Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. júní 2020 14:00 Hönnuðurnir Arnar Ingi Viðarsson og Steinunn Valdísardóttir við verkið sitt í dag. Vísir/Vilhelm Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. „Þetta er innsetningarverk sem kemur aðallega út frá því hvernig maður upplifir borg sína og hvernig maður gerir bæði fallegt hönnunarverk, eða listaverk, sem er fallegur áningarstaður og líka tákn fyrir eitthvað. Þessi hugmynd kemur frá mörgum áttum, meðal annars á stúdíu á formum en líka hvernig maður myndi gera hlið á nýjan hátt, hlið sem maður hefur aldrei séð áður. Núna er hægt að hugsa þetta sem hlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis,“ segir Arnar Ingi í samtali við Vísi. Speglalistaverkið er sex metrar á hæð, fjórir metrar á lengd og fjórir metrar á breidd. Verkefnið er unnið í samvinnu við Reykjavíkurborg og Torg í biðstöðu. HönnunarMars er formlega settur í dag og því verður verkið afhjúpað á Lækjartorgi klukkan 18:30. „Hugmyndin kemur úr vangaveltum um sjálfsímyndir og borgarahegðun. Hvernig er hægt að stuðla að jákvæðri upplifun og samheldni með útihúsgögnum fyrir almenning? Hvernig nota má áningarstaði í almenningsrýmum til að endurspegla fallegt borgarumhverfið og fólkið sem þar er að finna og á sama tíma hanna verk sem er einstakt í borgarumhverfi sínu?“ Verkið speglar nærumhverfi sitt og þá einstaklinga sem verkið skoða og geta þar af leiðandi á horfendur upplifað sjálfa sig og umhverfið á nýjan hátt frá mismunandi sjónarhornum. „Þannig er verkinu ætlað að opna á samtal um mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar og einkennis borgara í borg sinni. Pælingin er að áhorfandinn sé stór hluti af verkinu því þetta er allt úr speglastáli,“ segir Arnar Ingi. Verkið er í uppsetningu og verður afhjúpað klukkan 18 í dag á Lækjartorgi.Vísir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir Í hönnun verksins er notast við stílhrein, sterk, geometrísk form sem standa á sterkum grunni með endurspeglandi yfirborði. „Verkið er unnið í með það í huga að efniðviður þess sé ríkjandi upplifun verksins, og notast við einföld form þar sem formfesta nýtur sín. Það er því von hönnuða að þannig fái bæði hönnun, form og hráefni að njóta sín eins og best verður á kosið,“ segir um listaverkið. „Við erum bara tveir hönnuðir og erum að fara út fyrir okkar þægindarramma. Við erum að prófa hér eitthvað sem er bæði erfitt og skemmtilegt,“ segir Arnar Ingi að lokum. HönnunarMars Tíska og hönnun Reykjavík Tengdar fréttir Dagskrá HönnunarMars: Dagur eitt Hátíðin HönnunarMars 2020 er formlega hafin. Í dag brestur hátíðin á í 12 sinn og í fyrsta sinn í júní. Hér má sjá opnanir og viðburði á HönnunarMars í dag. 24. júní 2020 10:16 HönnunarMars hófst í dag Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. 24. júní 2020 12:33 Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst #íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 24. júní 2020 09:37 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. „Þetta er innsetningarverk sem kemur aðallega út frá því hvernig maður upplifir borg sína og hvernig maður gerir bæði fallegt hönnunarverk, eða listaverk, sem er fallegur áningarstaður og líka tákn fyrir eitthvað. Þessi hugmynd kemur frá mörgum áttum, meðal annars á stúdíu á formum en líka hvernig maður myndi gera hlið á nýjan hátt, hlið sem maður hefur aldrei séð áður. Núna er hægt að hugsa þetta sem hlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis,“ segir Arnar Ingi í samtali við Vísi. Speglalistaverkið er sex metrar á hæð, fjórir metrar á lengd og fjórir metrar á breidd. Verkefnið er unnið í samvinnu við Reykjavíkurborg og Torg í biðstöðu. HönnunarMars er formlega settur í dag og því verður verkið afhjúpað á Lækjartorgi klukkan 18:30. „Hugmyndin kemur úr vangaveltum um sjálfsímyndir og borgarahegðun. Hvernig er hægt að stuðla að jákvæðri upplifun og samheldni með útihúsgögnum fyrir almenning? Hvernig nota má áningarstaði í almenningsrýmum til að endurspegla fallegt borgarumhverfið og fólkið sem þar er að finna og á sama tíma hanna verk sem er einstakt í borgarumhverfi sínu?“ Verkið speglar nærumhverfi sitt og þá einstaklinga sem verkið skoða og geta þar af leiðandi á horfendur upplifað sjálfa sig og umhverfið á nýjan hátt frá mismunandi sjónarhornum. „Þannig er verkinu ætlað að opna á samtal um mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar og einkennis borgara í borg sinni. Pælingin er að áhorfandinn sé stór hluti af verkinu því þetta er allt úr speglastáli,“ segir Arnar Ingi. Verkið er í uppsetningu og verður afhjúpað klukkan 18 í dag á Lækjartorgi.Vísir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir Í hönnun verksins er notast við stílhrein, sterk, geometrísk form sem standa á sterkum grunni með endurspeglandi yfirborði. „Verkið er unnið í með það í huga að efniðviður þess sé ríkjandi upplifun verksins, og notast við einföld form þar sem formfesta nýtur sín. Það er því von hönnuða að þannig fái bæði hönnun, form og hráefni að njóta sín eins og best verður á kosið,“ segir um listaverkið. „Við erum bara tveir hönnuðir og erum að fara út fyrir okkar þægindarramma. Við erum að prófa hér eitthvað sem er bæði erfitt og skemmtilegt,“ segir Arnar Ingi að lokum.
HönnunarMars Tíska og hönnun Reykjavík Tengdar fréttir Dagskrá HönnunarMars: Dagur eitt Hátíðin HönnunarMars 2020 er formlega hafin. Í dag brestur hátíðin á í 12 sinn og í fyrsta sinn í júní. Hér má sjá opnanir og viðburði á HönnunarMars í dag. 24. júní 2020 10:16 HönnunarMars hófst í dag Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. 24. júní 2020 12:33 Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst #íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 24. júní 2020 09:37 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Dagskrá HönnunarMars: Dagur eitt Hátíðin HönnunarMars 2020 er formlega hafin. Í dag brestur hátíðin á í 12 sinn og í fyrsta sinn í júní. Hér má sjá opnanir og viðburði á HönnunarMars í dag. 24. júní 2020 10:16
HönnunarMars hófst í dag Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. 24. júní 2020 12:33
Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst #íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 24. júní 2020 09:37