Stuðningsmenn Guðna gætu reynst værukærari og munurinn minnkað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. júní 2020 13:28 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands eiga inni mjög öruggan sigur í komandi kosningum. samsett mynd Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim. Sjónvarpskappræður Guðna Th. Jóhannessonar forseta og frambjóðandans Guðmundar Franklíns Jónssonar fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi. Gafst þeim meðal annars kostur á að spyrja hvorn annan tveggja spurninga og kom til nokkuð harðra orðaskipta. Samkvæmt nýrri könnun sem kynnt var í þættinum ynni Guðni öruggan sigur ef gengið yrði til kosninga í dag. Fengi hann 92,4 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín 7,6 prósent. Guðmundur Franklín Jónsson sækir fylgi sitt helst til eldra fólks, kjósenda Miðflokksins og karla fremur en kvenna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir muninn svo mikinn að niðurstaða kosninga liggi nokkuð ljós fyrir. Fylgið gæti breyst að einhverju leyti. „Kjósendur Guðna gætu vegna þessa gríðarlega munar og yfirburðarstöðu í könnunum reynst værukærari og talið sig eiga síður erindi á kjörstað en staðfastir kjósendur Guðmundar, þrátt fyrir að þeir séu miklu færri. Niðurstaðan gæti því á endanum verið sú að munurinn verði eitthvað minni," segir Eiríkur. Guðmundur nefndi þriðja orkupakkann þegar hann talaði um beitingu synjunarvalds forseta.Vísir/Sigurjón Kosningaþátttaka gæti þannig orðið dræmari en í síðustu kosningum. „Hins vegar eru íslenskir kjósendur þannig að þeir taka hlutverk sitt alvarlega og kjörsókn er töluvert há í samanburði við nágrannalöndin. Maður sér kjörsóknina því ekki hríðfalla þó hún gæti orðið eitthvað dræmari en til að mynda síðast þegar spenna var í kjörinu," segir Eiríkur. Kosningarnar nú séu hefðbundnar miðað við aðrar sambærilegar; þar sem nokkuð óumdeildur sitjandi forseti tekur þátt og virðist eiga sigurinn vísan. „Það sem er kannski sérstakt núna er að þessi áskorun sem kemur fram tengist þessari tegund stjórnmála sem við höfum verið að sjá rísa upp í löndunum í kringum okkur og er stundum kölluð þjóðernispopúlismi," segir Eiríkur. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 22:15 „Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim. Sjónvarpskappræður Guðna Th. Jóhannessonar forseta og frambjóðandans Guðmundar Franklíns Jónssonar fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi. Gafst þeim meðal annars kostur á að spyrja hvorn annan tveggja spurninga og kom til nokkuð harðra orðaskipta. Samkvæmt nýrri könnun sem kynnt var í þættinum ynni Guðni öruggan sigur ef gengið yrði til kosninga í dag. Fengi hann 92,4 prósent atkvæða en Guðmundur Franklín 7,6 prósent. Guðmundur Franklín Jónsson sækir fylgi sitt helst til eldra fólks, kjósenda Miðflokksins og karla fremur en kvenna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir muninn svo mikinn að niðurstaða kosninga liggi nokkuð ljós fyrir. Fylgið gæti breyst að einhverju leyti. „Kjósendur Guðna gætu vegna þessa gríðarlega munar og yfirburðarstöðu í könnunum reynst værukærari og talið sig eiga síður erindi á kjörstað en staðfastir kjósendur Guðmundar, þrátt fyrir að þeir séu miklu færri. Niðurstaðan gæti því á endanum verið sú að munurinn verði eitthvað minni," segir Eiríkur. Guðmundur nefndi þriðja orkupakkann þegar hann talaði um beitingu synjunarvalds forseta.Vísir/Sigurjón Kosningaþátttaka gæti þannig orðið dræmari en í síðustu kosningum. „Hins vegar eru íslenskir kjósendur þannig að þeir taka hlutverk sitt alvarlega og kjörsókn er töluvert há í samanburði við nágrannalöndin. Maður sér kjörsóknina því ekki hríðfalla þó hún gæti orðið eitthvað dræmari en til að mynda síðast þegar spenna var í kjörinu," segir Eiríkur. Kosningarnar nú séu hefðbundnar miðað við aðrar sambærilegar; þar sem nokkuð óumdeildur sitjandi forseti tekur þátt og virðist eiga sigurinn vísan. „Það sem er kannski sérstakt núna er að þessi áskorun sem kemur fram tengist þessari tegund stjórnmála sem við höfum verið að sjá rísa upp í löndunum í kringum okkur og er stundum kölluð þjóðernispopúlismi," segir Eiríkur.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 22:15 „Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
„Þetta var í senn skemmtilegt og sorglegt” Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 22:15
„Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“ „Ert þú stoltur af því að vera Íslendingur? Nú kallar þú þjóð þína meðal annars þrasgjarna, fávísan lýð og rasista. Fyrir það að berjast í þorskastríðunum. Eins veltirðu fyrir þér hvort hún eigi almennt að vera sjálfstæð í útvarpsviðtali í Speglinum í kring um IceSave,“ spurði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands að í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld. 11. júní 2020 21:58