Útlendingar búsettir á Íslandi eru búbót hjá ferðaþjónustubændum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júlí 2020 22:55 Jón Hrafn Karlsson og Linda Ösp Gunnarsdóttir, ferðaþjónustubændur á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi. Stöð 2/Einar Árnason. Útlendingar sem búa á Íslandi hafa reynst drjúg búbót í kórónufaraldrinum fyrir ferðaþjónustubændur í Skaftárhreppi, sem segjast bjartsýnir á að komast í gegnum hremmingarnar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þau Jón Hrafn Karlsson og Linda Ösp Gunnarsdóttir búa á bænum Syðri-Steinsmýri í Meðallandi með fjögur börn. Þau eiga nýjasta íbúðarhúsið í sveitinni en þau fluttu hingað af Suðurnesjum fyrir fimm árum til að sinna þjónustu við ferðamenn og veiðimenn. Fjölskyldan flutti í Skaftárhrepp frá Suðurnesjum fyrir fimm árum.Stöð 2/Einar Árnason. En hvernig skyldu ferðaþjónustubændur eins og þau vera að fara út úr kórónufaraldrinum? „Tappinn var náttúrlega tekinn úr ferðamanninum. En það hefur verið rennerí af Íslendingum,“ segir Jón Hrafn. „Og líka bara af útlendingum sem búa á Íslandi. Það tíndist aðeins af þeim fyrst, sko. Eins og þeir væru komnir í smáfrí frá vinnunni sinni og ákváðu að fara á flakk,“ segir Linda Ösp. „Já, fólk sem var kannski að vinna við ferðaþjónustu og bjó á Íslandi, það fór að ferðast,“ segir Jón Hrafn. Bærinn Syðri-Steinsmýri er í jaðri Eldhrauns, sem rann í Skaftáreldum árið 1783.Stöð 2/Einar Árnason Þau eru með gistirými fyrir 32 gesti í þremur sumarhúsum en einnig í veiðihúsinu við Eldvatn, sem þau reka. Þau segja að Íslendingarnir séu líka farnir að skila sér. „Það er sérstaklega byrjað um helgarnar að koma Íslendingar. Núna er þetta að bókast svolítið hjá okkur,“ segir Linda. Þau segjast ekki örvænta. Þau komist af, að minnsta kosti meðan fjölskyldan sé bara ein í þessu, en fleiri gesti þyrfti ef standa ætti undir starfsmanni. Þau hafa ekki treyst sér til að ráða starfsmann, eins og undanfarin ár, en það gæti breyst þegar traffíkin aukist í ágúst þegar veiðin hefjist og þá þurfi væntanlega að finna starfsmann. Þau eiga samt ekki von á neinni uppsveiflu. „Það verður örugglega rólegt að gera í vetur,“ segja þau. Tvíbýlt er á Syðri-Steinsmýri. Þau Jón Hrafn og Linda Ösp búa á bænum sem nær stendur.Stöð 2/Einar Árnason. Staðsetningin á Suðausturlandi hjálpi því megnið af erlendum ferðamönnum vilji sjá Jökulsárlón. „Þó að margir fari kannski bara að Vík þá eru mjög margir sem vilja sjá Jökulsárlón. Þá komum við sterkt inn. Það líka hjálpar að við erum með heita potta. Það er mjög vinsælt. Líka hjá Íslendingunum,“ segir Linda Ösp Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Stangveiði Tengdar fréttir Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09 Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19 Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Útlendingar sem búa á Íslandi hafa reynst drjúg búbót í kórónufaraldrinum fyrir ferðaþjónustubændur í Skaftárhreppi, sem segjast bjartsýnir á að komast í gegnum hremmingarnar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þau Jón Hrafn Karlsson og Linda Ösp Gunnarsdóttir búa á bænum Syðri-Steinsmýri í Meðallandi með fjögur börn. Þau eiga nýjasta íbúðarhúsið í sveitinni en þau fluttu hingað af Suðurnesjum fyrir fimm árum til að sinna þjónustu við ferðamenn og veiðimenn. Fjölskyldan flutti í Skaftárhrepp frá Suðurnesjum fyrir fimm árum.Stöð 2/Einar Árnason. En hvernig skyldu ferðaþjónustubændur eins og þau vera að fara út úr kórónufaraldrinum? „Tappinn var náttúrlega tekinn úr ferðamanninum. En það hefur verið rennerí af Íslendingum,“ segir Jón Hrafn. „Og líka bara af útlendingum sem búa á Íslandi. Það tíndist aðeins af þeim fyrst, sko. Eins og þeir væru komnir í smáfrí frá vinnunni sinni og ákváðu að fara á flakk,“ segir Linda Ösp. „Já, fólk sem var kannski að vinna við ferðaþjónustu og bjó á Íslandi, það fór að ferðast,“ segir Jón Hrafn. Bærinn Syðri-Steinsmýri er í jaðri Eldhrauns, sem rann í Skaftáreldum árið 1783.Stöð 2/Einar Árnason Þau eru með gistirými fyrir 32 gesti í þremur sumarhúsum en einnig í veiðihúsinu við Eldvatn, sem þau reka. Þau segja að Íslendingarnir séu líka farnir að skila sér. „Það er sérstaklega byrjað um helgarnar að koma Íslendingar. Núna er þetta að bókast svolítið hjá okkur,“ segir Linda. Þau segjast ekki örvænta. Þau komist af, að minnsta kosti meðan fjölskyldan sé bara ein í þessu, en fleiri gesti þyrfti ef standa ætti undir starfsmanni. Þau hafa ekki treyst sér til að ráða starfsmann, eins og undanfarin ár, en það gæti breyst þegar traffíkin aukist í ágúst þegar veiðin hefjist og þá þurfi væntanlega að finna starfsmann. Þau eiga samt ekki von á neinni uppsveiflu. „Það verður örugglega rólegt að gera í vetur,“ segja þau. Tvíbýlt er á Syðri-Steinsmýri. Þau Jón Hrafn og Linda Ösp búa á bænum sem nær stendur.Stöð 2/Einar Árnason. Staðsetningin á Suðausturlandi hjálpi því megnið af erlendum ferðamönnum vilji sjá Jökulsárlón. „Þó að margir fari kannski bara að Vík þá eru mjög margir sem vilja sjá Jökulsárlón. Þá komum við sterkt inn. Það líka hjálpar að við erum með heita potta. Það er mjög vinsælt. Líka hjá Íslendingunum,“ segir Linda Ösp Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Stangveiði Tengdar fréttir Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09 Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19 Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49
Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09
Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19
Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48