Klukkan tifar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júní 2020 11:53 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Erla Björg Hlé var gert á sameiginlegum fundi samninganefnda á fjórða tímanum í gær en þá höfðu nefndirnar fundað saman frá því klukkan hálf tíu um morguninn. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 14 í dag. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir stöðuna mjög snúna. Viðræður strandi á launaliðnum. „Við komum saman klukkan 14. Klukkan tifar það er rétt og að öllu óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið. Við vitum öll að verkfall er algjört neyðarúrræði og eitthvað sem allir tapa á. En við beitum því ef það er það sem þurfi. Það er engin spurning,“ sagði Guðbjörg. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga í fyrramálið. Ert þú bjartsýn á að þetta takist fyrir dagslok? „Ég veit það ekki. Ef ég á að segja alveg eins og er. Við tökum daginn klukkutíma fyrir klukkutíma. Við erum vön því vinnuumhverfi, sinnandi sjúklingum þar sem ástandið er síbreytilegt. Við erum róleg yfir því og endurmetum stöðuna jafn óðum,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Undanþágunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins kemur saman seinnipart dags til að fara yfir undanþágubeiðnir. Beiðnir verða þó ekki afgreiddar fyrr en á morgun. Verði af verkfalli mun almenn símaráðgjöf og netspjall heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að öllum líkindum falla niður auk þess sem rask verði á ungbarnavernd, heilsuvernd aldraða og heimahjúkrun. Á Landspítalanum verður einnig röskun á starfssemi, símatímar hjúkrunarfræðinga falla niður og skipulagðri þjónustu frestað verði af verkfalli. „Það er mjög þungt. Það er mjög þungt hljóðið í hjúkrunarfræðingum og okkur finnst löngu kominn tími til að störf hjúkrunarfræðinga fái betri viðurkenningu í þessu þjóðfélagi en ríkið kannski ekki sammála okkur þar,“ sagði Guðbjörg. Verkföll 2020 Kjaramál Tengdar fréttir Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda nú sitt í hvoru lagi Hlé hefur verið gert á sameiginlegum fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samninganefndir vinna nú áfram sitt í hvoru lagi og halda sameiginlegar viðræður áfram á morgun þegar þeirri vinnu er lokið. 20. júní 2020 16:31 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. 20. júní 2020 12:03 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Sjá meira
Hlé var gert á sameiginlegum fundi samninganefnda á fjórða tímanum í gær en þá höfðu nefndirnar fundað saman frá því klukkan hálf tíu um morguninn. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 14 í dag. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir stöðuna mjög snúna. Viðræður strandi á launaliðnum. „Við komum saman klukkan 14. Klukkan tifar það er rétt og að öllu óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið. Við vitum öll að verkfall er algjört neyðarúrræði og eitthvað sem allir tapa á. En við beitum því ef það er það sem þurfi. Það er engin spurning,“ sagði Guðbjörg. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga í fyrramálið. Ert þú bjartsýn á að þetta takist fyrir dagslok? „Ég veit það ekki. Ef ég á að segja alveg eins og er. Við tökum daginn klukkutíma fyrir klukkutíma. Við erum vön því vinnuumhverfi, sinnandi sjúklingum þar sem ástandið er síbreytilegt. Við erum róleg yfir því og endurmetum stöðuna jafn óðum,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Undanþágunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins kemur saman seinnipart dags til að fara yfir undanþágubeiðnir. Beiðnir verða þó ekki afgreiddar fyrr en á morgun. Verði af verkfalli mun almenn símaráðgjöf og netspjall heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að öllum líkindum falla niður auk þess sem rask verði á ungbarnavernd, heilsuvernd aldraða og heimahjúkrun. Á Landspítalanum verður einnig röskun á starfssemi, símatímar hjúkrunarfræðinga falla niður og skipulagðri þjónustu frestað verði af verkfalli. „Það er mjög þungt. Það er mjög þungt hljóðið í hjúkrunarfræðingum og okkur finnst löngu kominn tími til að störf hjúkrunarfræðinga fái betri viðurkenningu í þessu þjóðfélagi en ríkið kannski ekki sammála okkur þar,“ sagði Guðbjörg.
Verkföll 2020 Kjaramál Tengdar fréttir Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda nú sitt í hvoru lagi Hlé hefur verið gert á sameiginlegum fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samninganefndir vinna nú áfram sitt í hvoru lagi og halda sameiginlegar viðræður áfram á morgun þegar þeirri vinnu er lokið. 20. júní 2020 16:31 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. 20. júní 2020 12:03 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Sjá meira
Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda nú sitt í hvoru lagi Hlé hefur verið gert á sameiginlegum fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samninganefndir vinna nú áfram sitt í hvoru lagi og halda sameiginlegar viðræður áfram á morgun þegar þeirri vinnu er lokið. 20. júní 2020 16:31
Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. 20. júní 2020 12:03
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent