Hyggst ekki styðja Jón Þór til formennsku Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2020 07:46 Sjálfstæðismennirnir Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson og Þorsteinn Sæmundsson úr Miðflokknum. Allir eiga þeir sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki munu styðja Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, til formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. Þetta segir Brynjar í samtali við mbl.is. „Hugmyndir [Pírata] eru með þeim hætti að þau eru ekki réttu aðilarnir til að leiða þetta starf. Ég mun ekki styðja hann til formennsku,“ segir Brynjar. Píratar tilkynntu skrifstofu Alþingis á mánudaginn að Jón Þór muni taka við formennsku í nefndinni af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sagði Þórhildur Sunna Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. Þórhildur Sunna tilkynnti um afsögn sína sem formaður nefndarinnar á mánudaginn þar sem hún sakaði meirihluta nefndarinnar um að standa í vegi fyrir athugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra vegna Samherja og gagnrýndi forsætisráðherra fyrir að telja þá niðurstöðu að frumkvæðisathugun hafi verið sett á ís vera góða. „Verkfærin sem þeir nota til þess að réttlæta þennan gjörning er að draga sífellt mína persónu ofan í svaðið og nota það sem skjöld til þess að réttlæta þessar aðferðir sínar og því ætla ég ekki að taka þátt í lengur,“ sagði þingkonan. Brynjar segir í samtali við mbl að hann hafi ekki treyst Þórhildi Sunnu fyrir formennsku í nefndinni allt frá því að hún hafi verið kosin og að frá þeim tíma hafi vantraustið bara aukist. Ef hann hefði verið í sporum hennar hefði hann sömuleiðis sagt af sér þar sem hún nyti ekki trausts að minnsta kosti þriggja nefndarmanna. Því hafi það verið rökrétt skref að segja af sér. Þeir þingmenn sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokki, Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki, Kolbeinn Óttarsson Proppé Vinstri grænum, Guðmundur Andri Thorsson Samfylkingu, Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki, Jón Þór Ólafsson Pírötum og Andrés Ingi Jónsson sem er utan flokka. Alþingi Píratar Tengdar fréttir „Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma.“ 16. júní 2020 16:26 Telur Jón Þór vera formanninn sem „þessi meirihluti þarf á að halda“ Píratar hafa tilkynnt skrifstofu Alþingis að Jón Þór Ólafsson, þingmaður flokksins, muni taka við af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún segir Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. 15. júní 2020 18:52 Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki munu styðja Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, til formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. Þetta segir Brynjar í samtali við mbl.is. „Hugmyndir [Pírata] eru með þeim hætti að þau eru ekki réttu aðilarnir til að leiða þetta starf. Ég mun ekki styðja hann til formennsku,“ segir Brynjar. Píratar tilkynntu skrifstofu Alþingis á mánudaginn að Jón Þór muni taka við formennsku í nefndinni af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sagði Þórhildur Sunna Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. Þórhildur Sunna tilkynnti um afsögn sína sem formaður nefndarinnar á mánudaginn þar sem hún sakaði meirihluta nefndarinnar um að standa í vegi fyrir athugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra vegna Samherja og gagnrýndi forsætisráðherra fyrir að telja þá niðurstöðu að frumkvæðisathugun hafi verið sett á ís vera góða. „Verkfærin sem þeir nota til þess að réttlæta þennan gjörning er að draga sífellt mína persónu ofan í svaðið og nota það sem skjöld til þess að réttlæta þessar aðferðir sínar og því ætla ég ekki að taka þátt í lengur,“ sagði þingkonan. Brynjar segir í samtali við mbl að hann hafi ekki treyst Þórhildi Sunnu fyrir formennsku í nefndinni allt frá því að hún hafi verið kosin og að frá þeim tíma hafi vantraustið bara aukist. Ef hann hefði verið í sporum hennar hefði hann sömuleiðis sagt af sér þar sem hún nyti ekki trausts að minnsta kosti þriggja nefndarmanna. Því hafi það verið rökrétt skref að segja af sér. Þeir þingmenn sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokki, Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki, Kolbeinn Óttarsson Proppé Vinstri grænum, Guðmundur Andri Thorsson Samfylkingu, Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki, Jón Þór Ólafsson Pírötum og Andrés Ingi Jónsson sem er utan flokka.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir „Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma.“ 16. júní 2020 16:26 Telur Jón Þór vera formanninn sem „þessi meirihluti þarf á að halda“ Píratar hafa tilkynnt skrifstofu Alþingis að Jón Þór Ólafsson, þingmaður flokksins, muni taka við af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún segir Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. 15. júní 2020 18:52 Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
„Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma.“ 16. júní 2020 16:26
Telur Jón Þór vera formanninn sem „þessi meirihluti þarf á að halda“ Píratar hafa tilkynnt skrifstofu Alþingis að Jón Þór Ólafsson, þingmaður flokksins, muni taka við af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún segir Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. 15. júní 2020 18:52
Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19