Sjúkraliðar sækja fram! Sandra B. Franks skrifar 20. júlí 2020 09:48 Í heilbrigðiskerfinu hafa sjúkraliðar oft verið hin gleymda stétt. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að sjúkraliðar eru orðin burðarstétt í hjúkrun inni á spítölum og bera uppi umönnunarkerfin fyrir aldraða. Sterk fagvitund stéttarinnar hefur birst í því að sjúkraliðar hafa sett fram sterkari kröfur um bætt vinnuumhverfi, um aukin áhrif innan heilbrigðisgeirans, og um aukin tækifæri til menntunar. Á öllum þessum vígstöðvum hafa sögulegir áfangar náðst á þessu ári. Stytting vinnuvikunnar Starf sjúkraliða er erfitt og krefjandi. Þeir búa við mikið líkamlegt og andlegt álag í starfi. Sjúkraliðum er því hættara við kulnun og örorku en mörgum öðrum heilbrigðisstéttum. Krafan um heilsuvænna vinnuumhverfi með styttingu vinnuvikunnar var því sett á oddinn í kjarasamningum liðins vetrar. Í mikilvægri samvinnu við BSRB náðust þau tímamót að fallist var á kröfu okkar um að 80% vinna í krefjandi vaktavinnu jafngildi 100% vinnuframlagi. Í þessu felst sérstaklega mikilvæg kjarabót fyrir vaktavinnufólk. Það skiptir máli fyrir sjúkraliða því langflestir þeirra vinna á vöktum, eða um 90%. Vinnuskylda þeirra fer því úr 173,3 í 156 stundir á mánuði, eða niður í 36 stundir á viku. í sumum tilvikum er hægt að stytta vinnutímann allt niður í 32 stundir. Með styttri vinnuviku og betri vinnutíma munu lífskjör sjúkraliða batna með hærri launum og meira samræmi milli vinnu og fjölskyldulífs. Í þessu felst sögulegur áfangi fyrir stéttina. Ný fagráð - aðild sjúkraliða Sjálfstraust stéttarinnar hefur vaxið með aukinni menntun og stærra hlutverki í heilbrigðisgeiranum. Það hefur leitt til þeirrar sjálfsögðu kröfu að sjúkraliðar fái til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir tækifæri til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum. Rökstuddum kröfum um aðild sjúkraliða að hjúkrunarráði Landspítalans var þó jafnan hafnað, síðast þegar ég varð formaður Sjúkraliðafélagsins árið 2018. Sú framkoma sýnir vel hvernig reynt var lengi vel að halda stéttinni í miklu þrengri stöðu en núverandi styrkur og mikilvægi sjúkraliða réttlætir. Við höfum svarað því með því að berjast fyrir að tekin verði upp fagráð með aðild allra fagstétta. Slík ráð eru í fullu samræmi við stjórnunarhætti á heilbrigðisstofnunum nútímans þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu, teymisstjórnun og samvinnu fagstétta. Sjálf sendi ég velferðarnefnd Alþingis rökstutt álit félagsins þar sem mælt var með því að hjúkrunarráð yrði lagt niður og fagráð tekin upp á öllum heilbrigðisstofnunum. Fyrir sjúkraliða er því mikið fagnaðarefni að Alþingi samþykkti í byrjun sumars ný lög, þar sem hjúkrunarráð Landspítalans er lagt niður og ný fagráð verða tekin upp. Við skipan í þau verður ekki gengið framhjá sjúkraliðum, enda eru þeir - svo vitnað sé til orða Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans á ráðstefnu fyrir nokkrum árum – „algjör burðarstétt í íslensku heilbrigðiskerfi.“ Diplómanám fyrir sjúkraliða Í vor gerðust svo þau stórtíðindi í menntasögu félagsins að fallist var á eindregnar kröfur félagsins að tveggja ára diplómanám í sjúkraliðun verður tekið upp við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Aðfaranám hefst á næstu haustdögum. Möguleikar á námi á háskólastigi mun gjörbreyta stöðu stéttarinnar til framtíðar. Með því er búið að skapa samfellda námsleið frá framhaldsskóla inn á háskólastig. Þetta svalar í senn þorsta margra sjúkraliða um frekara nám, auðveldar nýliðun í stéttinni þar sem ungt fólk sér í sjúkraliðun aukin tækifæri, og hærra menntastig stéttarinnar mun auka gæði hjúkrunar í landinu. Með aukinni menntun og þarmeð færni mun stéttin gera kröfur um aukna ábyrgð innan heilbrigðisgeirans. Aukin ábyrgð kallar á betri kjör. Sagan sýnir hins vegar að stjórnendur sjúkra- og hjúkrunarstofnana hafa ekki lagað stofnanir sínar nægilega að aukinni menntun og þarmeð meiri hæfni sjúkraliða með því að bjóða skipuleg tækifæri til aukinnar ábyrðar, frama og bættra kjara. Hluti af framrás stéttarinnar og auknum metnaði er að breyta því. Sjúkraliðafélagið mun því samhliða innleiðingu háskólanáms í sjúkraliðun gera skýrar kröfur um að stjórnendur aðlagi stofnanir heilbrigðisgeirans að aukinni menntun stéttarinnar með starfsleiðum sem bjóða upp á meiri ábyrgð í starfi, aukna mögleika á starfsframa og bætt kjör. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í heilbrigðiskerfinu hafa sjúkraliðar oft verið hin gleymda stétt. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að sjúkraliðar eru orðin burðarstétt í hjúkrun inni á spítölum og bera uppi umönnunarkerfin fyrir aldraða. Sterk fagvitund stéttarinnar hefur birst í því að sjúkraliðar hafa sett fram sterkari kröfur um bætt vinnuumhverfi, um aukin áhrif innan heilbrigðisgeirans, og um aukin tækifæri til menntunar. Á öllum þessum vígstöðvum hafa sögulegir áfangar náðst á þessu ári. Stytting vinnuvikunnar Starf sjúkraliða er erfitt og krefjandi. Þeir búa við mikið líkamlegt og andlegt álag í starfi. Sjúkraliðum er því hættara við kulnun og örorku en mörgum öðrum heilbrigðisstéttum. Krafan um heilsuvænna vinnuumhverfi með styttingu vinnuvikunnar var því sett á oddinn í kjarasamningum liðins vetrar. Í mikilvægri samvinnu við BSRB náðust þau tímamót að fallist var á kröfu okkar um að 80% vinna í krefjandi vaktavinnu jafngildi 100% vinnuframlagi. Í þessu felst sérstaklega mikilvæg kjarabót fyrir vaktavinnufólk. Það skiptir máli fyrir sjúkraliða því langflestir þeirra vinna á vöktum, eða um 90%. Vinnuskylda þeirra fer því úr 173,3 í 156 stundir á mánuði, eða niður í 36 stundir á viku. í sumum tilvikum er hægt að stytta vinnutímann allt niður í 32 stundir. Með styttri vinnuviku og betri vinnutíma munu lífskjör sjúkraliða batna með hærri launum og meira samræmi milli vinnu og fjölskyldulífs. Í þessu felst sögulegur áfangi fyrir stéttina. Ný fagráð - aðild sjúkraliða Sjálfstraust stéttarinnar hefur vaxið með aukinni menntun og stærra hlutverki í heilbrigðisgeiranum. Það hefur leitt til þeirrar sjálfsögðu kröfu að sjúkraliðar fái til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir tækifæri til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum. Rökstuddum kröfum um aðild sjúkraliða að hjúkrunarráði Landspítalans var þó jafnan hafnað, síðast þegar ég varð formaður Sjúkraliðafélagsins árið 2018. Sú framkoma sýnir vel hvernig reynt var lengi vel að halda stéttinni í miklu þrengri stöðu en núverandi styrkur og mikilvægi sjúkraliða réttlætir. Við höfum svarað því með því að berjast fyrir að tekin verði upp fagráð með aðild allra fagstétta. Slík ráð eru í fullu samræmi við stjórnunarhætti á heilbrigðisstofnunum nútímans þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu, teymisstjórnun og samvinnu fagstétta. Sjálf sendi ég velferðarnefnd Alþingis rökstutt álit félagsins þar sem mælt var með því að hjúkrunarráð yrði lagt niður og fagráð tekin upp á öllum heilbrigðisstofnunum. Fyrir sjúkraliða er því mikið fagnaðarefni að Alþingi samþykkti í byrjun sumars ný lög, þar sem hjúkrunarráð Landspítalans er lagt niður og ný fagráð verða tekin upp. Við skipan í þau verður ekki gengið framhjá sjúkraliðum, enda eru þeir - svo vitnað sé til orða Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans á ráðstefnu fyrir nokkrum árum – „algjör burðarstétt í íslensku heilbrigðiskerfi.“ Diplómanám fyrir sjúkraliða Í vor gerðust svo þau stórtíðindi í menntasögu félagsins að fallist var á eindregnar kröfur félagsins að tveggja ára diplómanám í sjúkraliðun verður tekið upp við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Aðfaranám hefst á næstu haustdögum. Möguleikar á námi á háskólastigi mun gjörbreyta stöðu stéttarinnar til framtíðar. Með því er búið að skapa samfellda námsleið frá framhaldsskóla inn á háskólastig. Þetta svalar í senn þorsta margra sjúkraliða um frekara nám, auðveldar nýliðun í stéttinni þar sem ungt fólk sér í sjúkraliðun aukin tækifæri, og hærra menntastig stéttarinnar mun auka gæði hjúkrunar í landinu. Með aukinni menntun og þarmeð færni mun stéttin gera kröfur um aukna ábyrgð innan heilbrigðisgeirans. Aukin ábyrgð kallar á betri kjör. Sagan sýnir hins vegar að stjórnendur sjúkra- og hjúkrunarstofnana hafa ekki lagað stofnanir sínar nægilega að aukinni menntun og þarmeð meiri hæfni sjúkraliða með því að bjóða skipuleg tækifæri til aukinnar ábyrðar, frama og bættra kjara. Hluti af framrás stéttarinnar og auknum metnaði er að breyta því. Sjúkraliðafélagið mun því samhliða innleiðingu háskólanáms í sjúkraliðun gera skýrar kröfur um að stjórnendur aðlagi stofnanir heilbrigðisgeirans að aukinni menntun stéttarinnar með starfsleiðum sem bjóða upp á meiri ábyrgð í starfi, aukna mögleika á starfsframa og bætt kjör. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun