utan völlinn, með tilheyrandi smithættu því Bretar glíma enn við kórónuveirufaraldurinn. Engir áhorfendur verða leyfðir á leikjum í ensku úrvalsdeildinni þegar keppni hefst að nýju.
Enski boltinn Tengdar fréttir Borgarstjóri Liverpool skipti um skoðun og vonar að grannaslagurinn fari fram á Goodison Joe Anderson, borgarstjórinn í Liverpool, vonast nú eftir því að leikur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðar í mánuðinum fari fram á Goodison Park en ekki á hlutlausum velli. 8. júní 2020 08:30 Gylfi segist vera betur á sig kominn en þegar hann var tvítugur Gylfi Þór Sigurðsson mætir aftur til æfinga hjá Everton í frábæru formi ef marka má viðtal hans við heimasíðu Everton. Hann hefur eytt tímanum meðal annars í að æfa sig á píanóið sitt. 26. maí 2020 09:30 Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Borgarstjóri Liverpool skipti um skoðun og vonar að grannaslagurinn fari fram á Goodison Joe Anderson, borgarstjórinn í Liverpool, vonast nú eftir því að leikur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðar í mánuðinum fari fram á Goodison Park en ekki á hlutlausum velli. 8. júní 2020 08:30
Gylfi segist vera betur á sig kominn en þegar hann var tvítugur Gylfi Þór Sigurðsson mætir aftur til æfinga hjá Everton í frábæru formi ef marka má viðtal hans við heimasíðu Everton. Hann hefur eytt tímanum meðal annars í að æfa sig á píanóið sitt. 26. maí 2020 09:30