Auðmýktin og siðferðisþrekið í öndvegi Kristín S. Bjarnadóttir skrifar 26. júní 2020 12:30 Ég er Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands afar þakklát fyrir að gefa kost á sér áfram. Hann bar með sér ferskan blæ og setti strax sinn svip á embættið fyrir fjórum árum. Guðni þekkir forsetaembættið, valdsvið þess og ábyrgð í þaula og ber djúpa virðingu fyrir því. Hann hefur sterkt siðferðisþrek og ber sér ekki yfirlýsingaglaður á brjóst, heldur fetar af öryggi og festu vandrataðan veg auðmýktar. Hann er góðum gáfum gæddur og ber jafna virðingu fyrir því stóra sem smáa, setur sig ekki á stall, nema síður sé. Börnin eiga í honum sterka fyrirmynd og málsvara, enda sýnir hann þeim einlægan áhuga hvar sem hann kemur. Guðni er maður fólksins og endurspeglast það ríkulega í virkni hans og frumkvæði varðandi hvers konar mannréttinda- og líknarmál. Hann hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir þegar kemur að mannúð og líkn og hefur verið brautryðjandi í mögnuðum góðverkum. Í því er hann sem forseti dýrmætur leiðtogi og fyrirmynd og á þar góðan stuðning og samverkakonu í eiginkonu sinni henni Elizu, sem einnig hefur heillað þjóðina með framgöngu sinni. Saman standa þau yfirveguð sem eitt, í góðvild sinni, gleði og styrk, ávallt reiðubúin að leggja málefnum lið í anda eflingar og sameiningar. Á allt þetta og svo miklu meira var ég minnt við heimsókn þeirra hjóna hingað til Akureyrar á dögunum. Nú veit ég að mikill meirihluti þjóðarinnar er sammála mér um hve mikils virði það er að hafa slíkt gull af manni sem hann Guðna sem forseta. Mér er því mikið í mun að við virðum kosningaréttinn okkar dýrmæta og skundum öll sem eitt á kjörstað. Finnum okkur stund í að kjósa, drífum aðra með okkur, bjóðum fólki far. Stöndum saman og sýnum Guðna og góðum gildum hans þannig raunverulegan stuðning í verki með því að veita honum þá góðu kosningu sem hann á svo innilega skilið. Tryggjum með því gildi heiðarleika, bjartsýni, visku og velvildar áfram á Bessastöðum, til farsældar fyrir okkur öll. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Ég er Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands afar þakklát fyrir að gefa kost á sér áfram. Hann bar með sér ferskan blæ og setti strax sinn svip á embættið fyrir fjórum árum. Guðni þekkir forsetaembættið, valdsvið þess og ábyrgð í þaula og ber djúpa virðingu fyrir því. Hann hefur sterkt siðferðisþrek og ber sér ekki yfirlýsingaglaður á brjóst, heldur fetar af öryggi og festu vandrataðan veg auðmýktar. Hann er góðum gáfum gæddur og ber jafna virðingu fyrir því stóra sem smáa, setur sig ekki á stall, nema síður sé. Börnin eiga í honum sterka fyrirmynd og málsvara, enda sýnir hann þeim einlægan áhuga hvar sem hann kemur. Guðni er maður fólksins og endurspeglast það ríkulega í virkni hans og frumkvæði varðandi hvers konar mannréttinda- og líknarmál. Hann hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir þegar kemur að mannúð og líkn og hefur verið brautryðjandi í mögnuðum góðverkum. Í því er hann sem forseti dýrmætur leiðtogi og fyrirmynd og á þar góðan stuðning og samverkakonu í eiginkonu sinni henni Elizu, sem einnig hefur heillað þjóðina með framgöngu sinni. Saman standa þau yfirveguð sem eitt, í góðvild sinni, gleði og styrk, ávallt reiðubúin að leggja málefnum lið í anda eflingar og sameiningar. Á allt þetta og svo miklu meira var ég minnt við heimsókn þeirra hjóna hingað til Akureyrar á dögunum. Nú veit ég að mikill meirihluti þjóðarinnar er sammála mér um hve mikils virði það er að hafa slíkt gull af manni sem hann Guðna sem forseta. Mér er því mikið í mun að við virðum kosningaréttinn okkar dýrmæta og skundum öll sem eitt á kjörstað. Finnum okkur stund í að kjósa, drífum aðra með okkur, bjóðum fólki far. Stöndum saman og sýnum Guðna og góðum gildum hans þannig raunverulegan stuðning í verki með því að veita honum þá góðu kosningu sem hann á svo innilega skilið. Tryggjum með því gildi heiðarleika, bjartsýni, visku og velvildar áfram á Bessastöðum, til farsældar fyrir okkur öll. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar