Fullyrðingar verkalýðsleiðtoga um undirboð „algjör þvæla“ Sylvía Hall skrifar 19. júlí 2020 12:02 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var harðorður í garð verkalýðsforystunnar í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hann segir rangt að félagið sé að lækka laun í nýjum samningum, það muni standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks en farið sé fram á meira vinnuframlag. „Það er ekki verið að lækka laun. Það er verið að standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks gegn meiri vinnu. Félagið er áfram að bjóða bestu kjör sem þekkjast í kringum okkur,“ sagði Bogi. Hann segir slíkar hagræðingaraðgerðir vera nauðsynlegar fyrir fyrirtækið. Það sé engin leið fyrir íslenskt flugfélag að vera í verðsamkeppni við félög sem hafa mun lægri rekstrarkostnað og á alþjóðlegum mælikvarða verði Icelandair alltaf lítið í heildarsamhenginu. Stór hluti rekstrarkostnaðar sé kostnaður sem félagið hefur ekki stjórn á og því þurfti að semja skynsamlega um þann kostnað sem félagið getur haft eitthvað um að segja. Það hafi þó aldrei komið til greina að færa störf annað. „Okkar markmið númer eitt, tvö og þrjú hefur verið að vinna á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði Bogi og bætti við að það hefði ekki einu sinni komið til tals. Fjármálaeftirlitið hljóti að skoða ummæli verkalýðshreyfingarinnar Eftir að tilkynnt var um einhliða viðræðuslit Icelandair á föstudag stigu margir verkalýðsleiðtogar fram og gagnrýndu framkomu fyrirtækisins. Var félagið gagnrýnt fyrir að ætla að ganga freklega fram í viðræðunum og skerða kjör flugfreyja um of. Bogi hafnar þeim málflutningi. „Við höfum heyrt verkalýðsleiðtoga tala um allskonar hluti sem varla eru svaraverðir. Ágætis hugmyndir en hafa ekki komið á borðið hjá ykkur, til dæmis erlendar áhafnaleigur,“ sagði Bogi í viðtalinu, greinilega ósáttur við framgöngu margra í fjölmiðlum undanfarna daga. „Þessar fullyrðingar verkalýðsleiðtoga undanfarna daga eru varla svaraverðar, að við séum í félagslegum undirboðum og erlendar starfsmannaleigur, þetta er náttúrulega bara algjör þvæla.“ Hann sagði það vera með „algjörum ólíkindum“ að hlusta á ummæli margra. Það stæði ekki steinn yfir steini í málflutningi verkalýðsforystunnar og hann gerði ráð fyrir því að Fjármálaeftirlitið myndi skoða meinta „skuggastjórnun“ varðandi óháða stjórnarmenn í lífeyrissjóðum. Vísaði hann þar til ummæla Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, þar sem hann sagðist ætla að beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir myndu beita sér fyrir því að sjóðurinn myndi sniðganga frekari fjárfestingar í félaginu. „Það eru bara ákveðin sárindi innan míns félags. Við erum með tæplega þúsund félagsmenn í VR sem dæmi. Ef við erum að reyna að bjarga félaginu þá er formaður VR að reyna að fella félagið. Þannig líta félagsmenn á þetta sem eru að starfa hjá okkar félagi.“ Kjaramál Icelandair Sprengisandur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18 Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var harðorður í garð verkalýðsforystunnar í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hann segir rangt að félagið sé að lækka laun í nýjum samningum, það muni standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks en farið sé fram á meira vinnuframlag. „Það er ekki verið að lækka laun. Það er verið að standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks gegn meiri vinnu. Félagið er áfram að bjóða bestu kjör sem þekkjast í kringum okkur,“ sagði Bogi. Hann segir slíkar hagræðingaraðgerðir vera nauðsynlegar fyrir fyrirtækið. Það sé engin leið fyrir íslenskt flugfélag að vera í verðsamkeppni við félög sem hafa mun lægri rekstrarkostnað og á alþjóðlegum mælikvarða verði Icelandair alltaf lítið í heildarsamhenginu. Stór hluti rekstrarkostnaðar sé kostnaður sem félagið hefur ekki stjórn á og því þurfti að semja skynsamlega um þann kostnað sem félagið getur haft eitthvað um að segja. Það hafi þó aldrei komið til greina að færa störf annað. „Okkar markmið númer eitt, tvö og þrjú hefur verið að vinna á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði Bogi og bætti við að það hefði ekki einu sinni komið til tals. Fjármálaeftirlitið hljóti að skoða ummæli verkalýðshreyfingarinnar Eftir að tilkynnt var um einhliða viðræðuslit Icelandair á föstudag stigu margir verkalýðsleiðtogar fram og gagnrýndu framkomu fyrirtækisins. Var félagið gagnrýnt fyrir að ætla að ganga freklega fram í viðræðunum og skerða kjör flugfreyja um of. Bogi hafnar þeim málflutningi. „Við höfum heyrt verkalýðsleiðtoga tala um allskonar hluti sem varla eru svaraverðir. Ágætis hugmyndir en hafa ekki komið á borðið hjá ykkur, til dæmis erlendar áhafnaleigur,“ sagði Bogi í viðtalinu, greinilega ósáttur við framgöngu margra í fjölmiðlum undanfarna daga. „Þessar fullyrðingar verkalýðsleiðtoga undanfarna daga eru varla svaraverðar, að við séum í félagslegum undirboðum og erlendar starfsmannaleigur, þetta er náttúrulega bara algjör þvæla.“ Hann sagði það vera með „algjörum ólíkindum“ að hlusta á ummæli margra. Það stæði ekki steinn yfir steini í málflutningi verkalýðsforystunnar og hann gerði ráð fyrir því að Fjármálaeftirlitið myndi skoða meinta „skuggastjórnun“ varðandi óháða stjórnarmenn í lífeyrissjóðum. Vísaði hann þar til ummæla Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, þar sem hann sagðist ætla að beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir myndu beita sér fyrir því að sjóðurinn myndi sniðganga frekari fjárfestingar í félaginu. „Það eru bara ákveðin sárindi innan míns félags. Við erum með tæplega þúsund félagsmenn í VR sem dæmi. Ef við erum að reyna að bjarga félaginu þá er formaður VR að reyna að fella félagið. Þannig líta félagsmenn á þetta sem eru að starfa hjá okkar félagi.“
Kjaramál Icelandair Sprengisandur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18 Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18
Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42
Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45