Fimmtán milljóna sekt vegna Airbnb-útleigu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2020 09:21 Konan leigði út gistirými í gegnum Airbnb vísir/vilhelm Yfirskattanefnd hefur úrskurðað að kona sem leigði út gistirými í gegnum Airbnb þurfi að greiða tæplega fimmtán milljóna króna sekt fyrir að hafa vanrækt að telja fram í skattframtölum sínum tekjur af útleigu húsnæðis til ferðamanna á árunum 2016, 2017 og 2018. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá en í úrskurði Yfirskattanefndar kemur fram að sektin er einnig tilkomin þar sem viðkomandi hafi ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum og innheimtum virðisaukaskatti vegna seldrar þjónustu á sömu árum. Konunni var gefið að sök að hafa staðið skattyfirvöldum skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2017 til og með 2019, vegna rekstraráranna 2016 til og með 2018, með því að vanrækja að gera grein fyrir rekstrartekjum sínum sem til voru komnar vegna sjálfstæðrar starfsemi hennar, samtals að fjárhæð 15,3 milljóna króna. Þá var henni gefið að sök að hafa vanrækt að tilkynna ríkiskattstjóra um virðisaukaskattsskylda starfsemi sína. Að mati skattrannsóknarstjóra nam vanframtalin skattskyld velta samtals 28,2 milljónum og vanframtalinn útskattur nam samtals 3,1 milljón. Í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra staðfesti konan að tekjurnar sem voru til skoðunar hjá yfirvöldum hafi verið greiðslur frá Airbnb vegna útleigu húsnæðis. Sagði hún að bæði hún og fyrrverandi eiginmaður hennar hafi lent í fjárhagserfiðleikum og byrjað að leigja herbergi út, síðan hafi fleiri bæst við. Í úrskurðinum segir að við rannsókn málsins og meðferð þess hafi ekkert komið fram sem hafi gefið tilefni til þess að miða við aðrar fjárhæðir en komu fram við rannsókn skattrannsóknarstjóra. Þarf konan að greiða sekt sem nemur 14,9 milljónum, þar af ellefu milljónir til ríkissjóðs og 3,9 milljónir til borgarsjóðs Reykjavíkur. Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Airbnb Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira
Yfirskattanefnd hefur úrskurðað að kona sem leigði út gistirými í gegnum Airbnb þurfi að greiða tæplega fimmtán milljóna króna sekt fyrir að hafa vanrækt að telja fram í skattframtölum sínum tekjur af útleigu húsnæðis til ferðamanna á árunum 2016, 2017 og 2018. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá en í úrskurði Yfirskattanefndar kemur fram að sektin er einnig tilkomin þar sem viðkomandi hafi ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum og innheimtum virðisaukaskatti vegna seldrar þjónustu á sömu árum. Konunni var gefið að sök að hafa staðið skattyfirvöldum skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2017 til og með 2019, vegna rekstraráranna 2016 til og með 2018, með því að vanrækja að gera grein fyrir rekstrartekjum sínum sem til voru komnar vegna sjálfstæðrar starfsemi hennar, samtals að fjárhæð 15,3 milljóna króna. Þá var henni gefið að sök að hafa vanrækt að tilkynna ríkiskattstjóra um virðisaukaskattsskylda starfsemi sína. Að mati skattrannsóknarstjóra nam vanframtalin skattskyld velta samtals 28,2 milljónum og vanframtalinn útskattur nam samtals 3,1 milljón. Í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra staðfesti konan að tekjurnar sem voru til skoðunar hjá yfirvöldum hafi verið greiðslur frá Airbnb vegna útleigu húsnæðis. Sagði hún að bæði hún og fyrrverandi eiginmaður hennar hafi lent í fjárhagserfiðleikum og byrjað að leigja herbergi út, síðan hafi fleiri bæst við. Í úrskurðinum segir að við rannsókn málsins og meðferð þess hafi ekkert komið fram sem hafi gefið tilefni til þess að miða við aðrar fjárhæðir en komu fram við rannsókn skattrannsóknarstjóra. Þarf konan að greiða sekt sem nemur 14,9 milljónum, þar af ellefu milljónir til ríkissjóðs og 3,9 milljónir til borgarsjóðs Reykjavíkur.
Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Airbnb Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira