„Ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2020 21:54 Stuðningsmenn Liverpool fagna um allan heim í kvöld en Klopp hvetur fólk til að halda sig í smáum hópum. VÍSIR/GETTY „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. Liverpool hefur haft algjöra yfirburði á leiktíðinni og eftir að Manchester City tapaði fyrir Chelsea í kvöld var titillinn í höfn, þó að enn væru sjö umferðir eftir. „Þetta er meira en ég hefði nokkurn tímann talið mögulegt. Vitandi það hvernig Kenny [Dalglish] studdi okkur, þá er þetta fyrir hann. Hann beið í 30 ár, og þetta er fyrir Stevie [Gerrard]. Strákarnir dást að ykkur öllum og það er auðvelt að gíra upp liðið vegna þeirrar miklu sögu sem félagið á,“ sagði Klopp við Sky Sports. Jürgen Klopp hefur gert Liverpool að besta liði Englands, því langbesta miðað við þessa leiktíð.VÍSIR/GETTY „Þetta voru taugatrekkjandi 100 mínútur í leiknum hjá City. Ég vildi helst ekki spá í þessu en maður gerir það þegar maður horfir. Þetta er ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum og gríðarlega ánægjulegt fyrir mig að þjálfa þá. Ég er ekki búinn að bíða í 30 ár. Ég er búinn að vera hérna í fjögur og hálft ár, en þetta er talsvert afrek, sérstaklega eftir þetta þriggja mánaða hlé því enginn vissi hvort við gætum haldið áfram,“ sagði Klopp. Crowds on Seel Street in Liverpool city centre already have their celebrations in full swing pic.twitter.com/PwMl73vMYp— Jenny Kirkham (@PJ_Kirkham) June 25, 2020 „Leikurinn í gær [sigur á Crystal Palace] fullvissaði mig um að við værum í góðum málum og kvöldið í kvöld er fyrir stuðningsmennina. Ég vona að þið haldið ykkur heima og það er mjög gaman að geta fært ykkur þetta. Faraldurinn er ekki búinn og við horfðum á leikinn saman á hóteli og munum njóta augnabliksins,“ sagði Klopp. „Ég veit að þetta er erfitt fyrir fólk á svona stundu en við gátum ekki haldið aftur af okkur. Við munum fagna þessu með stuðningsmönnum um leið og við getum,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sjá meira
„Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. Liverpool hefur haft algjöra yfirburði á leiktíðinni og eftir að Manchester City tapaði fyrir Chelsea í kvöld var titillinn í höfn, þó að enn væru sjö umferðir eftir. „Þetta er meira en ég hefði nokkurn tímann talið mögulegt. Vitandi það hvernig Kenny [Dalglish] studdi okkur, þá er þetta fyrir hann. Hann beið í 30 ár, og þetta er fyrir Stevie [Gerrard]. Strákarnir dást að ykkur öllum og það er auðvelt að gíra upp liðið vegna þeirrar miklu sögu sem félagið á,“ sagði Klopp við Sky Sports. Jürgen Klopp hefur gert Liverpool að besta liði Englands, því langbesta miðað við þessa leiktíð.VÍSIR/GETTY „Þetta voru taugatrekkjandi 100 mínútur í leiknum hjá City. Ég vildi helst ekki spá í þessu en maður gerir það þegar maður horfir. Þetta er ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum og gríðarlega ánægjulegt fyrir mig að þjálfa þá. Ég er ekki búinn að bíða í 30 ár. Ég er búinn að vera hérna í fjögur og hálft ár, en þetta er talsvert afrek, sérstaklega eftir þetta þriggja mánaða hlé því enginn vissi hvort við gætum haldið áfram,“ sagði Klopp. Crowds on Seel Street in Liverpool city centre already have their celebrations in full swing pic.twitter.com/PwMl73vMYp— Jenny Kirkham (@PJ_Kirkham) June 25, 2020 „Leikurinn í gær [sigur á Crystal Palace] fullvissaði mig um að við værum í góðum málum og kvöldið í kvöld er fyrir stuðningsmennina. Ég vona að þið haldið ykkur heima og það er mjög gaman að geta fært ykkur þetta. Faraldurinn er ekki búinn og við horfðum á leikinn saman á hóteli og munum njóta augnabliksins,“ sagði Klopp. „Ég veit að þetta er erfitt fyrir fólk á svona stundu en við gátum ekki haldið aftur af okkur. Við munum fagna þessu með stuðningsmönnum um leið og við getum,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn