Johnson fullyrti að ekkert land væri með smitrakningarapp sem virkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2020 23:27 Boris Johnson segir smitrakningu í Bretlandi ganga vel. JESSICA TAYLOR/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, hefur verið nokkuð harðlega gagnrýndyr eftir að hann fullyrti að aðgerðir breskra stjórnvalda til að auðvelda rakningu á kórónuveirusmitum gengju vel, og að ekkert land hefði enn komið á fót smitrakningarappi sem virkar. Ummælin lét Johnson falla í kjölfar þess að meðlimir breska þingsins höfðu lýst áhyggjum sínum af því að tveir þriðju þeirra smita sem greinast í Bretlandi væru ekki raktir með fullnægjandi hætti. Keir Starner, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði þetta stórt vandamál og kallaði eftir þróun rakningarapps. Slíkt app væri nauðsynlegt ef aflétta ætti samfélagslegum takmörkunum sem í gildi eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Johnson svaraði því til að vinna við smitrakningu gengi vel í Bretlandi, og að skilvirkt kerfi væri við lýði í þeim efnum. Þá spurði hann hvort Starner gæti „nefnt eitt ríki heims sem er með smitrakningarapp sem virkar, því það er ekki eitt slíkt til.“ Keir benti þá meðal annars á að í Þýskalandi væri smitrakningarapp sem 12 milljónir manna hefðu hlaðið niður. Eins benti hann á rakningaröpp í Singapúr og Suður-Kóreu. Meðal annarra landa sem hafa gefið út öpp, eða smáforrit, sem ætluð eru til smitrakningar eru Frakkland, Ástralía og Lettland. Eins og margir vita er Ísland einnig í hópi þeirra ríkja sem notast við app við smitrakningu. Appið ber heitið C-19 og er aðgengilegt í App-store og Google-store, fyrir Apple- og Android-snjalltæki. Í byrjun apríl þessa árs höfðu yfir hundrað þúsund manns náð í appið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, hefur verið nokkuð harðlega gagnrýndyr eftir að hann fullyrti að aðgerðir breskra stjórnvalda til að auðvelda rakningu á kórónuveirusmitum gengju vel, og að ekkert land hefði enn komið á fót smitrakningarappi sem virkar. Ummælin lét Johnson falla í kjölfar þess að meðlimir breska þingsins höfðu lýst áhyggjum sínum af því að tveir þriðju þeirra smita sem greinast í Bretlandi væru ekki raktir með fullnægjandi hætti. Keir Starner, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði þetta stórt vandamál og kallaði eftir þróun rakningarapps. Slíkt app væri nauðsynlegt ef aflétta ætti samfélagslegum takmörkunum sem í gildi eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Johnson svaraði því til að vinna við smitrakningu gengi vel í Bretlandi, og að skilvirkt kerfi væri við lýði í þeim efnum. Þá spurði hann hvort Starner gæti „nefnt eitt ríki heims sem er með smitrakningarapp sem virkar, því það er ekki eitt slíkt til.“ Keir benti þá meðal annars á að í Þýskalandi væri smitrakningarapp sem 12 milljónir manna hefðu hlaðið niður. Eins benti hann á rakningaröpp í Singapúr og Suður-Kóreu. Meðal annarra landa sem hafa gefið út öpp, eða smáforrit, sem ætluð eru til smitrakningar eru Frakkland, Ástralía og Lettland. Eins og margir vita er Ísland einnig í hópi þeirra ríkja sem notast við app við smitrakningu. Appið ber heitið C-19 og er aðgengilegt í App-store og Google-store, fyrir Apple- og Android-snjalltæki. Í byrjun apríl þessa árs höfðu yfir hundrað þúsund manns náð í appið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira