Segist sakna leiftrandi sóknarleiks hjá FH Ísak Hallmundarson skrifar 15. júlí 2020 14:00 FH-ingar töpuðu fyrir Fylki 1-2 á heimavelli í Pepsi Max deild karla á mánudaginn. Sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar veltu fyrir sér döpru gengi FH og stöðu Ólafs Helga Kristjánssonar þjálfara FH. „Formaðurinn hlýtur að vera svekktur ef hann lét hann fá besta byrjunarlið landsins og hann nær ekki árangri, það er allavega sú pressa,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Máni Pétursson tók í sama streng. „Það er ekki spurning, ég held að ef hann nær ekki Evrópusæti getum við gengið að því vísu að Ólafur Kristjánsson verði ekki þjálfari FH á næsta ári. Ef þeir ná ekki í topp þrjá er alveg gefið mál að hann kveðji. En menn skulu aldrei útiloka að prófessorinn nái að snúa hlutunum við. Hann situr uppi með vörn sem er ekkert sérstaklega góð, þar eru vandamál FH-liðsins, fyrst og síðast. Gumma Kristjáns dæmið í miðverðinum hefur því miður ekki gengið, ekki enn sem komið er og staðreynd málsins er að Guðmann er alltaf meiddur. Ef þú vilt ekki vera að breyta til í einhverri línu þá er það í öftustu fjórum,“ sagði Máni. Sigurvin velti fyrir sér hvort vörnin væri aðalvandamál FH-inga. „En finnst þér vörnin vandamálið hjá FH? Það sem ég sakna mest úr FH er auðvitað bara sóknarleikurinn, þeir voru með leiftrandi sóknarleik þegar þeir voru sem bestir, voru ekki frægir fyrir varnarleik endilega. Þannig ég sakna þess helst að sjá þá ekki smella því það eru alveg gæði þarna. Lennon, einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað hérna, Jónatan er rosalega spennandi, Daníel Hafsteinsson er mjög spennandi leikmaður, þannig það vantar einhverja töfra. Óli er að reyna að finna þetta, hann er búinn að reyna á þriðja ár að finna einhvern neista, þar sem þetta fer að smella. En þetta eru allt einhverjir fjórir, fimm einstaklingar að reyna að sýna sig og sanna,“ sagði Sigurvin. Alla umræðuna má sjá efst í fréttinni. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
FH-ingar töpuðu fyrir Fylki 1-2 á heimavelli í Pepsi Max deild karla á mánudaginn. Sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar veltu fyrir sér döpru gengi FH og stöðu Ólafs Helga Kristjánssonar þjálfara FH. „Formaðurinn hlýtur að vera svekktur ef hann lét hann fá besta byrjunarlið landsins og hann nær ekki árangri, það er allavega sú pressa,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Máni Pétursson tók í sama streng. „Það er ekki spurning, ég held að ef hann nær ekki Evrópusæti getum við gengið að því vísu að Ólafur Kristjánsson verði ekki þjálfari FH á næsta ári. Ef þeir ná ekki í topp þrjá er alveg gefið mál að hann kveðji. En menn skulu aldrei útiloka að prófessorinn nái að snúa hlutunum við. Hann situr uppi með vörn sem er ekkert sérstaklega góð, þar eru vandamál FH-liðsins, fyrst og síðast. Gumma Kristjáns dæmið í miðverðinum hefur því miður ekki gengið, ekki enn sem komið er og staðreynd málsins er að Guðmann er alltaf meiddur. Ef þú vilt ekki vera að breyta til í einhverri línu þá er það í öftustu fjórum,“ sagði Máni. Sigurvin velti fyrir sér hvort vörnin væri aðalvandamál FH-inga. „En finnst þér vörnin vandamálið hjá FH? Það sem ég sakna mest úr FH er auðvitað bara sóknarleikurinn, þeir voru með leiftrandi sóknarleik þegar þeir voru sem bestir, voru ekki frægir fyrir varnarleik endilega. Þannig ég sakna þess helst að sjá þá ekki smella því það eru alveg gæði þarna. Lennon, einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað hérna, Jónatan er rosalega spennandi, Daníel Hafsteinsson er mjög spennandi leikmaður, þannig það vantar einhverja töfra. Óli er að reyna að finna þetta, hann er búinn að reyna á þriðja ár að finna einhvern neista, þar sem þetta fer að smella. En þetta eru allt einhverjir fjórir, fimm einstaklingar að reyna að sýna sig og sanna,“ sagði Sigurvin. Alla umræðuna má sjá efst í fréttinni.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira