Bylting að eiga sér stað á leigumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2020 19:20 Bylting er að eiga sér stað á leigumarkaði fyrir fólk á lægstu launum og í lægri millitekjuhópum þessi misserin með byggingu rúmlega þúsund íbúða á vegum byggingarfélags verkalýðshreyfingarinnar. Verkefnisstjóri segir félagið hugsað til framtíðar og fjöldi íbúða ráðist af vilja sveitarfélaga og ríkis. Það eru miklar byggingaframkvæmdir á Kirkjusandi þessa dagana. Öðru meginn götunnar er einkaframtakið að byggja íbúðir en hinum megin má segja að verið sé aðendurreisa verkamannabústaðakerfið sem var lagt af á tíunda áratug síðustu aldar. Því þar er Bjarg byggingarfélag að byggja áttatíu íbúðir sem eiga að vera tilbúnar í byrjun næsta árs. Félagið afhenti fyrstu íbúðirnar í Grafarvogi í fyrri og hefur afhent 223 íbúðir í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum, er með 430 í byggingu og annan eins fjölda í hönnun og undirbúningi. Þröstur Bjarnason verkefnisstjóri hjá Bjargi segir að alls verð íbúðirnar 1.300 á næstu misserum. Þröstur Bjarnason verkefnastjóri hjá Bjargi segir leigjendur hjá félaginu fá tryggt húsnæði á mjög góðu verði.Stöð2/Sigurjón „Við reynum að byggja íbúðir fyrir alla fjölskylduhópa. Við erum með alveg frá fjölskylduíbúðum upp í fimm herbergjaíbúðir. Þar sem fólk getur verið með þrjú til fjögur börn. Þannig að við reynum að spanna alla breiddina,“ segir Þröstur. Um er að ræða leiguíbúðir fyrir fólk í lægri tekjuþrepunum þar sem fólki er tryggð framtíðarleiga á bestu kjörum. „Og það þarf ekki að spyrja að því að þið eruð ekki í neinum vandræðum við að koma þessum íbúðum út? Nei, nei það bíður fólk í röðum og ánægjulegt að sjá þegar fólkið kemur og fær lyklana og sendibíllinn bíður bara við dyrnar til að flytja inn,“ segir Þröstur. Bjarg ætlar meðal annars að byggja fimmtíu íbúðir í litlum fjölbýlishúsum í Þorlákshöfn, Sandgerði og á Selfossi.Mynd/Bjarg Þörfin fyrir öruggt leiguhúsnæði er því augljós en ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði og sveitarfélögin gefa eftir ýmis gjöld vegna lóða og gatnagerða. „Það fékkst nú breyting um síðutu áramót þar sem hámarks tekjumörk voru hækkuð. Þannig að það fjölgaði ansi mikið í hópnum sem kemst inn til okkar.“ Og fólk fær líka tryggingu fyrir því að það er ekki verið að henda því út eftir nokkra mánuði bara vegna þess að eigandinn skipti um skoðun? „Ó nei. Þú getur komið þarna inn um tvítugt og farið út níræður hjá okkur. Svo framarlega sem þú borgar leiguna þá ertu inni,“ segir Þröstur Bjarnason. Húsnæðismál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Bylting er að eiga sér stað á leigumarkaði fyrir fólk á lægstu launum og í lægri millitekjuhópum þessi misserin með byggingu rúmlega þúsund íbúða á vegum byggingarfélags verkalýðshreyfingarinnar. Verkefnisstjóri segir félagið hugsað til framtíðar og fjöldi íbúða ráðist af vilja sveitarfélaga og ríkis. Það eru miklar byggingaframkvæmdir á Kirkjusandi þessa dagana. Öðru meginn götunnar er einkaframtakið að byggja íbúðir en hinum megin má segja að verið sé aðendurreisa verkamannabústaðakerfið sem var lagt af á tíunda áratug síðustu aldar. Því þar er Bjarg byggingarfélag að byggja áttatíu íbúðir sem eiga að vera tilbúnar í byrjun næsta árs. Félagið afhenti fyrstu íbúðirnar í Grafarvogi í fyrri og hefur afhent 223 íbúðir í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum, er með 430 í byggingu og annan eins fjölda í hönnun og undirbúningi. Þröstur Bjarnason verkefnisstjóri hjá Bjargi segir að alls verð íbúðirnar 1.300 á næstu misserum. Þröstur Bjarnason verkefnastjóri hjá Bjargi segir leigjendur hjá félaginu fá tryggt húsnæði á mjög góðu verði.Stöð2/Sigurjón „Við reynum að byggja íbúðir fyrir alla fjölskylduhópa. Við erum með alveg frá fjölskylduíbúðum upp í fimm herbergjaíbúðir. Þar sem fólk getur verið með þrjú til fjögur börn. Þannig að við reynum að spanna alla breiddina,“ segir Þröstur. Um er að ræða leiguíbúðir fyrir fólk í lægri tekjuþrepunum þar sem fólki er tryggð framtíðarleiga á bestu kjörum. „Og það þarf ekki að spyrja að því að þið eruð ekki í neinum vandræðum við að koma þessum íbúðum út? Nei, nei það bíður fólk í röðum og ánægjulegt að sjá þegar fólkið kemur og fær lyklana og sendibíllinn bíður bara við dyrnar til að flytja inn,“ segir Þröstur. Bjarg ætlar meðal annars að byggja fimmtíu íbúðir í litlum fjölbýlishúsum í Þorlákshöfn, Sandgerði og á Selfossi.Mynd/Bjarg Þörfin fyrir öruggt leiguhúsnæði er því augljós en ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði og sveitarfélögin gefa eftir ýmis gjöld vegna lóða og gatnagerða. „Það fékkst nú breyting um síðutu áramót þar sem hámarks tekjumörk voru hækkuð. Þannig að það fjölgaði ansi mikið í hópnum sem kemst inn til okkar.“ Og fólk fær líka tryggingu fyrir því að það er ekki verið að henda því út eftir nokkra mánuði bara vegna þess að eigandinn skipti um skoðun? „Ó nei. Þú getur komið þarna inn um tvítugt og farið út níræður hjá okkur. Svo framarlega sem þú borgar leiguna þá ertu inni,“ segir Þröstur Bjarnason.
Húsnæðismál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira