Ný lög banna auglýsingar veðmálafyrirtækja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2020 16:30 Stórlið Sevilla er með veðmálafyrirtækið Marathon Bet framan á búningum sínum. Það verður ekki leyfilegt þegar ný lög á Spáni taka gildi. EPA-EFE/Julio Muñoz Á meðan umræðan á Íslandi er í þá átt að leyfa eigi íþróttafélögum landsins að auglýsa veðmálafyrirtæki þá hafa spænsk yfirvöld tekið annan pól í hæðina. Ný lög þar í landi munu banna spænskum knattspyrnufélögum í efstu og næst efstu deild að auglýsa veðmálafyrirtæki framan á búningum sínum. Þá mega veðmálafyrirtæki ekki auglýsa á leikvöngum liðanna. Mun þetta hafa áhrif á 41 af 42 liðum í deildunum tveimur. Spain have introduced a ban on betting advertisingIt will affect 41 of the 42 clubs currently in LaLiga https://t.co/YLiWlz8c7W pic.twitter.com/8r5V5HTLJ9— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) July 10, 2020 Alls eru tíu félög í deildunum tveimur með veðmálafyrirtæki sem sinn helsta styrktaraðila. Þar má nefna stórliðin Valencia og Sevilla ásamt liðum á borð við Leganes, Osasuna, Levante, Alaves, Granada, Real Mallorca og Sporting Gijon. Veðmálauglýsingar eru á nær öllum leikvöngum í deildunum tveimur og mörg eru með veðmálauglýsingar á búningum sínum þó það sé ekki þeirra stærsti styrktaraðili. Mun þetta því hafa áhrif á lið eins og Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid. Sem stendur er aðeins eitt félag í deildunum tveimur sem hefur neitað að þiggja fjármagn frá veðmálafyrirtækjum, það er Real Sociedad. Er það því eina liðið sem mun ekki verða af háum upphæðum þegar lögin verða tekin í gildi. Talið er að spænsk knattspyrnulið verði af allt að 80 milljónum evra ef fjármálafyrirtæki fá ekki að auglýsa hjá þeim. Marca greindi frá. Fótbolti Spænski boltinn Fjárhættuspil Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira
Á meðan umræðan á Íslandi er í þá átt að leyfa eigi íþróttafélögum landsins að auglýsa veðmálafyrirtæki þá hafa spænsk yfirvöld tekið annan pól í hæðina. Ný lög þar í landi munu banna spænskum knattspyrnufélögum í efstu og næst efstu deild að auglýsa veðmálafyrirtæki framan á búningum sínum. Þá mega veðmálafyrirtæki ekki auglýsa á leikvöngum liðanna. Mun þetta hafa áhrif á 41 af 42 liðum í deildunum tveimur. Spain have introduced a ban on betting advertisingIt will affect 41 of the 42 clubs currently in LaLiga https://t.co/YLiWlz8c7W pic.twitter.com/8r5V5HTLJ9— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) July 10, 2020 Alls eru tíu félög í deildunum tveimur með veðmálafyrirtæki sem sinn helsta styrktaraðila. Þar má nefna stórliðin Valencia og Sevilla ásamt liðum á borð við Leganes, Osasuna, Levante, Alaves, Granada, Real Mallorca og Sporting Gijon. Veðmálauglýsingar eru á nær öllum leikvöngum í deildunum tveimur og mörg eru með veðmálauglýsingar á búningum sínum þó það sé ekki þeirra stærsti styrktaraðili. Mun þetta því hafa áhrif á lið eins og Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid. Sem stendur er aðeins eitt félag í deildunum tveimur sem hefur neitað að þiggja fjármagn frá veðmálafyrirtækjum, það er Real Sociedad. Er það því eina liðið sem mun ekki verða af háum upphæðum þegar lögin verða tekin í gildi. Talið er að spænsk knattspyrnulið verði af allt að 80 milljónum evra ef fjármálafyrirtæki fá ekki að auglýsa hjá þeim. Marca greindi frá.
Fótbolti Spænski boltinn Fjárhættuspil Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira