Spurst hefur út að vel gangi á Íslandi Kristín Ólafsdóttir og Telma Tómasson skrifa 9. júlí 2020 13:28 Frá Seyðisfirði, þar sem Norræna leggst að bryggju. Vísir/vilhelm Farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma til landsins með Norrænu, en spurst hefur út að vel gangi á Íslandi að taka á móti ferðamönnum. Skimun um borð í skipinu í morgun gekk vel að sögn yfirlögregluþjóns. Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hafði engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. Taka þurfti sýni úr tæplega 500 farþegum, en tólf manna teymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins flaug til Færeyja í gær og skimaði um borð í ferjunni þegar skipið var komið 24 sjómílur frá landgrunni Íslands. Skimuninn gekk vel í morgun og var lokið áður en skipið lagðist að bryggju á Seyðisfirði. Ferlið gangi sífellt betur. „Þetta er í þriðja sinn sem þetta er gert með þessum hætti um borð í skipinu og hefur gengið betur og betur og best núna og höldum bara áfram að læra vonandi og þróa þetta. Þannig að þetta tók mun skemmri tíma en síðast en gekk ágætlega þá,“ segir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi og bætir við að samstarfið um verkefnið hafi gengið mjög vel. Hann segir að farþegar séu duglegir að fara eftir fyrirmælum og fylgi að því er virðist verklagi sem þeir fá upplýsingar um á kynningarblaði. Vel hefur gengið að skima fyrir kórónuveirunni um borð í Norrænu.Vísir/Jóhann K. Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril line, tekur undir það með Kristjáni að skimanir gangi vel. „Prufurnar voru að mestu leyti búnar þegar skipið kom klukkan hálf níu í höfn. Þannig að það er bara kraftaverk að þetta gangi svona vel.“ Árið er fráleitt jafn gott og síðustu tvö, að sögn Lindu, en farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma með Norrænu til landsins og fyrirspurnum fjölgar. „Við vorum að fá 750 manns núna með skipinu, það er sirka sama tala í næstu viku, og svo bætist við það spyrst út að þetta gengur upp og fólk hefur það gott á Íslandi, og að Ísland sé opið. Þannig að við erum að sjá mikið af fyrirspurnum, miklu meira heldur en hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Linda. Frá hvaða löndum koma farþegarnir helst? „Stærsti hlutinn er Þjóðverjar og auðvitað er töluvert af Frökkum og Hollendingum og Skandinövum. Þannig að þetta er svona blanda en langstærsti hlutinn Þjóðverjar.“ Seyðisfjörður Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05 Ætla að skima fimm hundruð farþega Norrænu áður en til hafnar er komið Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði. 8. júlí 2020 15:30 Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands. 6. júlí 2020 18:25 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma til landsins með Norrænu, en spurst hefur út að vel gangi á Íslandi að taka á móti ferðamönnum. Skimun um borð í skipinu í morgun gekk vel að sögn yfirlögregluþjóns. Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hafði engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. Taka þurfti sýni úr tæplega 500 farþegum, en tólf manna teymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins flaug til Færeyja í gær og skimaði um borð í ferjunni þegar skipið var komið 24 sjómílur frá landgrunni Íslands. Skimuninn gekk vel í morgun og var lokið áður en skipið lagðist að bryggju á Seyðisfirði. Ferlið gangi sífellt betur. „Þetta er í þriðja sinn sem þetta er gert með þessum hætti um borð í skipinu og hefur gengið betur og betur og best núna og höldum bara áfram að læra vonandi og þróa þetta. Þannig að þetta tók mun skemmri tíma en síðast en gekk ágætlega þá,“ segir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi og bætir við að samstarfið um verkefnið hafi gengið mjög vel. Hann segir að farþegar séu duglegir að fara eftir fyrirmælum og fylgi að því er virðist verklagi sem þeir fá upplýsingar um á kynningarblaði. Vel hefur gengið að skima fyrir kórónuveirunni um borð í Norrænu.Vísir/Jóhann K. Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril line, tekur undir það með Kristjáni að skimanir gangi vel. „Prufurnar voru að mestu leyti búnar þegar skipið kom klukkan hálf níu í höfn. Þannig að það er bara kraftaverk að þetta gangi svona vel.“ Árið er fráleitt jafn gott og síðustu tvö, að sögn Lindu, en farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma með Norrænu til landsins og fyrirspurnum fjölgar. „Við vorum að fá 750 manns núna með skipinu, það er sirka sama tala í næstu viku, og svo bætist við það spyrst út að þetta gengur upp og fólk hefur það gott á Íslandi, og að Ísland sé opið. Þannig að við erum að sjá mikið af fyrirspurnum, miklu meira heldur en hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Linda. Frá hvaða löndum koma farþegarnir helst? „Stærsti hlutinn er Þjóðverjar og auðvitað er töluvert af Frökkum og Hollendingum og Skandinövum. Þannig að þetta er svona blanda en langstærsti hlutinn Þjóðverjar.“
Seyðisfjörður Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05 Ætla að skima fimm hundruð farþega Norrænu áður en til hafnar er komið Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði. 8. júlí 2020 15:30 Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands. 6. júlí 2020 18:25 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05
Ætla að skima fimm hundruð farþega Norrænu áður en til hafnar er komið Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði. 8. júlí 2020 15:30
Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands. 6. júlí 2020 18:25