Oddný gagnrýnir aðgerðaleysi: „Ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 20:15 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að meiri áhersla sé lögð á að verja efnahag heimila fólks sem misst hefur vinnuna, á hag barna og þeirra sem standa veikir fyrir í viðbrögðum yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í kvöld. „Við viljum að bæði heimili og fyrirtæki njóti stuðnings ríkisins til að komast yfir erfiða stöðu. Háar fjárhæðir fara nú úr ríkissjóði til fyrirtækja,“ sagði Oddný. „Við viljum gera betur svo fyrirtæki eigi auðveldara með að halda ráðningasambandi við starfsfólk sitt, frekar en að leggja áherslu á að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki.“ Þá sagði hún einnig mikilvægt að stór fyrirtæki legðu hönd á plóg til að vinna að markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Stærri fyrirtæki ættu að skila áætlun í loftslagsmálum áður en greiðsla úr ríkissjóði gengi til þeirra. „Glærusjó og blaðamannafundir duga ekki í glímunni við loftslagshamfarir af mannavöldum sem standa yfir og er stærsta viðfangsefni mannkynsins. Margar þjóðir hafa sett slík skilyrði þegar þau veita fyrirtækjum aðstoð,“ sagði Oddný. „En ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn.“ „Hvenær ætli rétti tíminn komi til að vinna gegn loftslagsvánni sem ógnar öllu lífi á jörðinni?“ spurði Oddný. „Ekki núna, sagði ríkisstjórn Íslands. Þó stendur hún frammi fyrir miklum kostnaði svo milljörðum skipti, vegna þess að Ísland stendur ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftlagsmálum. Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar fyrr í dag voru vonbrigði. Við getum og eigum að gera miklu betur.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér. Alþingi Loftslagsmál Samfylkingin Tengdar fréttir „Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05 Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55 Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, sem jafnan eru kallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og verða sendar út í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. 23. júní 2020 19:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að meiri áhersla sé lögð á að verja efnahag heimila fólks sem misst hefur vinnuna, á hag barna og þeirra sem standa veikir fyrir í viðbrögðum yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í kvöld. „Við viljum að bæði heimili og fyrirtæki njóti stuðnings ríkisins til að komast yfir erfiða stöðu. Háar fjárhæðir fara nú úr ríkissjóði til fyrirtækja,“ sagði Oddný. „Við viljum gera betur svo fyrirtæki eigi auðveldara með að halda ráðningasambandi við starfsfólk sitt, frekar en að leggja áherslu á að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki.“ Þá sagði hún einnig mikilvægt að stór fyrirtæki legðu hönd á plóg til að vinna að markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Stærri fyrirtæki ættu að skila áætlun í loftslagsmálum áður en greiðsla úr ríkissjóði gengi til þeirra. „Glærusjó og blaðamannafundir duga ekki í glímunni við loftslagshamfarir af mannavöldum sem standa yfir og er stærsta viðfangsefni mannkynsins. Margar þjóðir hafa sett slík skilyrði þegar þau veita fyrirtækjum aðstoð,“ sagði Oddný. „En ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn.“ „Hvenær ætli rétti tíminn komi til að vinna gegn loftslagsvánni sem ógnar öllu lífi á jörðinni?“ spurði Oddný. „Ekki núna, sagði ríkisstjórn Íslands. Þó stendur hún frammi fyrir miklum kostnaði svo milljörðum skipti, vegna þess að Ísland stendur ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftlagsmálum. Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar fyrr í dag voru vonbrigði. Við getum og eigum að gera miklu betur.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér.
Alþingi Loftslagsmál Samfylkingin Tengdar fréttir „Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05 Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55 Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, sem jafnan eru kallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og verða sendar út í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. 23. júní 2020 19:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05
Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55
Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, sem jafnan eru kallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og verða sendar út í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. 23. júní 2020 19:00