Sara og Björgvin Karl kepptu á heimavelli en þeirra fólk mátti samt ekki hvetja þau áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 16. júní 2020 19:00 Björgvin Karl og Sara Sigmundsdóttir halda áfram að gera það gott í CrossFit. vísir/vilhelm Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir náðu frábærum árangri á sterku alþjóðlegu móti um helgina en þrátt fyrir að þau kepptu í sínum eigin æfingasal á Íslandi þá mátti enginn hvetja þau áfram. Ísland átti tvo á verðlaunapalli á mjög sterku CrossFit móti um helgina þegar Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggði sér bæði annað sætið á Rogue boðsmótinu en þau unnu sér inn yfir fimm milljónir hvor í verðlaunafé. Á mótið var boðið öflugasta CrossFit fólki heimsins og voru flest með. Rogue mótið var netmót að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldsins og hver og einn keppandi gerði allar æfingarnar heiman frá sér en var um leið í beinni útsendingu í gegnum netið. Sara keppti því í Simmagym í Keflavík en Björgvin Karl hjá Crossfit Hengill í Hveragerði. Stjórnendur og áhorfendur sáu því keppendur gera sínar æfingar en keppendurnir sjálfir vissu ekki hvernig gekk hjá hinum. „Ég ætlaði að fá góðan hóp til þess að koma og styðja og var tilbúin í gott pepp en svo mátti enginn tala eða vera tónlist eða neitt. Maður var bara einn með önduninni sinni. Þetta var krefjandi,“ sagði Sara og Björgvin Karl tók í sama streng. „Það var slatti af liði hjá mér. Æfingin byrjað og enginn mátti segja neitt og heldur ekki þegar æfingin var búin, það þurfti að bíða í einhverjar þrjár eða fimm mínútur. Allt í einu sagði dómarinn að það megi og þá klappa allir. Þetta var pínu skrýtin stemning.“ Sara segir að það hafi verið erfitt að gíra sig upp í tómarúminu. „Yfirleitt er tónlist með og þegar þú ert að keppa þá ertu að sjá alla og þú dettur í þinn gír. Þú ert kallaður fram tuttugu mínútum áður en þú byrjar og það er ákveðin rútína. Núna er þetta bara þú í þínu „gymmi“ og þetta er eins og æfing undir mikilli pressu. Svo er alveg hljótt og tíu sekúndur í þetta. Þá bara: Já, ég er að keppa gegn tuttugu bestu í heiminum eftir tíu sekúndur. Þetta er skrýtið,“ sagði Sara. Klippa: Sportpakkinn: CrossFit CrossFit Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir náðu frábærum árangri á sterku alþjóðlegu móti um helgina en þrátt fyrir að þau kepptu í sínum eigin æfingasal á Íslandi þá mátti enginn hvetja þau áfram. Ísland átti tvo á verðlaunapalli á mjög sterku CrossFit móti um helgina þegar Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggði sér bæði annað sætið á Rogue boðsmótinu en þau unnu sér inn yfir fimm milljónir hvor í verðlaunafé. Á mótið var boðið öflugasta CrossFit fólki heimsins og voru flest með. Rogue mótið var netmót að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldsins og hver og einn keppandi gerði allar æfingarnar heiman frá sér en var um leið í beinni útsendingu í gegnum netið. Sara keppti því í Simmagym í Keflavík en Björgvin Karl hjá Crossfit Hengill í Hveragerði. Stjórnendur og áhorfendur sáu því keppendur gera sínar æfingar en keppendurnir sjálfir vissu ekki hvernig gekk hjá hinum. „Ég ætlaði að fá góðan hóp til þess að koma og styðja og var tilbúin í gott pepp en svo mátti enginn tala eða vera tónlist eða neitt. Maður var bara einn með önduninni sinni. Þetta var krefjandi,“ sagði Sara og Björgvin Karl tók í sama streng. „Það var slatti af liði hjá mér. Æfingin byrjað og enginn mátti segja neitt og heldur ekki þegar æfingin var búin, það þurfti að bíða í einhverjar þrjár eða fimm mínútur. Allt í einu sagði dómarinn að það megi og þá klappa allir. Þetta var pínu skrýtin stemning.“ Sara segir að það hafi verið erfitt að gíra sig upp í tómarúminu. „Yfirleitt er tónlist með og þegar þú ert að keppa þá ertu að sjá alla og þú dettur í þinn gír. Þú ert kallaður fram tuttugu mínútum áður en þú byrjar og það er ákveðin rútína. Núna er þetta bara þú í þínu „gymmi“ og þetta er eins og æfing undir mikilli pressu. Svo er alveg hljótt og tíu sekúndur í þetta. Þá bara: Já, ég er að keppa gegn tuttugu bestu í heiminum eftir tíu sekúndur. Þetta er skrýtið,“ sagði Sara. Klippa: Sportpakkinn: CrossFit
CrossFit Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira