Fengu neikvætt svar um skotvopnið níu dögum fyrir fréttamannafundinn Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2020 11:06 Rannsóknarhópurinn segir Stig Engström hafa verið banamaður Olof Palme. AP/Sænska lögreglan Sænski rannsóknarhópurinn sem rannsakaði morðið á forsætisráðherranum Olof Palme fékk neikvæða niðurstöðu um að hægt væri að tengja ákveðið skotvopn við morðið, níu dögum fyrir fréttamannafundinn þar sem sú niðurstaða rannsóknarinnar að Stig Engström hafi verið morðingi Palme var kynnt. Umrætt skotvopn var í eigu vinar Engström og var vopnið til rannsóknar hjá Réttartæknistofnun Svíþjóðar (NFC). Niðurstaðan var hins vegar sú að ekki hafi verið hægt að tengja vopnið við morðið - niðurstaðan 0 á skalanum -4 til +4. Athygli vakti á fréttamannafundinum í síðustu viku að rannsóknarhópurinn kynnti ekki nein ný gögn, heldur lýsti saksóknari þess í stað atburðarás sem benti til þess að Engström, sem gengið hefur undir nafninu Skandia-maðurinn, væri morðingi forsætisráðherrans. Ekki yrði lengra komist í rannsókninni eftir þessi 34 ár, og hún lögð niður. Engin ákæra yrði gefin út þar sem Engstöm hafi látist árið 2000. „Við vonuðumst til að þetta vopn myndi færa okkur nær lausn í málinu,“ segir saksóknarinn Krister Petersson við Aftonbladet. Lögregla hafði komist að því að Engstöm hafi verið náinn vinur vopnasafnara í Täby, norður af Stokkhólmi og að sá hafi átt Smith & Wesson með „rétta hlaupvídd“ sem framleidd var árið 1954. Skotvopnið var selt á uppboði árið 2013, eftir dauða vopnasafnarans, en lögreglu tókst síðar að hafa uppi á vopninu hjá manni sem hafði keypt það, manns í vesturhluta landsins með sérstakan áhuga á þessari gerð vopna. Petterson segir vopnið sem um ræðir enn vera áhugavert, en því hefur nú aftur verið komið í hendur kaupandans eftir að hafa verið í fórum lögreglu í tvö og hálft ár vegna rannsóknarinnar. Svíþjóð Morðið á Olof Palme Tengdar fréttir Tilfinningaþrunginn dagur fyrir Svía Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 19:00 Saksóknarar í Svíþjóð: „Skandia-maðurinn“ Stig Engström myrti Olof Palme Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint þann mann sem þeir segja hafa myrt forsætisráðherrann Olof Palme 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 08:59 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Sænski rannsóknarhópurinn sem rannsakaði morðið á forsætisráðherranum Olof Palme fékk neikvæða niðurstöðu um að hægt væri að tengja ákveðið skotvopn við morðið, níu dögum fyrir fréttamannafundinn þar sem sú niðurstaða rannsóknarinnar að Stig Engström hafi verið morðingi Palme var kynnt. Umrætt skotvopn var í eigu vinar Engström og var vopnið til rannsóknar hjá Réttartæknistofnun Svíþjóðar (NFC). Niðurstaðan var hins vegar sú að ekki hafi verið hægt að tengja vopnið við morðið - niðurstaðan 0 á skalanum -4 til +4. Athygli vakti á fréttamannafundinum í síðustu viku að rannsóknarhópurinn kynnti ekki nein ný gögn, heldur lýsti saksóknari þess í stað atburðarás sem benti til þess að Engström, sem gengið hefur undir nafninu Skandia-maðurinn, væri morðingi forsætisráðherrans. Ekki yrði lengra komist í rannsókninni eftir þessi 34 ár, og hún lögð niður. Engin ákæra yrði gefin út þar sem Engstöm hafi látist árið 2000. „Við vonuðumst til að þetta vopn myndi færa okkur nær lausn í málinu,“ segir saksóknarinn Krister Petersson við Aftonbladet. Lögregla hafði komist að því að Engstöm hafi verið náinn vinur vopnasafnara í Täby, norður af Stokkhólmi og að sá hafi átt Smith & Wesson með „rétta hlaupvídd“ sem framleidd var árið 1954. Skotvopnið var selt á uppboði árið 2013, eftir dauða vopnasafnarans, en lögreglu tókst síðar að hafa uppi á vopninu hjá manni sem hafði keypt það, manns í vesturhluta landsins með sérstakan áhuga á þessari gerð vopna. Petterson segir vopnið sem um ræðir enn vera áhugavert, en því hefur nú aftur verið komið í hendur kaupandans eftir að hafa verið í fórum lögreglu í tvö og hálft ár vegna rannsóknarinnar.
Svíþjóð Morðið á Olof Palme Tengdar fréttir Tilfinningaþrunginn dagur fyrir Svía Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 19:00 Saksóknarar í Svíþjóð: „Skandia-maðurinn“ Stig Engström myrti Olof Palme Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint þann mann sem þeir segja hafa myrt forsætisráðherrann Olof Palme 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 08:59 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Tilfinningaþrunginn dagur fyrir Svía Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 19:00
Saksóknarar í Svíþjóð: „Skandia-maðurinn“ Stig Engström myrti Olof Palme Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint þann mann sem þeir segja hafa myrt forsætisráðherrann Olof Palme 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 08:59