Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 20:23 Einar Hermannsson ásamt Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi. Aðsend Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ í aðdraganda stjórnarkosninganna og hafa fylkingar beggja frambjóðenda haft sig mjög frammi í fjölmiðlum síðustu daga. Boðað var til aðalfundarins klukkan fimm nú síðdegis en hann hófst ekki fyrr en klukkan var langt gengin í sex. Fundarsókn var mikil og löng biðröð myndaðist fyrir utan fundarsalinn. Stjórnarkjör fór fram rafrænt og hófst skömmu fyrir klukkan átta. Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson buðu fram lista, auk eins framboð til viðbótar. 490 atkvæði voru greidd á fundinum og fengu Einar og frambjóðendur hans um 280 atkvæði. Einar er þó ekki orðinn formaður en valið verður í stöðuna á fundi aðalstjórnar nú í kvöld. Þórarinn sækist einnig eftir formannsembættinu. Fjölmennt var á fundinum á hótel Nordica í kvöld.Aðsend Titringurinn innan SÁÁ á sér nokkuð langan aðdraganda. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum í mars til að mótmæla því að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Hún dró uppsögn sína þó til baka og í framhaldinu voru hinar uppsagnirnar einnig dregnar til baka. Valgerður studdi Einar í formannskjörinu og þá lýstu 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ við stuðningi við Einar í síðustu viku. Þá hefur einnig verið fjallað um fjárhagsvandræði SÁÁ, ekki síst vegna kórónuveirufaraldursins en SÁÁ hefur líkt og aðrir fundið fyrir tekjusamdrætti að undanförnu. Starfsmennirnir 57 sögðu þó í yfirlýsingu sinni í liðinni viku að vandi SÁÁ snúist ekki um peninga heldur „um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum.“ Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur og bróðir Þórarins, fjallaði ítarlega formannsslag í SÁÁ, í grein sem hann birti á Vísi í gær. Hann sagði rangfærslur sem og vafasaman og gífuryrtan málflutning einkenna þann málflutning sem þar hefur verið hafður í frammi að hans mati og beindist gegn Þórarni, sem er fyrrverandi yfirlæknir SÁÁ. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar kom fram að Einar hefði borið sigur úr býtum í formannskosningu SÁÁ. Það er ekki rétt heldur náði listi hans kjöri í stjórn SÁÁ. Formannskjör fer fram á fundi aðalstjórnar í kvöld. Ólga innan SÁÁ Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ í aðdraganda stjórnarkosninganna og hafa fylkingar beggja frambjóðenda haft sig mjög frammi í fjölmiðlum síðustu daga. Boðað var til aðalfundarins klukkan fimm nú síðdegis en hann hófst ekki fyrr en klukkan var langt gengin í sex. Fundarsókn var mikil og löng biðröð myndaðist fyrir utan fundarsalinn. Stjórnarkjör fór fram rafrænt og hófst skömmu fyrir klukkan átta. Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson buðu fram lista, auk eins framboð til viðbótar. 490 atkvæði voru greidd á fundinum og fengu Einar og frambjóðendur hans um 280 atkvæði. Einar er þó ekki orðinn formaður en valið verður í stöðuna á fundi aðalstjórnar nú í kvöld. Þórarinn sækist einnig eftir formannsembættinu. Fjölmennt var á fundinum á hótel Nordica í kvöld.Aðsend Titringurinn innan SÁÁ á sér nokkuð langan aðdraganda. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum í mars til að mótmæla því að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Hún dró uppsögn sína þó til baka og í framhaldinu voru hinar uppsagnirnar einnig dregnar til baka. Valgerður studdi Einar í formannskjörinu og þá lýstu 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ við stuðningi við Einar í síðustu viku. Þá hefur einnig verið fjallað um fjárhagsvandræði SÁÁ, ekki síst vegna kórónuveirufaraldursins en SÁÁ hefur líkt og aðrir fundið fyrir tekjusamdrætti að undanförnu. Starfsmennirnir 57 sögðu þó í yfirlýsingu sinni í liðinni viku að vandi SÁÁ snúist ekki um peninga heldur „um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum.“ Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur og bróðir Þórarins, fjallaði ítarlega formannsslag í SÁÁ, í grein sem hann birti á Vísi í gær. Hann sagði rangfærslur sem og vafasaman og gífuryrtan málflutning einkenna þann málflutning sem þar hefur verið hafður í frammi að hans mati og beindist gegn Þórarni, sem er fyrrverandi yfirlæknir SÁÁ. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar kom fram að Einar hefði borið sigur úr býtum í formannskosningu SÁÁ. Það er ekki rétt heldur náði listi hans kjöri í stjórn SÁÁ. Formannskjör fer fram á fundi aðalstjórnar í kvöld.
Ólga innan SÁÁ Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent