Svar við grein Kolbeins Óttarssonar Proppé Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 2. júlí 2020 12:30 Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. En líkt og röng klukka er rétt tvisvar sinnum á sólarhring þá rataðist honum þó sannarlega satt á munn varðandi eitt: þegar hann segir þetta allt saman gamaldags, pólitískt leikrit með tilheyrandi klækjabrögðum. Það er svo sannarlega rétt hjá honum, en það er ekki minnihlutinn sem stendur í þeim ljóta leik, heldur meirihlutinn. Kolbeinn er fær í því að varpa kastljósinu og sökinni yfir á þá sem gagnrýna hann. Til að axla ekki ábyrgð á eigin gjörðum talar hann svívirðilega niður til kjósenda sem hann segir að „lesi bara fyrirsagnir“. Þarna er hann að varpa athyglinni og sökinni yfir á gagnrýnendur sína, svo að sem minnstur óþverri loði við hann sjálfan. Hann hafði tvo valkosti: Að bera virðingu fyrir viðmælendum sínum og leggja við hlustir á vilja þjóðarinnar og þá gagnrýni sem ríkisstjórnin hefur fengið vegna gjörða sinna, eða að gera lítið úr dómgreind og vitsmunum þess stóra hóps landsmanna sem sitja heima í sárindum yfir því að pólitík var sett ofar mannúð. Að sjálfsögðu væri hann að viðurkenna hversu rangur gjörningur það var að fella þetta frumvarp ef hann samþykkti það að almenningur væri nægilega vel upplýstur um málefnið til að geta tekið upplýsta ákvörðun byggða á eigin samvisku. Þar sem hann vill ekki viðurkenna það verður hann að halda í þá lygi að almenningur viti ekki um hvað málið snúist því hann „lesi bara fyrirsagnir“. Kolbeinn endurtekur í grein sinni fyrirsláttinn sem meirihlutinn hefur notað til að verja þá ákvörðun að halda áfram að refsa veiku fólki. Fyrirslátt sem margsinnis er búið að hrekja af fólki sem er betur til þess fallið en ég, svo sem af Halldóru Mogensen og öðrum flutningsmönnum frumvarpsins. Kolbeinn sakar Pírata um óheiðarleika og slæm vinnubrögð. Nokkuð sem hann hefur sjálfur gert sig sekan um, en þægilegra er að varpa kastljósinu yfir á aðra til að draga úr athygli á eigin sekt. Hann sakar Pírata einnig um að reyna að þvinga fólk til að kjósa gegn eigin sannfæringu. En staðreyndin er sú að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins stóð uppi í pontu fyrir atkvæðagreiðsluna og biðlaði einlæglega til þingheims um að fylgja eigin sannfæringu. Kolbeinn viðurkennir svo í næstu setningu greinarinnar að margir þingmenn meirihlutans gerðu það þveröfuga; segir berum orðum að ansi margir þingmenn hafi stutt málefnið. En ekki kosið með því. Það er skilgreiningin á því að fylgja ekki eigin sannfæringu. Það er svo bláljóst að um ákveðnar flokkslínur var að ræða. Það þarf ekki frekari gagna við en það að líta á þá einföldu staðreynd að einn flutningsmanna frumvarpsins sjálfs SAT HJÁ í atkvæðagreiðslunni. Um eigið frumvarp. Hvernig er það að standa með eigin sannfæringu? Þetta er sorglegt. Sorglegt fyrir þá aðila sem standa ekki með eigin sannfæringu. Sorglegt fyrir þjóðfélag sem situr uppi með þingmenn sem standa ekki með eigin sannfæringu né vilja þjóðarinnar. Sorglegt fyrir fólk með fíknivanda, sem í dag er jaðarsett og útskúfað. Fólk sem getur ekki leitað á náðir löggæslu né heilbrigðiskerfisins og deyr af þeim sökum. Deyr vegna líkamsárása,heimilisofbeldis, veikinda og vosbúðar. Sorglegt fyrir ungmennin sem þora ekki að hringja í Neyðarlínuna þegar vinur þeirra er að látast fyrir framan augu þeirra úr of stórum skammti. Sorglegt fyrir unga manninn sem fer á sakaskrá vegna minniháttar vörslu á grasi og missir af þeim sökum atvinnutækifæri, skólastyrki, orðspor og jafnvel vini og fjölskyldu. Vandlætingin sem einkenna skrif Kolbeins þar sem hann nefnir lyftiduftspokana sem stungið var inn um bréfalúguna hans er megn. Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd. Enda má spyrja; hver með samkennd getur látið það tækifæri fram hjá þér fara að bæta kjör þúsunda landa sinna? Hver með samkennd hefði kosið nei? Höfundur er sálfræðingur og formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Alþingi Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær birti Kolbeinn Óttarsson Proppé grein á Vísi.is þar sem hann fer rangt með staðreyndir – viljandi að því er virðist, hagræðir sannleikanum og sakar „andstæðinginn“ um sömu taktík og hann sjálfur er að beita. En líkt og röng klukka er rétt tvisvar sinnum á sólarhring þá rataðist honum þó sannarlega satt á munn varðandi eitt: þegar hann segir þetta allt saman gamaldags, pólitískt leikrit með tilheyrandi klækjabrögðum. Það er svo sannarlega rétt hjá honum, en það er ekki minnihlutinn sem stendur í þeim ljóta leik, heldur meirihlutinn. Kolbeinn er fær í því að varpa kastljósinu og sökinni yfir á þá sem gagnrýna hann. Til að axla ekki ábyrgð á eigin gjörðum talar hann svívirðilega niður til kjósenda sem hann segir að „lesi bara fyrirsagnir“. Þarna er hann að varpa athyglinni og sökinni yfir á gagnrýnendur sína, svo að sem minnstur óþverri loði við hann sjálfan. Hann hafði tvo valkosti: Að bera virðingu fyrir viðmælendum sínum og leggja við hlustir á vilja þjóðarinnar og þá gagnrýni sem ríkisstjórnin hefur fengið vegna gjörða sinna, eða að gera lítið úr dómgreind og vitsmunum þess stóra hóps landsmanna sem sitja heima í sárindum yfir því að pólitík var sett ofar mannúð. Að sjálfsögðu væri hann að viðurkenna hversu rangur gjörningur það var að fella þetta frumvarp ef hann samþykkti það að almenningur væri nægilega vel upplýstur um málefnið til að geta tekið upplýsta ákvörðun byggða á eigin samvisku. Þar sem hann vill ekki viðurkenna það verður hann að halda í þá lygi að almenningur viti ekki um hvað málið snúist því hann „lesi bara fyrirsagnir“. Kolbeinn endurtekur í grein sinni fyrirsláttinn sem meirihlutinn hefur notað til að verja þá ákvörðun að halda áfram að refsa veiku fólki. Fyrirslátt sem margsinnis er búið að hrekja af fólki sem er betur til þess fallið en ég, svo sem af Halldóru Mogensen og öðrum flutningsmönnum frumvarpsins. Kolbeinn sakar Pírata um óheiðarleika og slæm vinnubrögð. Nokkuð sem hann hefur sjálfur gert sig sekan um, en þægilegra er að varpa kastljósinu yfir á aðra til að draga úr athygli á eigin sekt. Hann sakar Pírata einnig um að reyna að þvinga fólk til að kjósa gegn eigin sannfæringu. En staðreyndin er sú að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins stóð uppi í pontu fyrir atkvæðagreiðsluna og biðlaði einlæglega til þingheims um að fylgja eigin sannfæringu. Kolbeinn viðurkennir svo í næstu setningu greinarinnar að margir þingmenn meirihlutans gerðu það þveröfuga; segir berum orðum að ansi margir þingmenn hafi stutt málefnið. En ekki kosið með því. Það er skilgreiningin á því að fylgja ekki eigin sannfæringu. Það er svo bláljóst að um ákveðnar flokkslínur var að ræða. Það þarf ekki frekari gagna við en það að líta á þá einföldu staðreynd að einn flutningsmanna frumvarpsins sjálfs SAT HJÁ í atkvæðagreiðslunni. Um eigið frumvarp. Hvernig er það að standa með eigin sannfæringu? Þetta er sorglegt. Sorglegt fyrir þá aðila sem standa ekki með eigin sannfæringu. Sorglegt fyrir þjóðfélag sem situr uppi með þingmenn sem standa ekki með eigin sannfæringu né vilja þjóðarinnar. Sorglegt fyrir fólk með fíknivanda, sem í dag er jaðarsett og útskúfað. Fólk sem getur ekki leitað á náðir löggæslu né heilbrigðiskerfisins og deyr af þeim sökum. Deyr vegna líkamsárása,heimilisofbeldis, veikinda og vosbúðar. Sorglegt fyrir ungmennin sem þora ekki að hringja í Neyðarlínuna þegar vinur þeirra er að látast fyrir framan augu þeirra úr of stórum skammti. Sorglegt fyrir unga manninn sem fer á sakaskrá vegna minniháttar vörslu á grasi og missir af þeim sökum atvinnutækifæri, skólastyrki, orðspor og jafnvel vini og fjölskyldu. Vandlætingin sem einkenna skrif Kolbeins þar sem hann nefnir lyftiduftspokana sem stungið var inn um bréfalúguna hans er megn. Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd. Enda má spyrja; hver með samkennd getur látið það tækifæri fram hjá þér fara að bæta kjör þúsunda landa sinna? Hver með samkennd hefði kosið nei? Höfundur er sálfræðingur og formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun