Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2020 22:40 Óskar Hrafn var ekki sáttur með Ívar Orra Kristjánsson, dómara leiksins, og hvernig hann tók á síendurteknum brotum á Brynjólfi Andersen Willumssyni á Kópavogsvelli í kvöld. Vísir/Bára Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Óskar Hrafn taldi lið sitt eiga sigurinn skilið og þá biðlaði hann til dómarastéttarinnar að verja besta leikmann deildarinnar. „Bara þjófnaður, hreinn og beinn þjófnaður hjá Val. Við áttum allan seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum var kannski ekkert sérstaklega góð hjá okkur. Eftir tuttugu mínútur fannst mér aðeins eitt lið vera á vellinum og mér hlakkar til að skoða mögulega tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem hann – Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins – sleppti og þessa skrítnu dómgæslu,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali beint eftir leik en honum var augljóslega heitt í hamsi. Hann hélt áfram að ræða dómgæslu leiksins. „Markið sem þeir skora úr til dæmis, ég tek ekkert af Einari Karli [Ingvarssyni, sem skoraði sigurmark leiksins], virkilega vel gert. Ég er virkilega stoltur af mínum mönnum, fannst við svara KR leiknum mjög vel. Fengum inn Alexander Helga Sigurðarson sem hefur verið meiddur, Kristinn Steindórsson frábær. Brynjólfur Andersen langbesti maðurinn á vellinum og það er kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann,“ sagði Óskar. „Það er dæmt í hvert skipti hann snertir mann en hann fær ekkert hjá einum né neinum. Með þessu áframhaldi gerum við lítið annað en að hrekja besta leikmanninn í deildinni úr landi. Bið bara til dómarastéttarinnar að sýna sanngirni.“ Brynjólfur í leik gegn KR á dögunum.Vísir/Bára Brynjólfur Andersen Willumsson var frábær í leiknum en eftir að hann fékk gult spjald braut hann allavega í tvígang af sér án þess að fá seinna gula. Kom sigurmark Einars Karl upp úr aukaspyrnu eftir að Brynjólfur braut á Birki Má Sævarssyni rétt fyrir utan teig. Að því sögðu þá var brotið ítrekað á Brynjólfi í leiknum. „Mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn. Ég er hrikalega ánægður með liðið mitt og hvernig við keyrðum á þá í seinni hálfleik. Það má vel vera að einhverjum finnist þjófnaður of stórt orð en mér fannst við betri aðilinn í þessum leik,“ sagði Óskar einnig um leik kvöldsins. Blikar misstu þá Elfar Frey Helgason og Andra Rafn Yeoman út af í leiknum vegna meiðsla. „Andri Rafn er meiddur í ökklanum og ég veit svo sem ekkert hvað er að plaga Elfar Frey. Það er eins og það er en það er bagalegt að missa þessa menn út af en við sjáum það að það kemur maður í manns stað.“ „Nei, það hefur ekki áhrif á leikmannahópinn. Ég held þú verðir að skoða þetta út frá því hvernig liðið spilar heldur en hvort úrslit náist í einum og einum leik. Mér fannst við mjög góðir í þessum leik og vorum að spila á móti öflugu Valsliðið. Ég hef engar áhyggjur og hef engar áhyggjur af því að leikmenn liðsins séu að fara undir sæng og gráta þetta. Þessi leikur og þessi frammistaða er gott veganesti í törnina sem framundan er og við tökum þetta bara með okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum er hann var spurður út í hvort það að hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum gæti sest á sálina hjá leikmönnum liðsins. Blikar fá kjörið tækifæri til að komast aftur á beinu brautina er þeir mæta HK þann 23. júlí næstkomandi í Kórnum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Óskar Hrafn taldi lið sitt eiga sigurinn skilið og þá biðlaði hann til dómarastéttarinnar að verja besta leikmann deildarinnar. „Bara þjófnaður, hreinn og beinn þjófnaður hjá Val. Við áttum allan seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum var kannski ekkert sérstaklega góð hjá okkur. Eftir tuttugu mínútur fannst mér aðeins eitt lið vera á vellinum og mér hlakkar til að skoða mögulega tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem hann – Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins – sleppti og þessa skrítnu dómgæslu,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali beint eftir leik en honum var augljóslega heitt í hamsi. Hann hélt áfram að ræða dómgæslu leiksins. „Markið sem þeir skora úr til dæmis, ég tek ekkert af Einari Karli [Ingvarssyni, sem skoraði sigurmark leiksins], virkilega vel gert. Ég er virkilega stoltur af mínum mönnum, fannst við svara KR leiknum mjög vel. Fengum inn Alexander Helga Sigurðarson sem hefur verið meiddur, Kristinn Steindórsson frábær. Brynjólfur Andersen langbesti maðurinn á vellinum og það er kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann,“ sagði Óskar. „Það er dæmt í hvert skipti hann snertir mann en hann fær ekkert hjá einum né neinum. Með þessu áframhaldi gerum við lítið annað en að hrekja besta leikmanninn í deildinni úr landi. Bið bara til dómarastéttarinnar að sýna sanngirni.“ Brynjólfur í leik gegn KR á dögunum.Vísir/Bára Brynjólfur Andersen Willumsson var frábær í leiknum en eftir að hann fékk gult spjald braut hann allavega í tvígang af sér án þess að fá seinna gula. Kom sigurmark Einars Karl upp úr aukaspyrnu eftir að Brynjólfur braut á Birki Má Sævarssyni rétt fyrir utan teig. Að því sögðu þá var brotið ítrekað á Brynjólfi í leiknum. „Mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn. Ég er hrikalega ánægður með liðið mitt og hvernig við keyrðum á þá í seinni hálfleik. Það má vel vera að einhverjum finnist þjófnaður of stórt orð en mér fannst við betri aðilinn í þessum leik,“ sagði Óskar einnig um leik kvöldsins. Blikar misstu þá Elfar Frey Helgason og Andra Rafn Yeoman út af í leiknum vegna meiðsla. „Andri Rafn er meiddur í ökklanum og ég veit svo sem ekkert hvað er að plaga Elfar Frey. Það er eins og það er en það er bagalegt að missa þessa menn út af en við sjáum það að það kemur maður í manns stað.“ „Nei, það hefur ekki áhrif á leikmannahópinn. Ég held þú verðir að skoða þetta út frá því hvernig liðið spilar heldur en hvort úrslit náist í einum og einum leik. Mér fannst við mjög góðir í þessum leik og vorum að spila á móti öflugu Valsliðið. Ég hef engar áhyggjur og hef engar áhyggjur af því að leikmenn liðsins séu að fara undir sæng og gráta þetta. Þessi leikur og þessi frammistaða er gott veganesti í törnina sem framundan er og við tökum þetta bara með okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að lokum er hann var spurður út í hvort það að hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum gæti sest á sálina hjá leikmönnum liðsins. Blikar fá kjörið tækifæri til að komast aftur á beinu brautina er þeir mæta HK þann 23. júlí næstkomandi í Kórnum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn