Bolsonaro vildi ekki samþykkja grímuskyldu í verslunum og skólum Andri Eysteinsson skrifar 3. júlí 2020 23:18 Bolsonaro, hér með grímu, hefur verið lítið fyrir það að bera andlitsgrímur vegna faraldursins. Getty/NurPhoto Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. Frumvarpið sem varð að lögum tók þó nokkrum breytingum til þess að forsetinn myndi samþykkja það. Alls hafa nú 1.539.081 íbúar Brasilíu greinst með kórónuveirusmit og þar af hafa 61.884 látið lífið af völdum veirunnar. Ríkisstjórn Brasilíu hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við veirunni og hefur forsetinn, Jair Bolsonaro, ítrekað gert lítið úr faraldrinum og virt sóttvarnartilmæli að vettugi. Það er einungis í Bandaríkjunum þar sem fleiri hafa látist og greinst með kórónuveirusmit. Nú hefur Bolsonaro samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu úti á meðal almennings. Sé einhver uppvís um að nota ekki andlitsgrímu á sá hinn sami yfir höfði sér myndarlega sekt. Forsetinn krafðist þess þó að grímuskyldan myndi ekki gilda alls staðar. Ákvæði laganna sem gerðu kröfu um að grímur skyldu notaðar í verslunum, skólum og bænastöðum voru felldar með neitunarvaldi Bolsonaro. Þá má sömu sögu segja af ákvæði sem hefði gert dreifingu andlitsgríma til fátækra að skyldu stjórnvalda. Brasilíska þjóðþingið hefur nú þrjátíu daga til þess að fella neitun Bolsonaro úr gildi. Bolsonaro hefur ítrekað sagt að fjarlægðarreglur og sóttkví séu ekki nauðsynlegar aðgerðir til að takast á við faraldurinn og muni eingöngu hafa neikvæð áhrif á brothætt efnahagslíf Brasilíu. Hann hefur neitað að bera grímu og hlaut hann skammir frá dómstólum fyrir það í júní. Ríki Brasilíu hafa þó að einhverju leiti reynt að hefta útbreiðslu faraldursins með aðgerðum. Nú í vikunni varð börum í Ríó de Jainero heimilt að hefja starfsemi aftur. Yfir 6.600 hafa látist í faraldrinum í borginni. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. Frumvarpið sem varð að lögum tók þó nokkrum breytingum til þess að forsetinn myndi samþykkja það. Alls hafa nú 1.539.081 íbúar Brasilíu greinst með kórónuveirusmit og þar af hafa 61.884 látið lífið af völdum veirunnar. Ríkisstjórn Brasilíu hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við veirunni og hefur forsetinn, Jair Bolsonaro, ítrekað gert lítið úr faraldrinum og virt sóttvarnartilmæli að vettugi. Það er einungis í Bandaríkjunum þar sem fleiri hafa látist og greinst með kórónuveirusmit. Nú hefur Bolsonaro samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu úti á meðal almennings. Sé einhver uppvís um að nota ekki andlitsgrímu á sá hinn sami yfir höfði sér myndarlega sekt. Forsetinn krafðist þess þó að grímuskyldan myndi ekki gilda alls staðar. Ákvæði laganna sem gerðu kröfu um að grímur skyldu notaðar í verslunum, skólum og bænastöðum voru felldar með neitunarvaldi Bolsonaro. Þá má sömu sögu segja af ákvæði sem hefði gert dreifingu andlitsgríma til fátækra að skyldu stjórnvalda. Brasilíska þjóðþingið hefur nú þrjátíu daga til þess að fella neitun Bolsonaro úr gildi. Bolsonaro hefur ítrekað sagt að fjarlægðarreglur og sóttkví séu ekki nauðsynlegar aðgerðir til að takast á við faraldurinn og muni eingöngu hafa neikvæð áhrif á brothætt efnahagslíf Brasilíu. Hann hefur neitað að bera grímu og hlaut hann skammir frá dómstólum fyrir það í júní. Ríki Brasilíu hafa þó að einhverju leiti reynt að hefta útbreiðslu faraldursins með aðgerðum. Nú í vikunni varð börum í Ríó de Jainero heimilt að hefja starfsemi aftur. Yfir 6.600 hafa látist í faraldrinum í borginni.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira