Ósannfærandi Sarri á enn eftir að vinna hug og hjörtu í Tórínó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 16:00 Sarri var pirraður á hliðarlínunni gegn Napoli enda tókst honum ekki að landa sigri gegn sínum fyrrum lærisveinum. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Þó svo að Juventus tróni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þá á Maurizio Sarri, þjálfari liðsins, enn eftir að sannfæra marga um að hann sé rétti maðurinn í starfið. James Horncastle hjá The Athletic fór yfir gengi Juventus undir stjórns hins sérfróða og keðjureykjandi Sarri. Liðið tapaði ítalska Ofurbikarnum í desember og svo eftir að leikar hófust að nýju eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins þá tapaði liðið Juventus fyrir Napoli í úrslitum ítalska bikarsins. Las fyrirsögnin í ítalska miðlinum Tuttosport einfaldlega „Skelfilegur Sarri.“ Ef til vill full hart miðað við tap í vítaspyrnukeppni en samt, Napoli er í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 39 stig á meðan Juventus er í efsta sæti með 63 stg. Staðan í Meistaradeildinni er ekki frábær en liðið tapaði fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum gegn Lyon með einu marki gegn engu í Frakklandi. Óvíst er hvenær síðari leikur liðanna fer fram – ef hann getur farið fram. Leikstíllinn sem Sarri spilar krefst mikillar orku og því eðlilegt að lið Juventus hafi verið ryðgað eftir Covid-pásuna svokölluðu. Þá var liðið mikið í fréttum á meðan deildin var í pásu þar sem tvær af stórstjörnum liðsins greindust með Covid-19. Argentíski sóknarmaðurinn Paulo Dybala og heimsmeistarinn Blaise Matuidi voru báðir í byrjunarliði Juventus gegn Napoli en þeir greindust með veiruna í apríl. Tók þá allt að sex vikur að losna við hana. Tuttosport er ekki eini miðillinn á Ítalíu sem hefur gagnrýnt sarri en í föstudagsútgáfu La Gazzetta dello Sport kom fram að blaðið reiknaði ekki með því að Sarri yrði á hliðarlínunni þegar næsta tímabil fer af stað. Þjálfarinn segist þó lítið hlusta á slíkt og eina sem skiptir hann máli er hvað yfirmönnum hans finnst. Þó svo að Sarri njóti trausts sem stendur þá er óvíst hversu lengi það endist. Sérstaklega þar sem liðið hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Þá virðist loks vera möguleiki á því að félagið verði ekki Ítalíumeistari en Juventus hefur unnið ítölsku úrvalsdeildina undanfarin átta ár. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Napoli bikameistari eftir vítaspyrnukeppni | Ófarir Sarri á Ítalíu halda áfram Napoli er ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Farið var beint í vítaspyrnukeppni en í henni voru Napoli-menn sterkari. 17. júní 2020 21:10 Vítaklúður Ronaldos en Juve í bikarúrslit eftir stundarbrjálæði Rebic Keppni í ítalska fótboltanum hófst að nýju með stórleik í kvöld eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Juventus komst þá áfram í úrslitaleik bikarkeppninnar. 12. júní 2020 21:02 Cristiano Ronaldo kom til baka í betra formi en hann var í fyrir COVID-19 hlé Cristiano Ronaldo er enginn venjulegur knattspyrnumaður og sannar það nánast við hvert tækifæri. Enn ein sönnunin er slegið upp í spænskum miðlum. 4. júní 2020 14:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Þó svo að Juventus tróni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þá á Maurizio Sarri, þjálfari liðsins, enn eftir að sannfæra marga um að hann sé rétti maðurinn í starfið. James Horncastle hjá The Athletic fór yfir gengi Juventus undir stjórns hins sérfróða og keðjureykjandi Sarri. Liðið tapaði ítalska Ofurbikarnum í desember og svo eftir að leikar hófust að nýju eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins þá tapaði liðið Juventus fyrir Napoli í úrslitum ítalska bikarsins. Las fyrirsögnin í ítalska miðlinum Tuttosport einfaldlega „Skelfilegur Sarri.“ Ef til vill full hart miðað við tap í vítaspyrnukeppni en samt, Napoli er í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 39 stig á meðan Juventus er í efsta sæti með 63 stg. Staðan í Meistaradeildinni er ekki frábær en liðið tapaði fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum gegn Lyon með einu marki gegn engu í Frakklandi. Óvíst er hvenær síðari leikur liðanna fer fram – ef hann getur farið fram. Leikstíllinn sem Sarri spilar krefst mikillar orku og því eðlilegt að lið Juventus hafi verið ryðgað eftir Covid-pásuna svokölluðu. Þá var liðið mikið í fréttum á meðan deildin var í pásu þar sem tvær af stórstjörnum liðsins greindust með Covid-19. Argentíski sóknarmaðurinn Paulo Dybala og heimsmeistarinn Blaise Matuidi voru báðir í byrjunarliði Juventus gegn Napoli en þeir greindust með veiruna í apríl. Tók þá allt að sex vikur að losna við hana. Tuttosport er ekki eini miðillinn á Ítalíu sem hefur gagnrýnt sarri en í föstudagsútgáfu La Gazzetta dello Sport kom fram að blaðið reiknaði ekki með því að Sarri yrði á hliðarlínunni þegar næsta tímabil fer af stað. Þjálfarinn segist þó lítið hlusta á slíkt og eina sem skiptir hann máli er hvað yfirmönnum hans finnst. Þó svo að Sarri njóti trausts sem stendur þá er óvíst hversu lengi það endist. Sérstaklega þar sem liðið hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Þá virðist loks vera möguleiki á því að félagið verði ekki Ítalíumeistari en Juventus hefur unnið ítölsku úrvalsdeildina undanfarin átta ár.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Napoli bikameistari eftir vítaspyrnukeppni | Ófarir Sarri á Ítalíu halda áfram Napoli er ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Farið var beint í vítaspyrnukeppni en í henni voru Napoli-menn sterkari. 17. júní 2020 21:10 Vítaklúður Ronaldos en Juve í bikarúrslit eftir stundarbrjálæði Rebic Keppni í ítalska fótboltanum hófst að nýju með stórleik í kvöld eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Juventus komst þá áfram í úrslitaleik bikarkeppninnar. 12. júní 2020 21:02 Cristiano Ronaldo kom til baka í betra formi en hann var í fyrir COVID-19 hlé Cristiano Ronaldo er enginn venjulegur knattspyrnumaður og sannar það nánast við hvert tækifæri. Enn ein sönnunin er slegið upp í spænskum miðlum. 4. júní 2020 14:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Napoli bikameistari eftir vítaspyrnukeppni | Ófarir Sarri á Ítalíu halda áfram Napoli er ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Farið var beint í vítaspyrnukeppni en í henni voru Napoli-menn sterkari. 17. júní 2020 21:10
Vítaklúður Ronaldos en Juve í bikarúrslit eftir stundarbrjálæði Rebic Keppni í ítalska fótboltanum hófst að nýju með stórleik í kvöld eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Juventus komst þá áfram í úrslitaleik bikarkeppninnar. 12. júní 2020 21:02
Cristiano Ronaldo kom til baka í betra formi en hann var í fyrir COVID-19 hlé Cristiano Ronaldo er enginn venjulegur knattspyrnumaður og sannar það nánast við hvert tækifæri. Enn ein sönnunin er slegið upp í spænskum miðlum. 4. júní 2020 14:30