Allt sem þú þarft að vita fyrir forsetakosningarnar Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2020 08:00 Tveir menn eru í framboði til forseta – Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson. Vísir/Vilhelm Forsetakosningar fara fram á landinu á morgun þar sem tveir menn eru í framboði – Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson. Kjörstaðir munu opna klukkan níu og loka klukkan 22, en kjörstjórnir geta ákveðið að byrja síðar og loka fyrr. Þannig er siðurinn í Grímsey að kjörstað hefur verið lokað um miðjan dag og kjörkassa komið yfir á meginlandið og á talningarstað. Búist er við að fyrstur tölur komi frá frá kjörstjórnum í einstaka kjördæmum, þeim sömu og í kosningum til þings, nokkru eftir að kjörstaðir loka, en en ef marka má síðustu forsetakosningar ættu lokatölur að liggja fyrir morguninn eftir. Hvar á að kjósa? Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá með því að slá inn kennitölu sína á þar til gerðri heimasíðu Þjóðskrár. Alls eru 252.217 kjósendur á kjörskrá að þessu sinni og eru konur heldur fleiri eða 126.550 en karlar eru 125.667. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, þann 6. júní 2020. Hverjir fá að kjósa? Allir íslenskir ríkisborgarar, sem hafa náð átján ára aldri á kjördag, eru með kosningarétt. Jafnframt eiga kosningarrétt þeir íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2011 og náð hafa 18 ára aldri á kjördag. Sömu sögu er að segja af þeim íslensku ríkisborgurum, sem hafa flutt lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2011 en sótt um til Þjóðskrár fyrir 1. desember 2019. Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarrétt við forsetakosningar og eru því ekki á kjörskrá. Ein undantekning er þó á þessu – danskir ríkisborgarar sem eiga kosningarrétt samkvæmt lögum frá 1946 - þeir sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða á síðustu tíu árum fyrir þann tíma. Utankjörfundarkosning á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram síðustu vikur á tveimur stöðum í Smáralind í Kópavogi og svo undir stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Annars hefur utankjörfundarkosning almennt farið fram hjá sýslumönnum um land allt. Um 40 þúsund manns hafa nú þegar ákveðið að kjósa utan kjörfundar, aðeins fleiri en í forsetakosningunum 2016. Skoðanakannanir benda til að Guðni Th. Jóhannesson forseti muni vinna yfirburðasigur á mótframbjóðanda sínum. Guðni hefur mælst með rúmlega 90 prósent fylgi í könnunum.Vísir/Sigurjón Hvernig fer atkvæðagreiðslan fram? Framvísa þarf skilríkjum þegar komið er á kjörstað. Rita á „X“ framan við nafn þess frambjóðanda sem hver og einn hyggst kjósa, en athuga þarf að ekki má rita neitt annað á kjörseðilinn eða gera á honum breytingar. Brjóta skal hann seðilinn í sama brot og hann var í þegar kjósandinn tók við honum þannig að letrið snúi inn. Svo skal gengið út úr kjörklefanum, að atkvæðakassanum og leggja seðilinn í kassann í viðurvist fulltrúa kjörstjórnar. Kjósandi skal gæta þess að enginn geti séð hvernig hann greiddi atkvæði, en slíkt getur ógilt seðilinn. Atkvæðagreiðslan er leynileg og fari svo að einhver sjái hvað sé ritað á kjörseðil áður en kjósandi setur hann í kassann er seðillinn ónýtur og hann á hann þá rétt á að fá nýjan og fara aftur inn í kjörklefa. Hið sama gildir ef kjósandi hefur gert einhver mistök við ritun á kjörseðilinn, en þá þarf kjósandinn að skila fyrri seðlinum til kjörstjórnar. Bannað er að að taka myndir af kjörseðlinum, en dæmi eru um að fólk hafi birt slíkar myndir á samfélagsmiðlum. Þeir sem gerast uppvísir af því að birta myndir af kjörseðlinum gætu átt sekt yfir höfði sér. Er hægt að fá aðstoð við að kjósa? Spjald með blindraletri með upphleyptu nafni hvers frambjóðanda er að finna í klefanum. Þeir sem ekki geta merkt sjálfir við á kjörseðlinum sínum vegna sjónleysis eða þess að þeir geta ekki notað höndina til að fylla út kjörseðilinn, rétt á aðstoð í kjörklefa. Kjósandi getur þá tilnefnt einn út kjörstjórninni til að veita sér aðstoð eða óskað eftir því að fulltrúi sem hann hefur valið sjálfur aðstoði sig. Hvar verða kosningavökurnar? Frambjóðendurnir tveir verða ekki með kosningavökur, á þessum tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hvernig fóru aftur kosningarnar 2016? Andri Snær Magnason – 14,2 prósent Ástþór Magnússon – 0,3 prósent Davíð Oddsson – 13,7 prósent Elísabet Jökulsdóttir – 0,7 prósent Guðni Th. Jóhannesson – 39,1 prósent Guðrún Margrét Pálsdóttir – 0,2 prósent Halla Tómasdóttir – 27,9 prósent Hildur Þórðardóttir – 0,2 prósent Sturla Jónsson – 3,5 prósent Kjörsókn var 75,7 prósent. Að neðan má svo sjá myndband dómsmálaráðuneytis um framkvæmd á kjörstað á enskri tungu. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Forsetakosningar fara fram á landinu á morgun þar sem tveir menn eru í framboði – Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Franklín Jónsson. Kjörstaðir munu opna klukkan níu og loka klukkan 22, en kjörstjórnir geta ákveðið að byrja síðar og loka fyrr. Þannig er siðurinn í Grímsey að kjörstað hefur verið lokað um miðjan dag og kjörkassa komið yfir á meginlandið og á talningarstað. Búist er við að fyrstur tölur komi frá frá kjörstjórnum í einstaka kjördæmum, þeim sömu og í kosningum til þings, nokkru eftir að kjörstaðir loka, en en ef marka má síðustu forsetakosningar ættu lokatölur að liggja fyrir morguninn eftir. Hvar á að kjósa? Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá með því að slá inn kennitölu sína á þar til gerðri heimasíðu Þjóðskrár. Alls eru 252.217 kjósendur á kjörskrá að þessu sinni og eru konur heldur fleiri eða 126.550 en karlar eru 125.667. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, þann 6. júní 2020. Hverjir fá að kjósa? Allir íslenskir ríkisborgarar, sem hafa náð átján ára aldri á kjördag, eru með kosningarétt. Jafnframt eiga kosningarrétt þeir íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2011 og náð hafa 18 ára aldri á kjördag. Sömu sögu er að segja af þeim íslensku ríkisborgurum, sem hafa flutt lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2011 en sótt um til Þjóðskrár fyrir 1. desember 2019. Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarrétt við forsetakosningar og eru því ekki á kjörskrá. Ein undantekning er þó á þessu – danskir ríkisborgarar sem eiga kosningarrétt samkvæmt lögum frá 1946 - þeir sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða á síðustu tíu árum fyrir þann tíma. Utankjörfundarkosning á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram síðustu vikur á tveimur stöðum í Smáralind í Kópavogi og svo undir stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Annars hefur utankjörfundarkosning almennt farið fram hjá sýslumönnum um land allt. Um 40 þúsund manns hafa nú þegar ákveðið að kjósa utan kjörfundar, aðeins fleiri en í forsetakosningunum 2016. Skoðanakannanir benda til að Guðni Th. Jóhannesson forseti muni vinna yfirburðasigur á mótframbjóðanda sínum. Guðni hefur mælst með rúmlega 90 prósent fylgi í könnunum.Vísir/Sigurjón Hvernig fer atkvæðagreiðslan fram? Framvísa þarf skilríkjum þegar komið er á kjörstað. Rita á „X“ framan við nafn þess frambjóðanda sem hver og einn hyggst kjósa, en athuga þarf að ekki má rita neitt annað á kjörseðilinn eða gera á honum breytingar. Brjóta skal hann seðilinn í sama brot og hann var í þegar kjósandinn tók við honum þannig að letrið snúi inn. Svo skal gengið út úr kjörklefanum, að atkvæðakassanum og leggja seðilinn í kassann í viðurvist fulltrúa kjörstjórnar. Kjósandi skal gæta þess að enginn geti séð hvernig hann greiddi atkvæði, en slíkt getur ógilt seðilinn. Atkvæðagreiðslan er leynileg og fari svo að einhver sjái hvað sé ritað á kjörseðil áður en kjósandi setur hann í kassann er seðillinn ónýtur og hann á hann þá rétt á að fá nýjan og fara aftur inn í kjörklefa. Hið sama gildir ef kjósandi hefur gert einhver mistök við ritun á kjörseðilinn, en þá þarf kjósandinn að skila fyrri seðlinum til kjörstjórnar. Bannað er að að taka myndir af kjörseðlinum, en dæmi eru um að fólk hafi birt slíkar myndir á samfélagsmiðlum. Þeir sem gerast uppvísir af því að birta myndir af kjörseðlinum gætu átt sekt yfir höfði sér. Er hægt að fá aðstoð við að kjósa? Spjald með blindraletri með upphleyptu nafni hvers frambjóðanda er að finna í klefanum. Þeir sem ekki geta merkt sjálfir við á kjörseðlinum sínum vegna sjónleysis eða þess að þeir geta ekki notað höndina til að fylla út kjörseðilinn, rétt á aðstoð í kjörklefa. Kjósandi getur þá tilnefnt einn út kjörstjórninni til að veita sér aðstoð eða óskað eftir því að fulltrúi sem hann hefur valið sjálfur aðstoði sig. Hvar verða kosningavökurnar? Frambjóðendurnir tveir verða ekki með kosningavökur, á þessum tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hvernig fóru aftur kosningarnar 2016? Andri Snær Magnason – 14,2 prósent Ástþór Magnússon – 0,3 prósent Davíð Oddsson – 13,7 prósent Elísabet Jökulsdóttir – 0,7 prósent Guðni Th. Jóhannesson – 39,1 prósent Guðrún Margrét Pálsdóttir – 0,2 prósent Halla Tómasdóttir – 27,9 prósent Hildur Þórðardóttir – 0,2 prósent Sturla Jónsson – 3,5 prósent Kjörsókn var 75,7 prósent. Að neðan má svo sjá myndband dómsmálaráðuneytis um framkvæmd á kjörstað á enskri tungu.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira