Heildstæðari áætlun og áhersla á mælanleg markmið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2020 19:28 Katrín Jakobsdóttir kynnti innihald nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum ásamt umhverfisráðherra, samgönguráðherra og fjármálaráðherra í dag. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að Ísland nái 35 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun. Það er meira en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Ráðherrar óttast ekki að veik og óskilvirk stjórnsýsla komi í veg fyrir að Ísland standi við skuldbindingar, líkt og vísbendingar eru um. Stjórnvöld kynntu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. „Við erum að sýna fram á að við náum alþjóðlegum skuldbindingum okkar um 29% samdrátt og gott betur, það er að segja 35%, og þegar við lítum til aðgerða sem að enn eru í mótun þá er líklegt að við ættum að geta ná 40-46% samdrætti sem að er meira en ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Áætlunin sem kynnt var í dag er í raun uppfærð útgáfa sambærilegrar aðgerðaáætlunar sem kynnt var 2018. „Þessi áætlun er miklu heildstæðari en fyrri áætlun og þarna erum við að sjá út reiknaðar aðgerðir og stóru tíðindin eru þau að við teljum okkur geta náð þeim markmiðum sem við höfum sett okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í drögum að skýrslu sem Capacent vinnur fyrir Loftslagsráð stjórnvalda kemur meðal annars fram að stjórnsýslan sé um margt veik og óskilvirk, og að það skorti heildarsýn um það hvernig Ísland hyggist standa við alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum. „Þessi aðgerðaáætlun sem hefur auðvitað verið töluvert lengi í mótun, hluti af henni er að bæta stjórnsýsluna, meðal annars með stofnun ráðherranefndar um loftslagsmál. Það er alltaf flókið að verkefnum sem teygja sig yfir mörg ráðuneyti og margar stofnanir,“ segir Katrín. „Við erum þegar búin að bregðast við sumum af þeim athugasemdum sem koma fram en munum jafnframt vinna með athugasemdir sem að við teljum að ennþá standi út af, að sjálfsögðu,“ segir Guðmundur Ingi. Alþingi Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Ísland nái 35 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun. Það er meira en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Ráðherrar óttast ekki að veik og óskilvirk stjórnsýsla komi í veg fyrir að Ísland standi við skuldbindingar, líkt og vísbendingar eru um. Stjórnvöld kynntu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. „Við erum að sýna fram á að við náum alþjóðlegum skuldbindingum okkar um 29% samdrátt og gott betur, það er að segja 35%, og þegar við lítum til aðgerða sem að enn eru í mótun þá er líklegt að við ættum að geta ná 40-46% samdrætti sem að er meira en ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Áætlunin sem kynnt var í dag er í raun uppfærð útgáfa sambærilegrar aðgerðaáætlunar sem kynnt var 2018. „Þessi áætlun er miklu heildstæðari en fyrri áætlun og þarna erum við að sjá út reiknaðar aðgerðir og stóru tíðindin eru þau að við teljum okkur geta náð þeim markmiðum sem við höfum sett okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í drögum að skýrslu sem Capacent vinnur fyrir Loftslagsráð stjórnvalda kemur meðal annars fram að stjórnsýslan sé um margt veik og óskilvirk, og að það skorti heildarsýn um það hvernig Ísland hyggist standa við alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum. „Þessi aðgerðaáætlun sem hefur auðvitað verið töluvert lengi í mótun, hluti af henni er að bæta stjórnsýsluna, meðal annars með stofnun ráðherranefndar um loftslagsmál. Það er alltaf flókið að verkefnum sem teygja sig yfir mörg ráðuneyti og margar stofnanir,“ segir Katrín. „Við erum þegar búin að bregðast við sumum af þeim athugasemdum sem koma fram en munum jafnframt vinna með athugasemdir sem að við teljum að ennþá standi út af, að sjálfsögðu,“ segir Guðmundur Ingi.
Alþingi Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira