Forseti geti aðeins setið í 12 ár og meðmælendum fjölgi Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2020 06:52 Bessastaðir, þar sem forseti mun aðeins geta setið í 12 ár samfellt verði breytingarnar að veruleika. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Meðmælum forsetaframbjóðenda verður fjölgað og hámark sett á samfellda setu á forsetastóli, verði frumvarpsdrög að breytingum á stjórnarskrá að veruleika. Þar að auki yrðu breytingar á hlutverki forseta, lengd kjörtímabils hans og lagt til úrræði svo að afstýra megi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp sem forseti hafnar. Forsætisráðuneytið birti drögin, sem unnin voru af Skúla Magnússyni dómara í samráði við formenn stjórnmálaflokanna, í samráðsgátt stjórnvalda í gær og Fréttablaðið gerir sér mat úr í morgun. Samkvæmt drögunum yrði kjörtímabil forseta lengt úr fjórum árum í sex. Aftur á móti myndi forseti aðeins geta setið samfellt í tvö kjörtímabil í embætti, eða samtals 12 ár. Meðmælum fjölgað Þá er lagt til að forsetaframbjóðandi þurfi að afla fleiri meðmæla svo hann geti boðið sig fram. Forsetaefni skal í dag hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna, en mest 3000, og þarf frambjóðandinn að afla stuðnings úr öllum landsfjórðungum. Yrðu stjórnarskrárbreytingarnar að veruleika þyrfti frambjóðandinn hins vegar að afla sér stuðnings 2,5 prósenta kosningabærra Íslendinga. Samkvæmt kjörskrá fyrir síðustu forsetakosningar þyrfti forsetaefnið meðmæli rúmlega 6 þúsund manns svo framboð þess teljist gilt. Að sama skapi er lagt til að hlutverk forseta við stjórnarmyndun verði skýrt og heimild embættisins til að fella niður saksókn verði fjarlægð. Eru þessar tillögðu sagðar í takt við ríkjandi framkvæmd. Þar að auki myndi aðkoma forseta að setningu Alþingis og frestun funda minnka, yrðu breytingarnar að veruleika. Afstýri þjóðaratkvæði Þær fela jafnframt í sér heimild Alþingis til að fella úr gildi lög sem það hefur áður samþykkt en forseti neitað að undirrita. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þyrfti að bera þau lög undir þjóðaratkvæði en með breytingunni gæti Alþingi í raun afturkallað lögin áður en til þess kæmi. Má í raun segja að það sé í takti við núverandi framkvæmd, sé mið tekið af atburðarásinni 2004 þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Í stað þess að leggja lögin í dóm þjóðarinnar voru þau dregin til baka, þannig að aldrei kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Frestur til að skila inn umsögn um stjórnarskrábreytingarnar rennur út um miðjan júlí. Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Meðmælum forsetaframbjóðenda verður fjölgað og hámark sett á samfellda setu á forsetastóli, verði frumvarpsdrög að breytingum á stjórnarskrá að veruleika. Þar að auki yrðu breytingar á hlutverki forseta, lengd kjörtímabils hans og lagt til úrræði svo að afstýra megi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp sem forseti hafnar. Forsætisráðuneytið birti drögin, sem unnin voru af Skúla Magnússyni dómara í samráði við formenn stjórnmálaflokanna, í samráðsgátt stjórnvalda í gær og Fréttablaðið gerir sér mat úr í morgun. Samkvæmt drögunum yrði kjörtímabil forseta lengt úr fjórum árum í sex. Aftur á móti myndi forseti aðeins geta setið samfellt í tvö kjörtímabil í embætti, eða samtals 12 ár. Meðmælum fjölgað Þá er lagt til að forsetaframbjóðandi þurfi að afla fleiri meðmæla svo hann geti boðið sig fram. Forsetaefni skal í dag hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna, en mest 3000, og þarf frambjóðandinn að afla stuðnings úr öllum landsfjórðungum. Yrðu stjórnarskrárbreytingarnar að veruleika þyrfti frambjóðandinn hins vegar að afla sér stuðnings 2,5 prósenta kosningabærra Íslendinga. Samkvæmt kjörskrá fyrir síðustu forsetakosningar þyrfti forsetaefnið meðmæli rúmlega 6 þúsund manns svo framboð þess teljist gilt. Að sama skapi er lagt til að hlutverk forseta við stjórnarmyndun verði skýrt og heimild embættisins til að fella niður saksókn verði fjarlægð. Eru þessar tillögðu sagðar í takt við ríkjandi framkvæmd. Þar að auki myndi aðkoma forseta að setningu Alþingis og frestun funda minnka, yrðu breytingarnar að veruleika. Afstýri þjóðaratkvæði Þær fela jafnframt í sér heimild Alþingis til að fella úr gildi lög sem það hefur áður samþykkt en forseti neitað að undirrita. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þyrfti að bera þau lög undir þjóðaratkvæði en með breytingunni gæti Alþingi í raun afturkallað lögin áður en til þess kæmi. Má í raun segja að það sé í takti við núverandi framkvæmd, sé mið tekið af atburðarásinni 2004 þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Í stað þess að leggja lögin í dóm þjóðarinnar voru þau dregin til baka, þannig að aldrei kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Frestur til að skila inn umsögn um stjórnarskrábreytingarnar rennur út um miðjan júlí.
Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira