Hafa skal það sem sannara reynist Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. júní 2020 17:19 Í Kastljósi 27. maí ræddi Einar Þorsteinsson við Kára Stefánsson í IE um kostnað við Covid-19 skimanir. Kom fyrst fram hjá Kára, að almennt væri þessi kostnaður 3.000-4.000 krónur á skimun, og, þegar farið var út í skimun ferðamanna frá miðjum júní, gaf hann upp töluna 1,7 milljón fyrir 500 ferðamenn, sem jafngildir 3.400 krónum á mann. Í þessu sambandi nefndi Kári svo, að kostnaður IE við Covid-19 skimanir hefði síðustu 2 mánuði verið 3 milljarðar, „sem við færðum inn í þetta samfélag“, eins og hann orðaði það. Með tilliti til þess, að IE hafði skimað milli 30.000 og 40.000 manns, þýddi þetta 3ja milljarða tal skimunarkostnað upp á 75.000 til 100.000 krónur á mann. Fyrir menn, sem fjalla nokkuð um tölur, og vilja gjarnan sjá samræmi og skynsemi í samhengi þeirra og stærð, komu þessar seinni tölur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Hvaða glóra var nú í þessu? Ég lagði dæmið fyrir Kára, bað um skýringar, en hann leiddi þetta hjá sér. Þar sem málið varðaði almenning, ákvað ég að velta því upp hér sl. fimmtudag með grein, sem bar yfirskriftina „Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi!?“. Kári tók nú við sér og birti þess skýringu, fyrst á Facebook og síðan hér á Vísi, sem athugasemd við mín skrif: „Oft hafa mér orðið á reiknivillur en ekki í þetta skiptið vegna þess að dæmið er einfalt. Það kostar rúman milljarð að reka Íslenska erfðagreiningu í mánuð. Við skimuðum eftir veirunni í um það bil þrjá mánuði og lokuðum fyrir alla aðra starfsemi á meðan. Þar af leiðandi er kostnaður okkar af verkefninu þrír milljarðar þótt ekki nema partur af því hafi farið beint í að kosta skimunina. Stór hluti var kostnaður af fórn sem við urðum að færa til þess að geta skimað. Það hefði verið margfalt ódýrara að skima þann fjölda sem við gerðum ef við hefðum verið skimunar apparat en ekki erfðafræðifyrirtæki.“ Undirritaður hefur kynnt sér rekstrargjöld IE, og eru þau um 1 milljarður á mánuði. Hann telur því þessa skýringu Kára góða og gilda, og dáist þá um leið af ótrúlegu framlagi IE til íslenzks samfélags í þessu formi. Önnur hlið á þessu sama máli er sú, að þessar skimanir munu eflaust gagnast IE og/eða eiganda þeirra, Amgen í USA, við þeirra rannsóknar- og þróunarvinnu; kannske verða þær til þess, að þessir aðilar verði í fremstu röð um þróun Covid-19 meðals eða bóluefnis, sem gæti tryggt þeim mikla hagsmuni. Væri þá um það að ræða, sem erlendis er kallað „win-win situation“; verkefni, sem gefur tveimur eða fleiri þátttakendum báðum/öllum forskot eða ávinning. Væri það eðlileg og ekkert nema gott um það að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kastljósi 27. maí ræddi Einar Þorsteinsson við Kára Stefánsson í IE um kostnað við Covid-19 skimanir. Kom fyrst fram hjá Kára, að almennt væri þessi kostnaður 3.000-4.000 krónur á skimun, og, þegar farið var út í skimun ferðamanna frá miðjum júní, gaf hann upp töluna 1,7 milljón fyrir 500 ferðamenn, sem jafngildir 3.400 krónum á mann. Í þessu sambandi nefndi Kári svo, að kostnaður IE við Covid-19 skimanir hefði síðustu 2 mánuði verið 3 milljarðar, „sem við færðum inn í þetta samfélag“, eins og hann orðaði það. Með tilliti til þess, að IE hafði skimað milli 30.000 og 40.000 manns, þýddi þetta 3ja milljarða tal skimunarkostnað upp á 75.000 til 100.000 krónur á mann. Fyrir menn, sem fjalla nokkuð um tölur, og vilja gjarnan sjá samræmi og skynsemi í samhengi þeirra og stærð, komu þessar seinni tölur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Hvaða glóra var nú í þessu? Ég lagði dæmið fyrir Kára, bað um skýringar, en hann leiddi þetta hjá sér. Þar sem málið varðaði almenning, ákvað ég að velta því upp hér sl. fimmtudag með grein, sem bar yfirskriftina „Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi!?“. Kári tók nú við sér og birti þess skýringu, fyrst á Facebook og síðan hér á Vísi, sem athugasemd við mín skrif: „Oft hafa mér orðið á reiknivillur en ekki í þetta skiptið vegna þess að dæmið er einfalt. Það kostar rúman milljarð að reka Íslenska erfðagreiningu í mánuð. Við skimuðum eftir veirunni í um það bil þrjá mánuði og lokuðum fyrir alla aðra starfsemi á meðan. Þar af leiðandi er kostnaður okkar af verkefninu þrír milljarðar þótt ekki nema partur af því hafi farið beint í að kosta skimunina. Stór hluti var kostnaður af fórn sem við urðum að færa til þess að geta skimað. Það hefði verið margfalt ódýrara að skima þann fjölda sem við gerðum ef við hefðum verið skimunar apparat en ekki erfðafræðifyrirtæki.“ Undirritaður hefur kynnt sér rekstrargjöld IE, og eru þau um 1 milljarður á mánuði. Hann telur því þessa skýringu Kára góða og gilda, og dáist þá um leið af ótrúlegu framlagi IE til íslenzks samfélags í þessu formi. Önnur hlið á þessu sama máli er sú, að þessar skimanir munu eflaust gagnast IE og/eða eiganda þeirra, Amgen í USA, við þeirra rannsóknar- og þróunarvinnu; kannske verða þær til þess, að þessir aðilar verði í fremstu röð um þróun Covid-19 meðals eða bóluefnis, sem gæti tryggt þeim mikla hagsmuni. Væri þá um það að ræða, sem erlendis er kallað „win-win situation“; verkefni, sem gefur tveimur eða fleiri þátttakendum báðum/öllum forskot eða ávinning. Væri það eðlileg og ekkert nema gott um það að segja.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun