Vonast til að Rúmenarnir komi í október Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 12:30 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta bíður þess að leika í EM-umspilinu. VÍSIR/GETTY Vonir standa til að íslenska karlalandsliðið í fótbolta leiki gegn Rúmeníu í október í umspilinu um sæti á EM á næsta ári. Fjögur íslensk félagslið bíða í mikilli óvissu um forkeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar. Þessi mál ættu að skýrast í vikunni. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er meðal þeirra sem sitja fjarfund UEFA á morgun og á fimmtudag þar sem búist er við að lagðar verði línur um mikilvægar dagsetningar landsleikja og Evrópukeppna félagsliða. Kórónuveirufaraldurinn setti allt mótahald í fótboltanum úr skorðum og víða á enn eftir að ljúka leiktíðinni 2019-20. Óvíst er hvenær forkeppnir Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, sem vanalega hefjast snemma í júlí, verða leiknar. „Við verðum bara að doka við og sjá hvað kemur upp úr hattinum. Þetta fer að skýrast og þó fyrr hefði verið en það er auðvitað að mörgu að huga. Það verður reynt að koma öllu fyrir þannig að það verði sem minnst rask, sem þó er orðið og mun verða,“ sagði Guðni við Vísi. Ljóst er að miklar fjárhæðir eru í húfi fyrir KR, Víking R., Breiðablik og FH, sem eiga sæti í forkeppnum Evrópukeppnanna tveggja. Hugsanlegt er að forkeppnirnar verði styttar, og þá spurning hvort eða hvernig UEFA myndi bæta félögum fjárhagslegan skaða, en Guðni vill sem minnst tjá sig um þessi mál fyrr en að afloknum fundi. „Auðvitað vonum við og göngum út frá því að þessu verði stillt upp þannig að það hafi sem minnst áhrif, bæði á leikjafyrirkomulagið og tekjur félaganna og knattspyrnusambanda. Það er markmiðið.“ Búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri Íslenska karlalandsliðið á fyrir höndum umspil um sæti á EM, þar sem fyrri leikur liðsins er við Rúmeníu, en ekkert hefur verið gefið uppi um hvenær umspilið fari fram. Leikurinn við Rúmeníu átti upphaflega að fara fram í mars, svo í júní, og Guðni segir að nú standi vonir til að hann fari fram í október. Þetta myndi væntanlega þýða einhverjar breytingar á leikjadagskrá Þjóðadeildarinnar, en miðað við núverandi áætlun ætti Ísland að mæta Englandi í september og leika í Þjóðadeildinni í þremur gluggum, í september, október og nóvember. Ísland ætti ekki að þurfa að spila heimaleik í nóvember, hvorki í Þjóðadeildinni né í umspilinu: „Við erum alveg búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og það er verið að miða við að þetta verði meðal annars spilað eftir okkar hentugleika, þannig að það muni ekki stangast á við okkar aðstæður. Við sjáum fram á að niðurstaðan verði að við spilum við Rúmeníu í október ef að til kemur, þannig að veðurfarið og vallaraðstæður verði ekki hindrandi,“ sagði Guðni. Dagskrá A-landsliðs kvenna liggur nokkuð ljós fyrir, en liðið á að ljúka undankeppni EM með leikjum í haust og fram til 1. desember. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Evrópudeild UEFA UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Tengdar fréttir Fjarskafallegur Laugardalsvöllur stendur að öllum líkindum auður í allt sumar Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir Laugardalsvöll í góðu standi en engir viðburðir verða á vellinum næsta mánuðina. 1. maí 2020 23:00 Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram „Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. 21. mars 2020 09:00 Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Þeir leikir sem eiga eftir að fara fram í Meistaradeildinni munu fara fram í Lissabon í Portúgal. 16. júní 2020 09:05 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Vonir standa til að íslenska karlalandsliðið í fótbolta leiki gegn Rúmeníu í október í umspilinu um sæti á EM á næsta ári. Fjögur íslensk félagslið bíða í mikilli óvissu um forkeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar. Þessi mál ættu að skýrast í vikunni. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er meðal þeirra sem sitja fjarfund UEFA á morgun og á fimmtudag þar sem búist er við að lagðar verði línur um mikilvægar dagsetningar landsleikja og Evrópukeppna félagsliða. Kórónuveirufaraldurinn setti allt mótahald í fótboltanum úr skorðum og víða á enn eftir að ljúka leiktíðinni 2019-20. Óvíst er hvenær forkeppnir Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, sem vanalega hefjast snemma í júlí, verða leiknar. „Við verðum bara að doka við og sjá hvað kemur upp úr hattinum. Þetta fer að skýrast og þó fyrr hefði verið en það er auðvitað að mörgu að huga. Það verður reynt að koma öllu fyrir þannig að það verði sem minnst rask, sem þó er orðið og mun verða,“ sagði Guðni við Vísi. Ljóst er að miklar fjárhæðir eru í húfi fyrir KR, Víking R., Breiðablik og FH, sem eiga sæti í forkeppnum Evrópukeppnanna tveggja. Hugsanlegt er að forkeppnirnar verði styttar, og þá spurning hvort eða hvernig UEFA myndi bæta félögum fjárhagslegan skaða, en Guðni vill sem minnst tjá sig um þessi mál fyrr en að afloknum fundi. „Auðvitað vonum við og göngum út frá því að þessu verði stillt upp þannig að það hafi sem minnst áhrif, bæði á leikjafyrirkomulagið og tekjur félaganna og knattspyrnusambanda. Það er markmiðið.“ Búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri Íslenska karlalandsliðið á fyrir höndum umspil um sæti á EM, þar sem fyrri leikur liðsins er við Rúmeníu, en ekkert hefur verið gefið uppi um hvenær umspilið fari fram. Leikurinn við Rúmeníu átti upphaflega að fara fram í mars, svo í júní, og Guðni segir að nú standi vonir til að hann fari fram í október. Þetta myndi væntanlega þýða einhverjar breytingar á leikjadagskrá Þjóðadeildarinnar, en miðað við núverandi áætlun ætti Ísland að mæta Englandi í september og leika í Þjóðadeildinni í þremur gluggum, í september, október og nóvember. Ísland ætti ekki að þurfa að spila heimaleik í nóvember, hvorki í Þjóðadeildinni né í umspilinu: „Við erum alveg búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og það er verið að miða við að þetta verði meðal annars spilað eftir okkar hentugleika, þannig að það muni ekki stangast á við okkar aðstæður. Við sjáum fram á að niðurstaðan verði að við spilum við Rúmeníu í október ef að til kemur, þannig að veðurfarið og vallaraðstæður verði ekki hindrandi,“ sagði Guðni. Dagskrá A-landsliðs kvenna liggur nokkuð ljós fyrir, en liðið á að ljúka undankeppni EM með leikjum í haust og fram til 1. desember.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Evrópudeild UEFA UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Tengdar fréttir Fjarskafallegur Laugardalsvöllur stendur að öllum líkindum auður í allt sumar Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir Laugardalsvöll í góðu standi en engir viðburðir verða á vellinum næsta mánuðina. 1. maí 2020 23:00 Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram „Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. 21. mars 2020 09:00 Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Þeir leikir sem eiga eftir að fara fram í Meistaradeildinni munu fara fram í Lissabon í Portúgal. 16. júní 2020 09:05 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Fjarskafallegur Laugardalsvöllur stendur að öllum líkindum auður í allt sumar Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir Laugardalsvöll í góðu standi en engir viðburðir verða á vellinum næsta mánuðina. 1. maí 2020 23:00
Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram „Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. 21. mars 2020 09:00
Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Þeir leikir sem eiga eftir að fara fram í Meistaradeildinni munu fara fram í Lissabon í Portúgal. 16. júní 2020 09:05