Lögregla og mótmælendur tókust á í London Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2020 19:00 Mótmælandi sem mótmælti mótmælum Black Lives Matter hreyfingarinnar er hér í átökum við lögreglu. Jonathan Brady/AP Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í bresku höfuðborginni London í dag. Mótmælendurnir sem um ræðir söfnuðust saman í miðborginni, og sögðust vera að vernda styttur á svæðinu frá and-rasískum aðgerðasinnum. Upp á síðkastið hefur borið á því að styttur af umdeildum mönnum hafi verið felldar og skemmdar. Sem dæmi má nefna að mótmælendur í Bristol í Englandi tóku styttu af þrælasalanum Edward Colston og hentu í höfn borgarinnar. Í myndbandi sem breska ríkisútvarpið BBC birtir af mótmælunum sést þar sem mótmælendur veitast ítrekað að lögreglu og kasta flöskum í átt að lögreglumönnum. Segja öfgahópa hafa komið til London sérstaklega til að mótmæla Samkvæmt BBC hafa ýmsir hópar flykkst víða að til London, í þeim meinta tilgangi að vernda þær styttur sem þar er að finna, og koma í veg fyrir að þær verði teknar niður. Þar á meðal eru hópar á hægri jaðar stjórnmálanna. Greint er frá því að hundruð mótmælenda, aðallega hvítir karlmenn, hafi safnast saman í kringum Cenotaph-minnismerkið um síðari heimsstyrjöldina og styttu af Winston Churchill á Parliament-torgi. Þá eru margir mótmælendanna sagðir hafa lyft upp höndum sínum og kyrjað „England,“ líkt og þeir væru staddir á íþróttakappleik. Reyndu að mæta and-rasískum mótmælendum Lögregla reyndi eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að umræddir mótmælendur kæmust í Hyde-garðinn í London, en þar fóru fram friðsamleg mótmæli gegn kynþáttafordómum. Black Lives Matter-hreyfingin hafði fyrir fram brýnt fyrir fólki að mótmæla ekki nú um helgina, þar sem hætta væri á að til átaka við öfgahægrihópa kæmi. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur fordæmt ofbeldið sem átti sér stað í dag og lýst því sem „óásættanlegri glæpamennsku.“ „Allir sem beita ofbeldi eða fremja skemmdarverk mega eiga von á því að lögin taki á þeim af fullum þunga. Ofbeldi í garð lögreglumannanna okkar verður ekki liðið,“ skrifaði hún og bætti við tilmælum um að fólk héldi sig heima til þess að draga úr áhættu á útbreiðslu kórónuveirunnar. Throughly unacceptable thuggery.Any perpetrators of violence or vandalism should expect to face the full force of the law. Violence towards our police officers will not be tolerated.Coronavirus remains a threat to us all. Go home to stop the spread of this virus & save lives. https://t.co/HsOx9cgrqD— Priti Patel (@pritipatel) June 13, 2020 Bretland Black Lives Matter England Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í bresku höfuðborginni London í dag. Mótmælendurnir sem um ræðir söfnuðust saman í miðborginni, og sögðust vera að vernda styttur á svæðinu frá and-rasískum aðgerðasinnum. Upp á síðkastið hefur borið á því að styttur af umdeildum mönnum hafi verið felldar og skemmdar. Sem dæmi má nefna að mótmælendur í Bristol í Englandi tóku styttu af þrælasalanum Edward Colston og hentu í höfn borgarinnar. Í myndbandi sem breska ríkisútvarpið BBC birtir af mótmælunum sést þar sem mótmælendur veitast ítrekað að lögreglu og kasta flöskum í átt að lögreglumönnum. Segja öfgahópa hafa komið til London sérstaklega til að mótmæla Samkvæmt BBC hafa ýmsir hópar flykkst víða að til London, í þeim meinta tilgangi að vernda þær styttur sem þar er að finna, og koma í veg fyrir að þær verði teknar niður. Þar á meðal eru hópar á hægri jaðar stjórnmálanna. Greint er frá því að hundruð mótmælenda, aðallega hvítir karlmenn, hafi safnast saman í kringum Cenotaph-minnismerkið um síðari heimsstyrjöldina og styttu af Winston Churchill á Parliament-torgi. Þá eru margir mótmælendanna sagðir hafa lyft upp höndum sínum og kyrjað „England,“ líkt og þeir væru staddir á íþróttakappleik. Reyndu að mæta and-rasískum mótmælendum Lögregla reyndi eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að umræddir mótmælendur kæmust í Hyde-garðinn í London, en þar fóru fram friðsamleg mótmæli gegn kynþáttafordómum. Black Lives Matter-hreyfingin hafði fyrir fram brýnt fyrir fólki að mótmæla ekki nú um helgina, þar sem hætta væri á að til átaka við öfgahægrihópa kæmi. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur fordæmt ofbeldið sem átti sér stað í dag og lýst því sem „óásættanlegri glæpamennsku.“ „Allir sem beita ofbeldi eða fremja skemmdarverk mega eiga von á því að lögin taki á þeim af fullum þunga. Ofbeldi í garð lögreglumannanna okkar verður ekki liðið,“ skrifaði hún og bætti við tilmælum um að fólk héldi sig heima til þess að draga úr áhættu á útbreiðslu kórónuveirunnar. Throughly unacceptable thuggery.Any perpetrators of violence or vandalism should expect to face the full force of the law. Violence towards our police officers will not be tolerated.Coronavirus remains a threat to us all. Go home to stop the spread of this virus & save lives. https://t.co/HsOx9cgrqD— Priti Patel (@pritipatel) June 13, 2020
Bretland Black Lives Matter England Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira