Þarf Fjallið að fara að hafa áhyggjur af forminu hjá Eddie Hall? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2020 08:30 Eddie Hall setti þessar tvær myndir inn á Instagam reikninginn sinn þar sem sést vel hvað hann hefur bætt sitt form á þessum tíma. Mynd/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall hafa sagt ýmislegt um hvorn annan í gegnum tíðina en þeir ætla að útkljá sín mál í hnefaleikahringnum. Þeir fengu því báðir það risaverkefni að breyta sér út kraftajötni í hnefaleikamann. Það er hins vegar annað en að segja það. Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson er kominn á fullt í hnefaleikaæfingarnar og honum hefur einmitt gengið vel í því að létta sig og koma sér í betra form. Hafþór lét vita af því á samfélagsmiðlum á dögunum að hann væri þegar búinn að missa heil átján kíló. Eddie Hall átti hins vegar svar við þeirri tilkynningu Hafþórs og það er greinilegt á nýjum myndum af Eddie Hall að hann tekur undirbúninginn sinn mjög alvarlega. ?? 2017: 196kg?? 2020: 163kgHall is looking RIPPED ahead of his fight against The Mountain! ????https://t.co/br6DaJ2DcO— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 11, 2020 Eddie Hall birti nýja mynd af sér á Instagram og þar lítur kappinn frábærlega út. Hann er búinn að taka af sér 33 kíló síðan að hann var þyngstur fyrir þremur árum. Það má greina kviðvöðvana þar sem áður var hrein og klár bumba en Eddie Hall lét vita af því á dögunum að hann hefði tekið hundrað magaæfingar á dag í 30 daga. Með því hefur Bretinn farið úr því að vera 196 kíló árið 2017 í að vera orðinn 163 kíló í dag. Hafþór Júlíus er stærri og nú mun þyngri. Hann er búinn að létta sig um næstum því tuttugu kíló en er enn samt 188 kíló að þyngd. Hafþór Júlíus Björnsson sendi Eddie Hall tóninn eftir að hann tók heimsmetið í réttstöðulyftu af Hall. „Ég sló metið þitt og nú ætla ég að slá þig niður í hringnum,“ sagði Hafþór strax eftir að hann bætti heimsmetið. „Ég vona að þú sért ánægður því ég er ánægður. Ég græði fullt af pening og fær líka að stíga inn í hringinn með þér og gera allt hlutina upp sem er algjörlega frábært,“ sagði Eddie Hall. Hnefaleikabardagi Hafþórs Júlíusar Björnssonar og Eddie Hall fer fam í Las Vegas í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Það verður örugglega fylgst vel með þessum tveimur þangað til því mikið verk er enn fyrir höndum og þá sérstaklega hjá Fjallinu. Box Kraftlyftingar Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall hafa sagt ýmislegt um hvorn annan í gegnum tíðina en þeir ætla að útkljá sín mál í hnefaleikahringnum. Þeir fengu því báðir það risaverkefni að breyta sér út kraftajötni í hnefaleikamann. Það er hins vegar annað en að segja það. Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson er kominn á fullt í hnefaleikaæfingarnar og honum hefur einmitt gengið vel í því að létta sig og koma sér í betra form. Hafþór lét vita af því á samfélagsmiðlum á dögunum að hann væri þegar búinn að missa heil átján kíló. Eddie Hall átti hins vegar svar við þeirri tilkynningu Hafþórs og það er greinilegt á nýjum myndum af Eddie Hall að hann tekur undirbúninginn sinn mjög alvarlega. ?? 2017: 196kg?? 2020: 163kgHall is looking RIPPED ahead of his fight against The Mountain! ????https://t.co/br6DaJ2DcO— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 11, 2020 Eddie Hall birti nýja mynd af sér á Instagram og þar lítur kappinn frábærlega út. Hann er búinn að taka af sér 33 kíló síðan að hann var þyngstur fyrir þremur árum. Það má greina kviðvöðvana þar sem áður var hrein og klár bumba en Eddie Hall lét vita af því á dögunum að hann hefði tekið hundrað magaæfingar á dag í 30 daga. Með því hefur Bretinn farið úr því að vera 196 kíló árið 2017 í að vera orðinn 163 kíló í dag. Hafþór Júlíus er stærri og nú mun þyngri. Hann er búinn að létta sig um næstum því tuttugu kíló en er enn samt 188 kíló að þyngd. Hafþór Júlíus Björnsson sendi Eddie Hall tóninn eftir að hann tók heimsmetið í réttstöðulyftu af Hall. „Ég sló metið þitt og nú ætla ég að slá þig niður í hringnum,“ sagði Hafþór strax eftir að hann bætti heimsmetið. „Ég vona að þú sért ánægður því ég er ánægður. Ég græði fullt af pening og fær líka að stíga inn í hringinn með þér og gera allt hlutina upp sem er algjörlega frábært,“ sagði Eddie Hall. Hnefaleikabardagi Hafþórs Júlíusar Björnssonar og Eddie Hall fer fam í Las Vegas í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Það verður örugglega fylgst vel með þessum tveimur þangað til því mikið verk er enn fyrir höndum og þá sérstaklega hjá Fjallinu.
Box Kraftlyftingar Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira