Rígmontinn af humarlistaverki við Hafið bláa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júní 2020 19:15 Hjónin Hannes og Þórhildur á Hrauni í Ölfusi og eigendur af veitingastaðnum Hafinu Bláa í Ölfusi við humarlistaverkið á staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þeir sem eiga leið um Ölfusið fram hjá Hafinu bláa ættu ekki að láta sér bregða þegar þeir sjá risa humar á þurru landi einn og yfirgefinn. Ástæðan er sú að hér er um sex metra mannhæðarháan humar að ræða, sem er listaverk eftir skipstjóra úr Þorlákshöfn og tileinkað hetjum hafsins. Listaverkið sem heitir „Humar við hafið“ var afhjúpað við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi á 17. júní að viðstöddu fjölmenni. Verkið er allt hið glæsilegasta en hugmyndin að því áttu hjónin á Hrauni í Ölfusi, þau Þórhildur Ólafsdóttir og Hannes Sigurðsson, eigendur Hafsins bláa. Listamaðurinn er sjómaður í Þorlákshöfn en verkið heitir „Humar við hafið“. „Verkið er mótað úr hvítu einangrunarplasti og svo járngrind inn í og svo er þetta trefjaplast og svo málaði ég humarinn. Það tók mig fjóra mánuði að vinna verkið en það var skemmtilegt og krefjandi,“ segir Kjartan B. Sigurðsson skipstjóri í Þorlákshöfn og listamaður verksins. Humarinn er sex metrar og mannhæðarhár. Verkið heitir „Humar við hafið“ og var unnið af listamanninum og skipstjóranum Kjartani B. Sigurðssyni í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Humarinn er tileinkaður íslenska sjómanninum, en af hverju er það? „Okkur finnst það bara eðlilegt, við erum hér við Hafið bláa, veitingastað, sem stendur hér á fjörukambinum við Skötubótina og Selvogsbankann framundan og mikil humarmið voru hér á árum áður og hér er örstutt til Eyrarbakka. Þar var reyndar fyrsta humarútgerð á Íslandi, sem að heitið gat 1954,“ segir Hannes. Hannes segist vera mjög stoltur af nýja listaverkinu. „Já, ég er alveg rígmontinn, þetta er glæsilegt og handverkið ber listamanninum vott um snilli. Ég er alveg viss um að margir munu láta mynda sig við verkið í sumar enda er það afbragðs mótíf,“ bætir Hannes við. Ölfus Styttur og útilistaverk Handverk Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Þeir sem eiga leið um Ölfusið fram hjá Hafinu bláa ættu ekki að láta sér bregða þegar þeir sjá risa humar á þurru landi einn og yfirgefinn. Ástæðan er sú að hér er um sex metra mannhæðarháan humar að ræða, sem er listaverk eftir skipstjóra úr Þorlákshöfn og tileinkað hetjum hafsins. Listaverkið sem heitir „Humar við hafið“ var afhjúpað við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi á 17. júní að viðstöddu fjölmenni. Verkið er allt hið glæsilegasta en hugmyndin að því áttu hjónin á Hrauni í Ölfusi, þau Þórhildur Ólafsdóttir og Hannes Sigurðsson, eigendur Hafsins bláa. Listamaðurinn er sjómaður í Þorlákshöfn en verkið heitir „Humar við hafið“. „Verkið er mótað úr hvítu einangrunarplasti og svo járngrind inn í og svo er þetta trefjaplast og svo málaði ég humarinn. Það tók mig fjóra mánuði að vinna verkið en það var skemmtilegt og krefjandi,“ segir Kjartan B. Sigurðsson skipstjóri í Þorlákshöfn og listamaður verksins. Humarinn er sex metrar og mannhæðarhár. Verkið heitir „Humar við hafið“ og var unnið af listamanninum og skipstjóranum Kjartani B. Sigurðssyni í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Humarinn er tileinkaður íslenska sjómanninum, en af hverju er það? „Okkur finnst það bara eðlilegt, við erum hér við Hafið bláa, veitingastað, sem stendur hér á fjörukambinum við Skötubótina og Selvogsbankann framundan og mikil humarmið voru hér á árum áður og hér er örstutt til Eyrarbakka. Þar var reyndar fyrsta humarútgerð á Íslandi, sem að heitið gat 1954,“ segir Hannes. Hannes segist vera mjög stoltur af nýja listaverkinu. „Já, ég er alveg rígmontinn, þetta er glæsilegt og handverkið ber listamanninum vott um snilli. Ég er alveg viss um að margir munu láta mynda sig við verkið í sumar enda er það afbragðs mótíf,“ bætir Hannes við.
Ölfus Styttur og útilistaverk Handverk Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira