Loftslagsváin - hvert er hlutverk almennings Böðvar Jónsson skrifar 16. júlí 2020 15:57 Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. Þetta á við um heimsfaraldurinn sem Covid 19 veiran býður upp á, faraldur sem ekki sér fyrir endann á. Fjölmiðlar greina daglega frá stöðunni ekki bara hér á landi heldur vítt um heimsbyggðina. Við þessar aðstæður er kannski ekki að undra þótt annað stórmál falli í skuggann, en sem ekki er síður knýjandi að takast á við. Þetta er loftslagsváin og hlýnun jarðar. Þrátt fyrir lát á fréttum og upplýsingagjöf mallar þessi vandi eins og djúpstæð sýking í líkama heimsins. Við vorum svo lánssöm að um margra mánaða skeið hélt ung sænsk stúlka með einstæðum hætti og hugrekki athygli okkar vakandi varðandi þetta mál. Hún minnti okkur á stúlkuna í sögu H.C. Andersen um nýju fötin keisarans þegar í ljós kom að þrátt fyrir sáttmála og hástemmdar yfirlýsingar þjóðarleiðtoga um aðgerðir og stefnumarkanir þá stóðu þeir eins og keisarinn forðum naktir og klæðlausir frammi fyrir mannkyninu þegar kom að efnd loforðanna um lausn vandans. Enn og aftur er eining lyfið og lausnarorðið. Við sem erum nógu gömul munum þá tíma þegar íslendingar keyrðu um á gömlum og slitnum bílum en þá þurfti oft að kalla til hóp til að ýta í gang. Þá réðist árangurinn af því að vera samtaka og að allir ýttu í sömu átt. Í bókinni „Persuit of HOPE, A guide for the seeker“, talar vistfræðingurinn Arthur Lyon Dahl til okkar sem einstaklinga sem byggja þennan heim og bendir okkur á leiðir til að leggja af mörkum sem einstaklingar eða hópar með samstillt markmið gegn ýmsum meinsemdum vestræns neyslusamfélags. Að talað sé til okkar, íbúa heimsins, sem einstaklinga í þeim tilgangi að samstilla kraftana til að takast á við aðsteðjandi vanda er ekki nýtt, slíkt gerðist 1992 í tengslum við Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó um sjálfbæra þróun. Þá varð til Dagskrá 21 sem var framkvæmdaáætlun um málefni ráðstefnunnar, undirrituð af fulltrúum 179 þjóða. Samþykktinni var ætlað að vekja þjóðir heims til vitundar um að vinna að sjálfbærri þróun á heimsvísu. Þegar ljóst varð að Dagskrá 21 væri ekki nægilega mótuð fyrir hvert samfélag var samin Staðardagskrá 21 sem sveitarstjórnir gátu stuðst við. Þannig var stefnt að því að ná til grasrótarinnar. Á þessum tíma urðu til einkunnarorðin: Hugsaðu hnattrænt framkvæmdu heima. (Think globally act locally.) Ráðstefnan í Ríó átti sína „Gretu Thunberg“ en hún hét annað, hún hét Severn Cullis-Suzuki. Tólf ára flutti hún ræðu yfir leiðtogum þjóðanna í Ríó. Ræðuna má enn finna á netinu. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það verði ekki leiðtogar þjóðanna sem leysi þau heimsvíðu knýjandi verkefni sem við blasa. Meðal þeirra er óeiningin og togstreitan um auð og völd of rótgróin. Þetta eru mest rígfullorðnir karlmenn fastir í gömlum tíma og gömlum stjórnarháttum en undantekninguna sem sannar regluna má finna í kvenleiðtoga á suðurhveli jarðar. Við blasir að grasrót mannkynsins verði að koma til skjalanna því stóru ráðstefnurnar og sáttmálarnir sem leiðtogarnir hafa undirritað við hátíðlegar athafnir hafa einfaldlega ekki skilað þeim árangri sem við þegnarnir ætlumst til. Einmitt í dag birta fjölmiðlar frétt frá grasrótinni. Greta Thunberg ásamt fjölda aðgerðasinna senda leiðtogum heimsins opið bréf, þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Í tengslum við fréttina er almenningi boðið upp á að undirrita bréfið. Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. Þetta á við um heimsfaraldurinn sem Covid 19 veiran býður upp á, faraldur sem ekki sér fyrir endann á. Fjölmiðlar greina daglega frá stöðunni ekki bara hér á landi heldur vítt um heimsbyggðina. Við þessar aðstæður er kannski ekki að undra þótt annað stórmál falli í skuggann, en sem ekki er síður knýjandi að takast á við. Þetta er loftslagsváin og hlýnun jarðar. Þrátt fyrir lát á fréttum og upplýsingagjöf mallar þessi vandi eins og djúpstæð sýking í líkama heimsins. Við vorum svo lánssöm að um margra mánaða skeið hélt ung sænsk stúlka með einstæðum hætti og hugrekki athygli okkar vakandi varðandi þetta mál. Hún minnti okkur á stúlkuna í sögu H.C. Andersen um nýju fötin keisarans þegar í ljós kom að þrátt fyrir sáttmála og hástemmdar yfirlýsingar þjóðarleiðtoga um aðgerðir og stefnumarkanir þá stóðu þeir eins og keisarinn forðum naktir og klæðlausir frammi fyrir mannkyninu þegar kom að efnd loforðanna um lausn vandans. Enn og aftur er eining lyfið og lausnarorðið. Við sem erum nógu gömul munum þá tíma þegar íslendingar keyrðu um á gömlum og slitnum bílum en þá þurfti oft að kalla til hóp til að ýta í gang. Þá réðist árangurinn af því að vera samtaka og að allir ýttu í sömu átt. Í bókinni „Persuit of HOPE, A guide for the seeker“, talar vistfræðingurinn Arthur Lyon Dahl til okkar sem einstaklinga sem byggja þennan heim og bendir okkur á leiðir til að leggja af mörkum sem einstaklingar eða hópar með samstillt markmið gegn ýmsum meinsemdum vestræns neyslusamfélags. Að talað sé til okkar, íbúa heimsins, sem einstaklinga í þeim tilgangi að samstilla kraftana til að takast á við aðsteðjandi vanda er ekki nýtt, slíkt gerðist 1992 í tengslum við Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó um sjálfbæra þróun. Þá varð til Dagskrá 21 sem var framkvæmdaáætlun um málefni ráðstefnunnar, undirrituð af fulltrúum 179 þjóða. Samþykktinni var ætlað að vekja þjóðir heims til vitundar um að vinna að sjálfbærri þróun á heimsvísu. Þegar ljóst varð að Dagskrá 21 væri ekki nægilega mótuð fyrir hvert samfélag var samin Staðardagskrá 21 sem sveitarstjórnir gátu stuðst við. Þannig var stefnt að því að ná til grasrótarinnar. Á þessum tíma urðu til einkunnarorðin: Hugsaðu hnattrænt framkvæmdu heima. (Think globally act locally.) Ráðstefnan í Ríó átti sína „Gretu Thunberg“ en hún hét annað, hún hét Severn Cullis-Suzuki. Tólf ára flutti hún ræðu yfir leiðtogum þjóðanna í Ríó. Ræðuna má enn finna á netinu. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það verði ekki leiðtogar þjóðanna sem leysi þau heimsvíðu knýjandi verkefni sem við blasa. Meðal þeirra er óeiningin og togstreitan um auð og völd of rótgróin. Þetta eru mest rígfullorðnir karlmenn fastir í gömlum tíma og gömlum stjórnarháttum en undantekninguna sem sannar regluna má finna í kvenleiðtoga á suðurhveli jarðar. Við blasir að grasrót mannkynsins verði að koma til skjalanna því stóru ráðstefnurnar og sáttmálarnir sem leiðtogarnir hafa undirritað við hátíðlegar athafnir hafa einfaldlega ekki skilað þeim árangri sem við þegnarnir ætlumst til. Einmitt í dag birta fjölmiðlar frétt frá grasrótinni. Greta Thunberg ásamt fjölda aðgerðasinna senda leiðtogum heimsins opið bréf, þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Í tengslum við fréttina er almenningi boðið upp á að undirrita bréfið. Höfundur er lyfjafræðingur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar