Þakkar Íslendingum fyrir að kaupa svona mikið af blómum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2020 13:03 Feðgarnir Sveinn Sæland og Axel Sæland sem reka garðyrkjustöðina Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Sala á afskornum íslenskum blómum hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil eftir að kórónuveiran kom upp og kom blómabændum skemmtilega á óvart. Rauðar rósir eru alltaf vinsælastar. Þó að kórónuveiran hafi gert mörgum erfitt fyrir og orðið til þess að fyrirtæki hafi farið í þrot og margir misst vinnuna þá eru líka til jákvæðir hlutir, sem rekja má til veirunnar. Gott dæmi um það er sala á blómum frá íslenskum blómabændum, sem hefur rokið upp eftir að veikin kom fram. Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er með stærri blómagarðyrkjustöðum landsins þar sem Axel Sæland er einn eigandi stöðvarinnar. Hann er hæstánægður með það hvað Íslendingar eru duglegir að kaupa afskorin blóm. „Það er bara mikil sala og mikil neysla. Útskriftir urðu úr skólum, það hélt sér en við stílum mikið inn á útskriftir á hverju ári, fermingar og útskriftir. Fermingarnar duttu reyndar út. Allir Íslendingarnir sem voru erlendis komu heim, þeir voru greinilega duglegir að kaupa blóm, ásamt þeim sem voru hér fyrir. Covid-19 hefur komið vel fyrir okkur, þetta hefur verið mjög skemmtilegur vinkill á þetta ástand. Við urðum náttúrlega mjög smeyk eins og allir aðrir í byrjun og gerðum ýmsar ráðstafanir til að minnka samdráttinn sem við bjuggumst við en svo varð svo sannlega engin samdráttur og mikið meiri sala en við áttum von á,“ segir Axel. Rauðar rósir eru lang vinsælustu afkornu blómin á Íslandi en það er mikið ræktað af þeim á Espiflöt.Magnús Hlynur En hverju þakkar Axel þessari miklu sölu á blómum? „Íbúum landsins, þeir nota blóm, bæði til að gleðja sjálfan sig og aðra í þessu ástandi og það er í rauninni bara íbúunum að þakka.“ Á Espiflöt eru eingöngu ræktuð afskorin blóm í blandaðri ræktun og sérhæfir fyrirtækið sig í tilbúnum blómvöndum sem er hægt að grípa með sér í blómabúðum eða stórverslunum. En af hverju ættum við að gefa hvort öðru blóm? „Það er bara gott tilefni, þau gleðja og þau lífga upp á litabrigði á heimilinu og yfirleitt er góður hugur á bakvið blómin þegar þau eru gefin,“ segir Axel og bætir við að rósir, ekki síst rauðar rósir, séu alltaf lang vinsælustu blómin, sem fólk kaupir. Garðyrkja Bláskógabyggð Neytendur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Sjá meira
Sala á afskornum íslenskum blómum hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil eftir að kórónuveiran kom upp og kom blómabændum skemmtilega á óvart. Rauðar rósir eru alltaf vinsælastar. Þó að kórónuveiran hafi gert mörgum erfitt fyrir og orðið til þess að fyrirtæki hafi farið í þrot og margir misst vinnuna þá eru líka til jákvæðir hlutir, sem rekja má til veirunnar. Gott dæmi um það er sala á blómum frá íslenskum blómabændum, sem hefur rokið upp eftir að veikin kom fram. Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er með stærri blómagarðyrkjustöðum landsins þar sem Axel Sæland er einn eigandi stöðvarinnar. Hann er hæstánægður með það hvað Íslendingar eru duglegir að kaupa afskorin blóm. „Það er bara mikil sala og mikil neysla. Útskriftir urðu úr skólum, það hélt sér en við stílum mikið inn á útskriftir á hverju ári, fermingar og útskriftir. Fermingarnar duttu reyndar út. Allir Íslendingarnir sem voru erlendis komu heim, þeir voru greinilega duglegir að kaupa blóm, ásamt þeim sem voru hér fyrir. Covid-19 hefur komið vel fyrir okkur, þetta hefur verið mjög skemmtilegur vinkill á þetta ástand. Við urðum náttúrlega mjög smeyk eins og allir aðrir í byrjun og gerðum ýmsar ráðstafanir til að minnka samdráttinn sem við bjuggumst við en svo varð svo sannlega engin samdráttur og mikið meiri sala en við áttum von á,“ segir Axel. Rauðar rósir eru lang vinsælustu afkornu blómin á Íslandi en það er mikið ræktað af þeim á Espiflöt.Magnús Hlynur En hverju þakkar Axel þessari miklu sölu á blómum? „Íbúum landsins, þeir nota blóm, bæði til að gleðja sjálfan sig og aðra í þessu ástandi og það er í rauninni bara íbúunum að þakka.“ Á Espiflöt eru eingöngu ræktuð afskorin blóm í blandaðri ræktun og sérhæfir fyrirtækið sig í tilbúnum blómvöndum sem er hægt að grípa með sér í blómabúðum eða stórverslunum. En af hverju ættum við að gefa hvort öðru blóm? „Það er bara gott tilefni, þau gleðja og þau lífga upp á litabrigði á heimilinu og yfirleitt er góður hugur á bakvið blómin þegar þau eru gefin,“ segir Axel og bætir við að rósir, ekki síst rauðar rósir, séu alltaf lang vinsælustu blómin, sem fólk kaupir.
Garðyrkja Bláskógabyggð Neytendur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Sjá meira