Spurst hefur út að vel gangi á Íslandi Kristín Ólafsdóttir og Telma Tómasson skrifa 9. júlí 2020 13:28 Frá Seyðisfirði, þar sem Norræna leggst að bryggju. Vísir/vilhelm Farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma til landsins með Norrænu, en spurst hefur út að vel gangi á Íslandi að taka á móti ferðamönnum. Skimun um borð í skipinu í morgun gekk vel að sögn yfirlögregluþjóns. Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hafði engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. Taka þurfti sýni úr tæplega 500 farþegum, en tólf manna teymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins flaug til Færeyja í gær og skimaði um borð í ferjunni þegar skipið var komið 24 sjómílur frá landgrunni Íslands. Skimuninn gekk vel í morgun og var lokið áður en skipið lagðist að bryggju á Seyðisfirði. Ferlið gangi sífellt betur. „Þetta er í þriðja sinn sem þetta er gert með þessum hætti um borð í skipinu og hefur gengið betur og betur og best núna og höldum bara áfram að læra vonandi og þróa þetta. Þannig að þetta tók mun skemmri tíma en síðast en gekk ágætlega þá,“ segir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi og bætir við að samstarfið um verkefnið hafi gengið mjög vel. Hann segir að farþegar séu duglegir að fara eftir fyrirmælum og fylgi að því er virðist verklagi sem þeir fá upplýsingar um á kynningarblaði. Vel hefur gengið að skima fyrir kórónuveirunni um borð í Norrænu.Vísir/Jóhann K. Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril line, tekur undir það með Kristjáni að skimanir gangi vel. „Prufurnar voru að mestu leyti búnar þegar skipið kom klukkan hálf níu í höfn. Þannig að það er bara kraftaverk að þetta gangi svona vel.“ Árið er fráleitt jafn gott og síðustu tvö, að sögn Lindu, en farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma með Norrænu til landsins og fyrirspurnum fjölgar. „Við vorum að fá 750 manns núna með skipinu, það er sirka sama tala í næstu viku, og svo bætist við það spyrst út að þetta gengur upp og fólk hefur það gott á Íslandi, og að Ísland sé opið. Þannig að við erum að sjá mikið af fyrirspurnum, miklu meira heldur en hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Linda. Frá hvaða löndum koma farþegarnir helst? „Stærsti hlutinn er Þjóðverjar og auðvitað er töluvert af Frökkum og Hollendingum og Skandinövum. Þannig að þetta er svona blanda en langstærsti hlutinn Þjóðverjar.“ Seyðisfjörður Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05 Ætla að skima fimm hundruð farþega Norrænu áður en til hafnar er komið Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði. 8. júlí 2020 15:30 Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands. 6. júlí 2020 18:25 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma til landsins með Norrænu, en spurst hefur út að vel gangi á Íslandi að taka á móti ferðamönnum. Skimun um borð í skipinu í morgun gekk vel að sögn yfirlögregluþjóns. Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hafði engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. Taka þurfti sýni úr tæplega 500 farþegum, en tólf manna teymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins flaug til Færeyja í gær og skimaði um borð í ferjunni þegar skipið var komið 24 sjómílur frá landgrunni Íslands. Skimuninn gekk vel í morgun og var lokið áður en skipið lagðist að bryggju á Seyðisfirði. Ferlið gangi sífellt betur. „Þetta er í þriðja sinn sem þetta er gert með þessum hætti um borð í skipinu og hefur gengið betur og betur og best núna og höldum bara áfram að læra vonandi og þróa þetta. Þannig að þetta tók mun skemmri tíma en síðast en gekk ágætlega þá,“ segir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi og bætir við að samstarfið um verkefnið hafi gengið mjög vel. Hann segir að farþegar séu duglegir að fara eftir fyrirmælum og fylgi að því er virðist verklagi sem þeir fá upplýsingar um á kynningarblaði. Vel hefur gengið að skima fyrir kórónuveirunni um borð í Norrænu.Vísir/Jóhann K. Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril line, tekur undir það með Kristjáni að skimanir gangi vel. „Prufurnar voru að mestu leyti búnar þegar skipið kom klukkan hálf níu í höfn. Þannig að það er bara kraftaverk að þetta gangi svona vel.“ Árið er fráleitt jafn gott og síðustu tvö, að sögn Lindu, en farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma með Norrænu til landsins og fyrirspurnum fjölgar. „Við vorum að fá 750 manns núna með skipinu, það er sirka sama tala í næstu viku, og svo bætist við það spyrst út að þetta gengur upp og fólk hefur það gott á Íslandi, og að Ísland sé opið. Þannig að við erum að sjá mikið af fyrirspurnum, miklu meira heldur en hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Linda. Frá hvaða löndum koma farþegarnir helst? „Stærsti hlutinn er Þjóðverjar og auðvitað er töluvert af Frökkum og Hollendingum og Skandinövum. Þannig að þetta er svona blanda en langstærsti hlutinn Þjóðverjar.“
Seyðisfjörður Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05 Ætla að skima fimm hundruð farþega Norrænu áður en til hafnar er komið Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði. 8. júlí 2020 15:30 Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands. 6. júlí 2020 18:25 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05
Ætla að skima fimm hundruð farþega Norrænu áður en til hafnar er komið Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi er komið til Færeyja með það að markmiði að ljúka skimun áður en til hafnar er komið á Seyðisfirði. 8. júlí 2020 15:30
Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands. 6. júlí 2020 18:25