Afmælisgjöf hjúkrunarfræðingsins Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 13. júní 2020 11:00 Þau eru margvísleg tímamótin um þessar mundir sem tengjast hjúkrunarfræðingum, sum gleðileg, önnur ekki. Í dag klukkan 18:50 eru slétt fimm ár frá því að þáverandi ríkisstjórn ákvað að setja lög á verkfall hjúkrunarfræðinga, sem rétt eins og nú, voru að berjast fyrir mannsæmandi kjörum. Þá voru 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt. Ekki var hún falleg sú afmælisgjöf. Fimm árum síðar hefur ekkert breyst hjá hjúkrunarfræðingum sem enn berjast fyrir því að fá sanngjörn laun fyrir sína vinnu, sitja fund eftir fund með samninganefnd ríkisins og í fjölmiðlum hljómar sami söngur og þá frá sumum; hvort ekki þurfi bara að setja lög á hjúkrunarfræðinga. Gleymd er gríðarlega vinna hjúkrunarfræðinga í Covid-19 faraldrinum og þess í stað talað fjálglega um að ófaglærðir geti nú alveg sinnt sýnatöku þeirra fáu ferðamanna sem hingað koma. Hamrað er á því að ekki sé hægt að borga hjúkrunarfræðingum mannsæmandi laun vegna Lífskjarasamninga, á sama tíma og almenningur horfir upp á þingmenn, ráðherra og æðstu embættismenn þjóðarinnar þiggja tugprósenta launahækkanir. Og já, því er sífellt kastað út í umræðuna að hjúkrunarfræðingar geti alveg hækkað launin sín með því að vinna meiri aukavinnu. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar bara að vinna líka á kvöldin til að fá mannsæmandi laun þegar flestir aðrir sameinast við matarborðið með fjölskyldum sínum. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar að vinna um helgar til að eiga fyrir útgjöldum heimilisins þegar aðrar fjölskyldur fara út á land til að nýta ferðagjöf stjórnvalda. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar að vinna á hátíðisdögum til að ná öðrum háskólamenntuðum starfsstéttum í launum í stað þess að samfagna með ættingjum og vinum. Þess er svo minnst í ár að 200 ár eru frá fæðingu Florence Nightingale og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir heims til að fylkja sér um hjúkrunarfræðinga og minnast mikilvægi starfa þeirra. Hvaða afmælisgjöf ætli hjúkrunarfræðingar fái þá í ár? Mannsæmandi laun eða sömu afmælisgjöf og fyrir fimm árum? Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Landspítalinn Verkföll 2020 Guðbjörg Pálsdóttir Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Þau eru margvísleg tímamótin um þessar mundir sem tengjast hjúkrunarfræðingum, sum gleðileg, önnur ekki. Í dag klukkan 18:50 eru slétt fimm ár frá því að þáverandi ríkisstjórn ákvað að setja lög á verkfall hjúkrunarfræðinga, sem rétt eins og nú, voru að berjast fyrir mannsæmandi kjörum. Þá voru 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt. Ekki var hún falleg sú afmælisgjöf. Fimm árum síðar hefur ekkert breyst hjá hjúkrunarfræðingum sem enn berjast fyrir því að fá sanngjörn laun fyrir sína vinnu, sitja fund eftir fund með samninganefnd ríkisins og í fjölmiðlum hljómar sami söngur og þá frá sumum; hvort ekki þurfi bara að setja lög á hjúkrunarfræðinga. Gleymd er gríðarlega vinna hjúkrunarfræðinga í Covid-19 faraldrinum og þess í stað talað fjálglega um að ófaglærðir geti nú alveg sinnt sýnatöku þeirra fáu ferðamanna sem hingað koma. Hamrað er á því að ekki sé hægt að borga hjúkrunarfræðingum mannsæmandi laun vegna Lífskjarasamninga, á sama tíma og almenningur horfir upp á þingmenn, ráðherra og æðstu embættismenn þjóðarinnar þiggja tugprósenta launahækkanir. Og já, því er sífellt kastað út í umræðuna að hjúkrunarfræðingar geti alveg hækkað launin sín með því að vinna meiri aukavinnu. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar bara að vinna líka á kvöldin til að fá mannsæmandi laun þegar flestir aðrir sameinast við matarborðið með fjölskyldum sínum. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar að vinna um helgar til að eiga fyrir útgjöldum heimilisins þegar aðrar fjölskyldur fara út á land til að nýta ferðagjöf stjórnvalda. Auðvitað eiga hjúkrunarfræðingar að vinna á hátíðisdögum til að ná öðrum háskólamenntuðum starfsstéttum í launum í stað þess að samfagna með ættingjum og vinum. Þess er svo minnst í ár að 200 ár eru frá fæðingu Florence Nightingale og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir heims til að fylkja sér um hjúkrunarfræðinga og minnast mikilvægi starfa þeirra. Hvaða afmælisgjöf ætli hjúkrunarfræðingar fái þá í ár? Mannsæmandi laun eða sömu afmælisgjöf og fyrir fimm árum? Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar