Óróleiki og efasemdir í Hvíta húsinu vegna metfjölda smita Sylvía Hall skrifar 14. júlí 2020 07:00 Donald Trump og Dr. Anthony Fauci. Vísir/Getty Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Fauci er yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og helsti smitsjúkdómasérfræðingur landsins. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Hvíta húsinu sem lak til fjölmiðla um helgina. Þar er jafnframt talið upp dæmi þess að Fauci tali í mótsögn við sjálfan sig og hafi skipt um skoðun frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fjölmiðlar vestanhafs segja minnisblaðið augljósa tilraun Hvíta hússins til þess að koma höggi á sérfræðingana sem hafa stýrt aðgerðum vegna faraldursins, enda hafi þeir ekki alltaf verið sammála forsetanum. Meðal þess sem er talið upp í minnisblaðinu eru tilmæli Fauci um andlitsgrímur og ummæli um alvarleika faraldursins. Þrátt fyrir að Hvíta hússins hafi fullyrt að forsetinn bæri enn traust til Fauci og smitsjúkdómastofnunarinnar og að minnisblaðið endurspeglaði ekki skoðanir allra Hvíta hússins, tók Peter Navarro, efnahagslegur ráðgjafi Trump, í svipaðan streng í viðtali við CBS og sagðist taka tilmælum Fauci með fyrirvara. „Þegar ég varaði við mögulega banvænum heimsfaraldri í minnisblaði seint í janúar sagði Fauci fjölmiðlum að það væri engin ástæða til þess að hafa áhyggjur,“ sagði Navarro. Brett Giroir, aðstoðarheilbrigðisráðherra landsins og meðlimur í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins, sagði í samtali við fréttastofu NBC að hann bæri mikla virðingu fyrir Fauci. Hann hefði þó ekki alltaf rétt fyrir sér. „Dr. Fauci hefur ekki 100% rétt fyrir sér og hann hefur ekki hag þjóðarinnar í huga, hann viðurkennir það. Hann horfir á þetta frá mjög þröngu lýðheilsusjónarmiði.“ Mikill óróleiki er sagður vera í Hvíta húsinu vegna þess hversu mörg tilfelli greinast í Bandaríkjunum um þessar mundir. Rúmlega 3,3 milljónir Bandaríkjamanna hafa nú greinst með veiruna og yfir 135 þúsund látið lífið. Faraldurinn virðist verða verri með degi hverjum vestanhafs, sérstaklega í suður- og vesturríkjum Bandaríkjanna, og hafa mörg ríki þurft að grípa til harðari aðgerða og seinka afléttingum á takmörkunum vegna veirunnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46 Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Fauci er yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og helsti smitsjúkdómasérfræðingur landsins. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Hvíta húsinu sem lak til fjölmiðla um helgina. Þar er jafnframt talið upp dæmi þess að Fauci tali í mótsögn við sjálfan sig og hafi skipt um skoðun frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fjölmiðlar vestanhafs segja minnisblaðið augljósa tilraun Hvíta hússins til þess að koma höggi á sérfræðingana sem hafa stýrt aðgerðum vegna faraldursins, enda hafi þeir ekki alltaf verið sammála forsetanum. Meðal þess sem er talið upp í minnisblaðinu eru tilmæli Fauci um andlitsgrímur og ummæli um alvarleika faraldursins. Þrátt fyrir að Hvíta hússins hafi fullyrt að forsetinn bæri enn traust til Fauci og smitsjúkdómastofnunarinnar og að minnisblaðið endurspeglaði ekki skoðanir allra Hvíta hússins, tók Peter Navarro, efnahagslegur ráðgjafi Trump, í svipaðan streng í viðtali við CBS og sagðist taka tilmælum Fauci með fyrirvara. „Þegar ég varaði við mögulega banvænum heimsfaraldri í minnisblaði seint í janúar sagði Fauci fjölmiðlum að það væri engin ástæða til þess að hafa áhyggjur,“ sagði Navarro. Brett Giroir, aðstoðarheilbrigðisráðherra landsins og meðlimur í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins, sagði í samtali við fréttastofu NBC að hann bæri mikla virðingu fyrir Fauci. Hann hefði þó ekki alltaf rétt fyrir sér. „Dr. Fauci hefur ekki 100% rétt fyrir sér og hann hefur ekki hag þjóðarinnar í huga, hann viðurkennir það. Hann horfir á þetta frá mjög þröngu lýðheilsusjónarmiði.“ Mikill óróleiki er sagður vera í Hvíta húsinu vegna þess hversu mörg tilfelli greinast í Bandaríkjunum um þessar mundir. Rúmlega 3,3 milljónir Bandaríkjamanna hafa nú greinst með veiruna og yfir 135 þúsund látið lífið. Faraldurinn virðist verða verri með degi hverjum vestanhafs, sérstaklega í suður- og vesturríkjum Bandaríkjanna, og hafa mörg ríki þurft að grípa til harðari aðgerða og seinka afléttingum á takmörkunum vegna veirunnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46 Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46
Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24
Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50