Geysir friðlýstur á þjóðhátíðardegi Íslendinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2020 14:13 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra við athöfnina í dag. Vísir/MHH Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsingu Geysis í Haukadal í dag, 17. júní. Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar. Til marks um það draga goshverir um heim allan heiti sitt af Geysi auk þess sem hverahrúður er iðulega kallað „geyserite“. Fjölmargir hverir og laugar eru á friðlýsta svæðinu - goshverir og leirhverir sem og leirugir vatnshverir. Eru goshverirnir Geysir og Strokkur þeirra þekktastir en meðal annarra hvera má nefna Blesa, Sóða, Litla Geysi, Litla Strokk, Vigdísarhver, Háahver, Sísjóðanda og Óþerrisholu. Á svæðinu er einnig hverahrúður á stóru samfelldu svæði. „Það er fátt meira viðeigandi en að friðlýsa Geysi og Geysissvæðið á þjóðhátíðardaginn sjálfan,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Geysir, Strokkur og svæðið í heild sinni er sennilega langþekktasta náttúruundur landsins og hefur gríðarlegt aðdráttarafl. Svæðið er líka órjúfanlegur hluti af ímynd Íslands sem lands náttúru, sögu og menningar. Þar sem Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði Jarðar tel ég friðlýsingu þess vera heimsviðburð og Íslendingar mega vera stoltir af því að taka þá ákvörðun að vernda svæðið fyrir núverandi og komandi kynslóðir, allsstaðar í heiminum.“ Með undirrituninni í dag er Geysir innan marka jarðarinnar Laugar friðlýstur sem náttúruvætti. Markmiðið er að stuðla að varðveislu sérstæðra jarðmyndana, hvera, örvera og sérstæðs gróðurs á hverasvæðinu sem er einstæður á lands- og heimsmælikvarða. Með friðlýsingunni er stuðlað að því að svæðið nýtist til útivistar og ferðaþjónustu til framtíðar og sé í stakk búið til að taka á móti þeim fjölda gesta sem sækja svæðið heim á ári hverju. Þá er einnig stuðlað að endurheimt náttúrufars á svæðinu sem raskað hefur verið og það fært til fyrra horfs eins og unnt er. Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 17. júní Bláskógabyggð Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsingu Geysis í Haukadal í dag, 17. júní. Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar. Til marks um það draga goshverir um heim allan heiti sitt af Geysi auk þess sem hverahrúður er iðulega kallað „geyserite“. Fjölmargir hverir og laugar eru á friðlýsta svæðinu - goshverir og leirhverir sem og leirugir vatnshverir. Eru goshverirnir Geysir og Strokkur þeirra þekktastir en meðal annarra hvera má nefna Blesa, Sóða, Litla Geysi, Litla Strokk, Vigdísarhver, Háahver, Sísjóðanda og Óþerrisholu. Á svæðinu er einnig hverahrúður á stóru samfelldu svæði. „Það er fátt meira viðeigandi en að friðlýsa Geysi og Geysissvæðið á þjóðhátíðardaginn sjálfan,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Geysir, Strokkur og svæðið í heild sinni er sennilega langþekktasta náttúruundur landsins og hefur gríðarlegt aðdráttarafl. Svæðið er líka órjúfanlegur hluti af ímynd Íslands sem lands náttúru, sögu og menningar. Þar sem Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði Jarðar tel ég friðlýsingu þess vera heimsviðburð og Íslendingar mega vera stoltir af því að taka þá ákvörðun að vernda svæðið fyrir núverandi og komandi kynslóðir, allsstaðar í heiminum.“ Með undirrituninni í dag er Geysir innan marka jarðarinnar Laugar friðlýstur sem náttúruvætti. Markmiðið er að stuðla að varðveislu sérstæðra jarðmyndana, hvera, örvera og sérstæðs gróðurs á hverasvæðinu sem er einstæður á lands- og heimsmælikvarða. Með friðlýsingunni er stuðlað að því að svæðið nýtist til útivistar og ferðaþjónustu til framtíðar og sé í stakk búið til að taka á móti þeim fjölda gesta sem sækja svæðið heim á ári hverju. Þá er einnig stuðlað að endurheimt náttúrufars á svæðinu sem raskað hefur verið og það fært til fyrra horfs eins og unnt er.
Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 17. júní Bláskógabyggð Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira