Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þór Símon skrifar 29. júní 2020 22:15 Ólafur sendi dómurum deildarinnar tóninn í kvöld en sagði lið sitt samt sem áður ekki hafa átt neitt skilið. Vísir/Bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. Liðin mættust í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar í Víkinni. Lokatölur 4-1 Víkingum í vil og þeirra fyrsti sigur í sumar staðreynd. „Bara verðskuldaður sigur Víkings. Þeir voru góðir – í fyrri hálfleiknum sérstaklega – og löbbuðu yfir okkur. Það er ekki hægt að segja annað. Við vorum á eftir í öll návígi og gekk illa að spila boltanum,“ sagði Ólafur að leik loknum. „Það var óþarfi að gefa þeim forgjöf, það var erfitt að fara í hálfleikinn 3-0 undir. Það var smá von þegar við skorum snemma í seinni hálfleik en verðskuldaður sigur Víkings. Þetta er flott fótboltalið og þeir sýndu sitt rétta andlit í dag, það gerðum við ekki.“ Þriðja mark Víkings var skrautlegt en Óttar Magnús Karlsson gerði það með marki úr aukaspyrnu nánast við endalínuna. Voru varnarmenn FH sem og Gunnar Nielsen markvörður ekki viðbúnir en svo virðist sem Pétur Guðmundsson – dómari leiksins – hafi gefið Óttari grænt ljós á að taka spyrnuna. „Skrípaleikur bara. Frábær dómgæsla ef það var þannig að boltinn var kyrr og hann vill hafa flot í leiknum. Það er þá í fyrsta skipti í Pepsi Max deildinni sem þeir láta leikinn fljóta. Frá mínum bæjardyrum var hann að tala við mína leikinn og Gunnar var ekki í markinu. Helgi segir við mig sem fjórði dómari að hann hafi talað við hann hérna, af línunni,“ sagði ósáttur Ólafur um þriðja mark Víkinga. „Sami dómari var í bikarúrslitaleik í fyrra þar sem hann naut aðstoðar fjórða dómara en hann kaus að taka ekki mark á honum hér í dag. Við töpum samt ekki út af dómgæslunni, við vorum slakir en þetta var skondið mark,“ sagði Ólafur að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 21:10 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. Liðin mættust í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar í Víkinni. Lokatölur 4-1 Víkingum í vil og þeirra fyrsti sigur í sumar staðreynd. „Bara verðskuldaður sigur Víkings. Þeir voru góðir – í fyrri hálfleiknum sérstaklega – og löbbuðu yfir okkur. Það er ekki hægt að segja annað. Við vorum á eftir í öll návígi og gekk illa að spila boltanum,“ sagði Ólafur að leik loknum. „Það var óþarfi að gefa þeim forgjöf, það var erfitt að fara í hálfleikinn 3-0 undir. Það var smá von þegar við skorum snemma í seinni hálfleik en verðskuldaður sigur Víkings. Þetta er flott fótboltalið og þeir sýndu sitt rétta andlit í dag, það gerðum við ekki.“ Þriðja mark Víkings var skrautlegt en Óttar Magnús Karlsson gerði það með marki úr aukaspyrnu nánast við endalínuna. Voru varnarmenn FH sem og Gunnar Nielsen markvörður ekki viðbúnir en svo virðist sem Pétur Guðmundsson – dómari leiksins – hafi gefið Óttari grænt ljós á að taka spyrnuna. „Skrípaleikur bara. Frábær dómgæsla ef það var þannig að boltinn var kyrr og hann vill hafa flot í leiknum. Það er þá í fyrsta skipti í Pepsi Max deildinni sem þeir láta leikinn fljóta. Frá mínum bæjardyrum var hann að tala við mína leikinn og Gunnar var ekki í markinu. Helgi segir við mig sem fjórði dómari að hann hafi talað við hann hérna, af línunni,“ sagði ósáttur Ólafur um þriðja mark Víkinga. „Sami dómari var í bikarúrslitaleik í fyrra þar sem hann naut aðstoðar fjórða dómara en hann kaus að taka ekki mark á honum hér í dag. Við töpum samt ekki út af dómgæslunni, við vorum slakir en þetta var skondið mark,“ sagði Ólafur að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 21:10 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 21:10