Fimm árum of lengi í fangelsi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 08:06 Fáni Samóaeyja. Fangelsismál þar hafa verið harðlega gagnrýnd. Vísir/Getty Sio Agafili, samóskur 45 ára karlmaður, var tæpum fimm árum lengur í fangelsi en hann átti að vera. Hvorki hann né fangelsismálayfirvöld virðast hafa áttað sig á því að hann átti að afplána tvo fimm ára dóma sem hann hafði hlotið samtímis. Guardian fjallar um málið. Þar segir að Agafili hafi verið dæmdur í fimm ára fangelsi í desember 2008, en hann hlaut tvo jafnlanga dóma fyrir innbrot annars vegar, og þjófnað hins vegar. Á Samóaeyjum er það venjan að fangelsisdómar séu afplánaðir samtímis, nema annað sé tekið fram. Agafili átti því að losna úr fangelsi í desember árið 2015. Í viðtali við Samoa Observer segir Agafili að honum hafi aldrei verið greint frá raunverulegri lengd þess tíma sem hann átti að afplána. „Enginn sagði mér hvenær fangelsisvistinni átti að ljúka. Ég týndi tölunni á dögunum. Ég man ekki mikið um hvenær ég átti að losna, ég veit bara að ég þurfti að ljúka afplánun minni. Enginn hafði komist á snoðir um þessa yfirsjón fyrr en í síðustu viku, þegar hæstaréttardómari áttaði sig á málinu. Þá átti Agafili að koma fyrir dómara vegna ákæru fyrir líkamsárás í uppþotum og fjöldaflótta úr Tanumalala-fangelsinu, þar sem Agafili var haldið. Fyrir dómi viðurkenndi lögregla að Agafili hefði verið haldið í fangelsinu án dóms og laga. Muriel Lui, lögmaður Agafili, segir að nú vinni hann að því að fara yfir næstu skref með skjólstæðingi sínum. Líklegt væri að hann myndi reyna að sækja einhverjar bætur vegna málsins og að í hans huga væri nokkuð skýrt að um brot á stjórnarskrárvörðum réttindum hans væri að ræða. Þá sagðist Lui hafa áhyggjur af því að fleiri fangar á Samóaeyjum væru í sömu stöðu, en fangelsiskerfi þar hefur verið harðlega gagnrýnt megna mannréttindabrota, spillingar og brotalama í stjórnsýslu þess. Í mars á þessu ári var ríkisstofnun sem fór með fangelsismál leyst upp, og lögreglan í landinu tók við stjórn fangelsanna. Samóa Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Sio Agafili, samóskur 45 ára karlmaður, var tæpum fimm árum lengur í fangelsi en hann átti að vera. Hvorki hann né fangelsismálayfirvöld virðast hafa áttað sig á því að hann átti að afplána tvo fimm ára dóma sem hann hafði hlotið samtímis. Guardian fjallar um málið. Þar segir að Agafili hafi verið dæmdur í fimm ára fangelsi í desember 2008, en hann hlaut tvo jafnlanga dóma fyrir innbrot annars vegar, og þjófnað hins vegar. Á Samóaeyjum er það venjan að fangelsisdómar séu afplánaðir samtímis, nema annað sé tekið fram. Agafili átti því að losna úr fangelsi í desember árið 2015. Í viðtali við Samoa Observer segir Agafili að honum hafi aldrei verið greint frá raunverulegri lengd þess tíma sem hann átti að afplána. „Enginn sagði mér hvenær fangelsisvistinni átti að ljúka. Ég týndi tölunni á dögunum. Ég man ekki mikið um hvenær ég átti að losna, ég veit bara að ég þurfti að ljúka afplánun minni. Enginn hafði komist á snoðir um þessa yfirsjón fyrr en í síðustu viku, þegar hæstaréttardómari áttaði sig á málinu. Þá átti Agafili að koma fyrir dómara vegna ákæru fyrir líkamsárás í uppþotum og fjöldaflótta úr Tanumalala-fangelsinu, þar sem Agafili var haldið. Fyrir dómi viðurkenndi lögregla að Agafili hefði verið haldið í fangelsinu án dóms og laga. Muriel Lui, lögmaður Agafili, segir að nú vinni hann að því að fara yfir næstu skref með skjólstæðingi sínum. Líklegt væri að hann myndi reyna að sækja einhverjar bætur vegna málsins og að í hans huga væri nokkuð skýrt að um brot á stjórnarskrárvörðum réttindum hans væri að ræða. Þá sagðist Lui hafa áhyggjur af því að fleiri fangar á Samóaeyjum væru í sömu stöðu, en fangelsiskerfi þar hefur verið harðlega gagnrýnt megna mannréttindabrota, spillingar og brotalama í stjórnsýslu þess. Í mars á þessu ári var ríkisstofnun sem fór með fangelsismál leyst upp, og lögreglan í landinu tók við stjórn fangelsanna.
Samóa Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira