Breyta vinnulagi á landamærunum eftir að smit greindust ekki í fyrstu skimun Andri Eysteinsson skrifar 1. júlí 2020 14:21 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Stefnt er að setja á laggirnar vinnulag til þess að koma í veg fyrir að fólk, nýsmitað af kórónuveirunni, geti komið til landsins og ekki greinst jákvætt fyrir kórónuveirusmiti á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra í dag. Þórólfur sagði best að tekið yrði sýni við komuna til landsins, fólk sett í sóttkví og annað sýni tekið fjórum til fimm dögum seinna. „Þá ættu þeir sem eru smitaðir að vera komnir með jákvætt sýni,“ sagði Þórólfur en undanfarna daga hefur verið deilt um ágæti skimunarinnar á landamærunum eftir að smit greindist í einstaklingi sem hafði, við komuna frá Bandaríkjunum ekki greinst smituð, fjöldi fólks hefur verið skipað í sóttkví vegna málsins. „Þetta eru fyrst og fremst Íslendingar og útlendingar sem búa hér. Þessa nálgun notuðum við í mars sem að gafst vel og ég mun í vikunni leggja til við ráðherra að þetta vinnulag verði tekið upp,“ sagði Þórólfur. Vinnulag sem þetta krefst mikillar skipulagningar samkvæmt sóttvarnalækni og er nauðsynlegt að gera þetta sem fyrst. Viðræður við rétta aðila hefjast á næstu dögum og vonast Þórólfur að hægt verði að hrinda þessu í framkvæmd eins fljótt og auðið er. Þangað til hafa verið gefnar út sérstakar leiðbeiningar um að fara farlega fyrstu fjórtán dagana eftir komuna. „Við erum ekki að krefjast sóttkvíar en nánast. Fólk fari mjög varlega,“ sagði Þórólfur. Þórólfur sagði þá í spurningarhluta fundsins að vegna tengslanetsins hér á landi munu Íslendingar þurfa í seinni skimun en ekki erlendir ferðamenn. Ekki þurfi að greiða fyrir seinni skimun sem gerð er innan þrjátíu daga frá þeirri fyrstu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Stefnt er að setja á laggirnar vinnulag til þess að koma í veg fyrir að fólk, nýsmitað af kórónuveirunni, geti komið til landsins og ekki greinst jákvætt fyrir kórónuveirusmiti á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra í dag. Þórólfur sagði best að tekið yrði sýni við komuna til landsins, fólk sett í sóttkví og annað sýni tekið fjórum til fimm dögum seinna. „Þá ættu þeir sem eru smitaðir að vera komnir með jákvætt sýni,“ sagði Þórólfur en undanfarna daga hefur verið deilt um ágæti skimunarinnar á landamærunum eftir að smit greindist í einstaklingi sem hafði, við komuna frá Bandaríkjunum ekki greinst smituð, fjöldi fólks hefur verið skipað í sóttkví vegna málsins. „Þetta eru fyrst og fremst Íslendingar og útlendingar sem búa hér. Þessa nálgun notuðum við í mars sem að gafst vel og ég mun í vikunni leggja til við ráðherra að þetta vinnulag verði tekið upp,“ sagði Þórólfur. Vinnulag sem þetta krefst mikillar skipulagningar samkvæmt sóttvarnalækni og er nauðsynlegt að gera þetta sem fyrst. Viðræður við rétta aðila hefjast á næstu dögum og vonast Þórólfur að hægt verði að hrinda þessu í framkvæmd eins fljótt og auðið er. Þangað til hafa verið gefnar út sérstakar leiðbeiningar um að fara farlega fyrstu fjórtán dagana eftir komuna. „Við erum ekki að krefjast sóttkvíar en nánast. Fólk fari mjög varlega,“ sagði Þórólfur. Þórólfur sagði þá í spurningarhluta fundsins að vegna tengslanetsins hér á landi munu Íslendingar þurfa í seinni skimun en ekki erlendir ferðamenn. Ekki þurfi að greiða fyrir seinni skimun sem gerð er innan þrjátíu daga frá þeirri fyrstu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira