Nemendum í Hong Kong bannað að vera pólitískir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2020 17:28 Hópur nemenda í Polytechnic University í Hong Kong mótmæla við útskrift úr skólanum. Mótmælin fóru fram í byrjun nóvember 2019 en þá var mánuður liðinn frá því að yfirvöld kynntu til sögunnar lög sem banna notkun andlitsgríma á opinberum samkomum. EPA-EFE/JEROME FAVRE Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. Þetta kemur fram í tilskipun frá menntamálaráðherra héraðsins. Þúsundir skólabarna og ungmenna í Hong Kong hafa tekið virkan þátt í baráttu aðgerðarhópa sem hafa krafist aukins lýðræðis í héraðinu frá því á síðasta ári. Um 1.600 stúdentar voru handteknir fyrir að taka þátt í mótmælum síðasta árið. Tilskipunin var gefin út sama dag og ný öryggislög Kína tóku gildi í borginni. Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þannig megi til að mynda ekki vanvirða kínverska þjóðsönginn og Kínverjar geta nú komið uppi starfsstöðvum fyrir öryggisstofnanir í Hong Kong. Hong Kong var á yfirráðasvæði Breta til ársins 1997 en þá var héraðið rétt aftur til Kína. Í samkomulagi milli Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi að vera tryggð fyrir íbúa héraðsins í minnst 50 ár samkvæmt „eitt land, tvö kerfi“ samkomulaginu. Mörg börn tóku þátt í mótmælunum sem hófust í fyrra og nýttu skólastofurnar til að lýsa yfir stuðningi við kröfur lýðræðissinna. Nemendur gripu meðal annars til þess að yfirgnæfa kínverska þjóðsönginn með því að syngja lagið Glory To Hong Kong sem hefur orðið einkennissöngur mótmælenda. Kevin Yeung, menntamálaráðherra héraðsins, segir að skólar verði að grípa til aðgerða ef nemendur grípa til slíkra ráða. Þá sagði hann að lagið Glory To Hong Kong sé nátengd félagslegum og pólitískum aðgerðum, ofbeldi og ólöglegu athæfi sem farið hafi fram síðustu mánuði. „Skólar mega ekki leyfa nemendum að spila, syngja eða deila því í skólum,“ sagði hann. Þá mega nemendur ekki mynda keðjur í mótmælaskyni, kyrja slagorð eða tjá önnur pólitísk skilaboð. Í síðustu viku voru bækur sem fjalla um eða hvetja til aukins lýðræðis fjarlægðar af bókasöfnum og segja yfirvöld að þeim verði skilað aftur ef í ljós kemur við nánari skoðun að þær séu ekki brot á lögunum. Hong Kong Kína Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. Þetta kemur fram í tilskipun frá menntamálaráðherra héraðsins. Þúsundir skólabarna og ungmenna í Hong Kong hafa tekið virkan þátt í baráttu aðgerðarhópa sem hafa krafist aukins lýðræðis í héraðinu frá því á síðasta ári. Um 1.600 stúdentar voru handteknir fyrir að taka þátt í mótmælum síðasta árið. Tilskipunin var gefin út sama dag og ný öryggislög Kína tóku gildi í borginni. Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þannig megi til að mynda ekki vanvirða kínverska þjóðsönginn og Kínverjar geta nú komið uppi starfsstöðvum fyrir öryggisstofnanir í Hong Kong. Hong Kong var á yfirráðasvæði Breta til ársins 1997 en þá var héraðið rétt aftur til Kína. Í samkomulagi milli Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi að vera tryggð fyrir íbúa héraðsins í minnst 50 ár samkvæmt „eitt land, tvö kerfi“ samkomulaginu. Mörg börn tóku þátt í mótmælunum sem hófust í fyrra og nýttu skólastofurnar til að lýsa yfir stuðningi við kröfur lýðræðissinna. Nemendur gripu meðal annars til þess að yfirgnæfa kínverska þjóðsönginn með því að syngja lagið Glory To Hong Kong sem hefur orðið einkennissöngur mótmælenda. Kevin Yeung, menntamálaráðherra héraðsins, segir að skólar verði að grípa til aðgerða ef nemendur grípa til slíkra ráða. Þá sagði hann að lagið Glory To Hong Kong sé nátengd félagslegum og pólitískum aðgerðum, ofbeldi og ólöglegu athæfi sem farið hafi fram síðustu mánuði. „Skólar mega ekki leyfa nemendum að spila, syngja eða deila því í skólum,“ sagði hann. Þá mega nemendur ekki mynda keðjur í mótmælaskyni, kyrja slagorð eða tjá önnur pólitísk skilaboð. Í síðustu viku voru bækur sem fjalla um eða hvetja til aukins lýðræðis fjarlægðar af bókasöfnum og segja yfirvöld að þeim verði skilað aftur ef í ljós kemur við nánari skoðun að þær séu ekki brot á lögunum.
Hong Kong Kína Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira