Alvarlegasta smithættan á djamminu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. júní 2020 17:09 Fimm hundruð manns mega koma saman frá og með næsta mánudegi þegar samkomubanni verður aflétt frekar. Skemmti- og vínveitingastöðum verður áfram lokað klukkan ellefu en óvíst er hvenær því verður breytt. Fimm dagar eru þar til að nýjar reglur um sýnatöku á landamærum vegna kórónuveirunnar taka gildi. Boðað var til upplýsingafundar í dag þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fór yfir málið. Ráðherrann greindi frá því á fundinum að á mánudaginn taki jafnframt breytingar á samkomubanninu gildi en þá mega fleiri koma saman en nú. „15. júní ganga líka í gildi nýjar reglur sem lúta að takmörkunum á samkomum þegar hámarksfjöldi á samkomum fer úr tvö hundruð manns í fimm hundruð og takmarkanir varðandi fjölda á sundstöðum og í líkamsræktarstöðvum falla úr gildi,“ sagði Svandís. Vill bíða með að lengja opnunartíma skemmistaða eins lengi og hægt er Loka þarf hins vegar áfram skemmti- og veitingastöðum klukkan ellefu á kvöldin líkt og nú er. Sóttvarnalæknir segir að að minnsta kosti tvær eða þrjár vikur muni líða þar til næstu skref í afléttingu á samkomubanninu verði kynnt. Óvíst er hvort að opnunartími skemmti- og vínveitingastaða verði rýmkaður þá. Þórólfur segir reynslu annarra þjóða sýna það að djammið getur aukið líkur á hópsýkingum.Vísir/Sigurjón „Ég myndi reyna að bíða með það eins lengi og hægt er því ég held, og hef sagt það áður, að ég held að þetta sé alvarlegasta og stærsta smitleiðin, smithættan, að hafa fólk á djamminu saman niðri í bæ í þröngum stöðum. Ég held a það sé mikil áhætta og við höfum reynslu af því og upplýsingar um það erlendis frá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á fundinum ítrekaði Alma Möller landlæknir mikilvægi þess að fólk sæki smitrakningarforritið í símana sína sérstaklega núna þegar ferðamenn byrja að koma aftur til landsins. Fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur Starfsfólk Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu mun sjá um sýnatökuna á Keflavíkurflugvelli. „Mér skilst að fyrsta flugvélin lendi alveg um miðnætti þannig að fyrstu klukkutímarnir verða næturvinna,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fáa farþega væntanlega til landsins í byrjun næstu viku. „Þetta eru ekkert gríðarlega margir. Það eru í einhverjum flugvélunum eru þrjátíu bókaðir og í öðrum flugvélum eru í kringum hundrað bókaðir. Þannig að fyrsti dagurinn er ekkert sérstaklega erilsamur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Næturlíf Tengdar fréttir Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52 Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 11:17 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Fimm hundruð manns mega koma saman frá og með næsta mánudegi þegar samkomubanni verður aflétt frekar. Skemmti- og vínveitingastöðum verður áfram lokað klukkan ellefu en óvíst er hvenær því verður breytt. Fimm dagar eru þar til að nýjar reglur um sýnatöku á landamærum vegna kórónuveirunnar taka gildi. Boðað var til upplýsingafundar í dag þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fór yfir málið. Ráðherrann greindi frá því á fundinum að á mánudaginn taki jafnframt breytingar á samkomubanninu gildi en þá mega fleiri koma saman en nú. „15. júní ganga líka í gildi nýjar reglur sem lúta að takmörkunum á samkomum þegar hámarksfjöldi á samkomum fer úr tvö hundruð manns í fimm hundruð og takmarkanir varðandi fjölda á sundstöðum og í líkamsræktarstöðvum falla úr gildi,“ sagði Svandís. Vill bíða með að lengja opnunartíma skemmistaða eins lengi og hægt er Loka þarf hins vegar áfram skemmti- og veitingastöðum klukkan ellefu á kvöldin líkt og nú er. Sóttvarnalæknir segir að að minnsta kosti tvær eða þrjár vikur muni líða þar til næstu skref í afléttingu á samkomubanninu verði kynnt. Óvíst er hvort að opnunartími skemmti- og vínveitingastaða verði rýmkaður þá. Þórólfur segir reynslu annarra þjóða sýna það að djammið getur aukið líkur á hópsýkingum.Vísir/Sigurjón „Ég myndi reyna að bíða með það eins lengi og hægt er því ég held, og hef sagt það áður, að ég held að þetta sé alvarlegasta og stærsta smitleiðin, smithættan, að hafa fólk á djamminu saman niðri í bæ í þröngum stöðum. Ég held a það sé mikil áhætta og við höfum reynslu af því og upplýsingar um það erlendis frá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á fundinum ítrekaði Alma Möller landlæknir mikilvægi þess að fólk sæki smitrakningarforritið í símana sína sérstaklega núna þegar ferðamenn byrja að koma aftur til landsins. Fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur Starfsfólk Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu mun sjá um sýnatökuna á Keflavíkurflugvelli. „Mér skilst að fyrsta flugvélin lendi alveg um miðnætti þannig að fyrstu klukkutímarnir verða næturvinna,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fáa farþega væntanlega til landsins í byrjun næstu viku. „Þetta eru ekkert gríðarlega margir. Það eru í einhverjum flugvélunum eru þrjátíu bókaðir og í öðrum flugvélum eru í kringum hundrað bókaðir. Þannig að fyrsti dagurinn er ekkert sérstaklega erilsamur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Næturlíf Tengdar fréttir Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52 Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 11:17 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52
Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. 13. maí 2020 11:17