LeBron James ætlar ekki að vera með skilaboð aftan á treyjunni Ísak Hallmundarson skrifar 12. júlí 2020 10:00 LeBron er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. getty/Harry How LeBron James þarf vart að kynna enda einn besti körfuboltamaður okkar samtíma og af flestum talinn einn af þeim bestu allra tíma. Hann segist ekki ætla að vera með nein skilaboð aftan á treyju sinni þegar keppni í NBA hefst aftur 30. júlí. Á dögunum var greint frá því að leikmenn deildarinnar fengju að velja sér skilaboð aftan á treyju sína til stuðnings við réttindabaráttu þeldökkra í Bandaríkjunum. Svipað og við sáum þegar enska úrvalsdeildin hófst aftur í júní, en þá var „Black Lives Matter“ aftan á treyju leikmanna í stað eftirnafns í fyrstu tveimur umferðunum. Í NBA fá leikmenn að velja sér skilaboð eftir ákveðnum lista, þar er hægt að velja skilaboð eins og „Equality“, „Freedom“, „Vote“, „Power to the People“ og að sjálfsögðu „Black Lives Matter“. LeBron James, ein stærsta stjarna deildarinnar, ætlar hinsvegar ekki að bera slík skilaboð. „Ég þarf ekki að hafa einhver skilaboð aftan á treyjunni minni til að fólk viti hvað ég stend fyrir,“ segir James. „Þetta er engin vanþóknun á listanum sem við fengum. Ég mun styðja alla sem ákveða að setja eitthvað aftan á treyjuna. Þetta er bara eitthvað sem fer ekki saman við mína baráttu og mín gildi.“ „Ég hefði viljað hafi eitthvað að segja um hvað ég gæti valið aftan á treyjuna, ég var með ýmislegt í huga en ég var ekki hluti af því ferli, sem er allt í góðu,“ sagði James en leikmenn þurftu að velja skilaboð af samþykktum lista NBA-deildarinnar. Það er þó ekki skylda að bera slík skilaboð og ætlar LeBron að vera með nafnið sitt á sinni treyju, líkt og vanalega. NBA-deildin fer aftur af stað þann 30. júlí í Disneylandi í Orlando. NBA Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
LeBron James þarf vart að kynna enda einn besti körfuboltamaður okkar samtíma og af flestum talinn einn af þeim bestu allra tíma. Hann segist ekki ætla að vera með nein skilaboð aftan á treyju sinni þegar keppni í NBA hefst aftur 30. júlí. Á dögunum var greint frá því að leikmenn deildarinnar fengju að velja sér skilaboð aftan á treyju sína til stuðnings við réttindabaráttu þeldökkra í Bandaríkjunum. Svipað og við sáum þegar enska úrvalsdeildin hófst aftur í júní, en þá var „Black Lives Matter“ aftan á treyju leikmanna í stað eftirnafns í fyrstu tveimur umferðunum. Í NBA fá leikmenn að velja sér skilaboð eftir ákveðnum lista, þar er hægt að velja skilaboð eins og „Equality“, „Freedom“, „Vote“, „Power to the People“ og að sjálfsögðu „Black Lives Matter“. LeBron James, ein stærsta stjarna deildarinnar, ætlar hinsvegar ekki að bera slík skilaboð. „Ég þarf ekki að hafa einhver skilaboð aftan á treyjunni minni til að fólk viti hvað ég stend fyrir,“ segir James. „Þetta er engin vanþóknun á listanum sem við fengum. Ég mun styðja alla sem ákveða að setja eitthvað aftan á treyjuna. Þetta er bara eitthvað sem fer ekki saman við mína baráttu og mín gildi.“ „Ég hefði viljað hafi eitthvað að segja um hvað ég gæti valið aftan á treyjuna, ég var með ýmislegt í huga en ég var ekki hluti af því ferli, sem er allt í góðu,“ sagði James en leikmenn þurftu að velja skilaboð af samþykktum lista NBA-deildarinnar. Það er þó ekki skylda að bera slík skilaboð og ætlar LeBron að vera með nafnið sitt á sinni treyju, líkt og vanalega. NBA-deildin fer aftur af stað þann 30. júlí í Disneylandi í Orlando.
NBA Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira