Fundað fram eftir kvöldi: Í vondri stöðu ef samningar takast ekki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. júní 2020 19:22 Fundað verður fram eftir kvöldi í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Forstjóri félagsins segir jákvætt að samtal sé í gangi. Takist samningar ekki sé félagið í vondri stöðu. Síðasta fundi í kjaradeilunni lauk um klukkan tvö í nótt og í hádeginu í dag komu samninganefndir aftur saman til fundar. Á sjötta tímanum í dag sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, að fundað yrði fram eftir kvöldi, eða eins lengi og árangursríkt verði að halda áfram. Samninganefndir vildu ekkert tjá sig við upphaf fundarins í morgun. Ríkissáttasemjari sagði þó að viðræðurnar væru gríðarlega þungar og flóknar. „En samtalið er virkt. Annars hefðum við ekki setið að svo lengi og við höldum áfram núna." Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir jákvætt að samtal sé í gangi. „Á meðan það er fundað er von til þess að samningar náist. Við höldum í vonina um að þetta klárist." Hlutafjárútboð félgasins hefst næsta mánudag, þann 29. júní, og mikil áhersla hefur verið lögð á að landa kjarasamningi fyrir þann tíma. „Það er einn af mikilvægum lyklum í þessari endurskipulagningu sem við erum í. Ef það tekst ekki erum við í vondri stöðu," segir Bogi Nils. Flugfélagið hefur dregið úr flugáætlun sinni til Bandaríkjanna, nú þegar ólíklegt þykir að bandarískir ferðamenn séu á leið hingað til lands á næstunni. Áætlað var að bæta við sjö áfangastöðum í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Nú stendur til að bæta Seattle á lista yfir áfangastaði, og halda áfram flugi til Boston. „Þetta er ekki högg frá því sem við vorum að horfa á í vor. Við gerðum alltaf ráð fyrir að þurfa að vinna þetta mjög dýnamískt. Tengiflugið er mjög mikilvægt fyrir okkar kerfi. Við áætlum að til lengri tíma taki þetta við sér, en við höfum gert ráð fyrir því í okkar plönum og okkar endurskipulagningu að þetta geti verið svona í alllangan tíma.“ Icelandair Kjaramál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Fundað verður fram eftir kvöldi í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Forstjóri félagsins segir jákvætt að samtal sé í gangi. Takist samningar ekki sé félagið í vondri stöðu. Síðasta fundi í kjaradeilunni lauk um klukkan tvö í nótt og í hádeginu í dag komu samninganefndir aftur saman til fundar. Á sjötta tímanum í dag sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, að fundað yrði fram eftir kvöldi, eða eins lengi og árangursríkt verði að halda áfram. Samninganefndir vildu ekkert tjá sig við upphaf fundarins í morgun. Ríkissáttasemjari sagði þó að viðræðurnar væru gríðarlega þungar og flóknar. „En samtalið er virkt. Annars hefðum við ekki setið að svo lengi og við höldum áfram núna." Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir jákvætt að samtal sé í gangi. „Á meðan það er fundað er von til þess að samningar náist. Við höldum í vonina um að þetta klárist." Hlutafjárútboð félgasins hefst næsta mánudag, þann 29. júní, og mikil áhersla hefur verið lögð á að landa kjarasamningi fyrir þann tíma. „Það er einn af mikilvægum lyklum í þessari endurskipulagningu sem við erum í. Ef það tekst ekki erum við í vondri stöðu," segir Bogi Nils. Flugfélagið hefur dregið úr flugáætlun sinni til Bandaríkjanna, nú þegar ólíklegt þykir að bandarískir ferðamenn séu á leið hingað til lands á næstunni. Áætlað var að bæta við sjö áfangastöðum í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Nú stendur til að bæta Seattle á lista yfir áfangastaði, og halda áfram flugi til Boston. „Þetta er ekki högg frá því sem við vorum að horfa á í vor. Við gerðum alltaf ráð fyrir að þurfa að vinna þetta mjög dýnamískt. Tengiflugið er mjög mikilvægt fyrir okkar kerfi. Við áætlum að til lengri tíma taki þetta við sér, en við höfum gert ráð fyrir því í okkar plönum og okkar endurskipulagningu að þetta geti verið svona í alllangan tíma.“
Icelandair Kjaramál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira